Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Blaðsíða 11

Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Blaðsíða 11
ráða dómum sínum. En jafnframt er gagnrýnandinn ávallt minnugur þess, að meginþátturinn í starfi hans er fyrst og fremst þjónusta við listina sjálfa og við þá menn — áhorfend- urna, — sem hann er settur til að leiðbeina um réttan skilning á því sem fram fer á leiksviðinu. Því segir gagnrýnandinn álit sitt með hispurslausri hreinskilni, en fullri hæversku, hver sem í hlut á og lætur engan segja sér fyrir verkum í því efni. Ég hygg, að flestir þeir, sem fengist hafa við leikgagnrýni, hafi fljótt orðið þess áskynja, að það er ekki alltaf vinsælt verk, enda vafasamt hverjir sæta meiri gagnrýni leikendur eða leikdóm- arar. Er þetta skiljanlegt, ef það er rétt, sem einn af ágæt- ustu leikhúsmönnum Dana, skáldið Hermann Bang, sagði eitt sinn, — að ekki væri hægt að skrifa leikgagnrýni án þess að móðga hégómagirnina í hverri línu. Það er og kunnara en frá þurfi að segja, að oft hafa risið hatramar deilur með leikur- um og gagnrýnendum og þær sumar hverjar næsta dramatiskar, eins og þegar þeir Edvard Brandes og danski leikarinn Robert Schyberg háðu einvígi með skammbyssum um síðustu aldamót. En skemmst er að minnast hinnar harðvítugu ádeilu tveggja danskra leikara á hendur dr. Frederik Schyberg, einum lærð- asta og mikilhæfasta leikgagnrýnanda, sem Danir hafa átt, er fram kom á þriðja leiklistarmóti Norðurlanda, sem háð var í Kaupmannahöfn vorið 1948. Sökuðu leikarar þessir dr. Schy- berg um hvers konar ávirðingar, — hlutdrægni í dórnum, á- byrgðarleysi, hroka og yfirlæti og jafnvel vanþekkingu á högum leikhússins og starfsháttum. Dr. Schyberg svaraði þessum að- dróttunum með ágætri ritgerð í Politiken. Gerir hann þar ítar- lega grein fyrir hlutverki gagnrýnandans, afstöðu hans til leik- aranna og skyldum hans við listina og áhorfendur (publikum). Því miður er hér ekki tækifæri til að rekja nánar efni þessarar athyglisverðu greinar dr. Schybergs, — en því hef ég getið þess- arar deilu hér, að allar þær ávirðingar, sem dr. Schyberg er sak- aður um, eru hinar sömu, sem jafnan koma fram á hendur gagn- rýnendum, þegar einhver hefur móðgast af skrifum þeirra og þarf að skeyta skapi sínu á þeim. Dr. Schyberg andaðist fyrir skömmu. Við lát hans voru öll blöð Norðurlanda samtaka um að bera lof á hann sem leikgagnrýnanda og fremstu skáld, leik- arar og leikhúsmenn þessara landa tóku í sama streng. Ber þeim öllum saman um, að dr. Schyberg hafi verið frábær snillingur

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.