Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Blaðsíða 14

Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Blaðsíða 14
Enn þá leika sér á lágum hól um landsins ból draumabörn og degi nýjum fagna. Þú Dísarhöll, sem upp úr rökkri ragna risin ert, ver þeirra líf og skjól. Kom, feginsdagur, heill og hjartans kœr, lcom himinblcer, og vígðu heilagt Vingólf sumarmálum. Brenni hátt og lýsi Atlas-álum Eylands vitinn nýi, tundurskœr. Þá til sætis gestur hver er genginn, og gígjustrenginn bogi knýr svo titrar tinnan dökk á traustu hamraþili og roðnar klökk, ég kem í draumi og halla höfði að veggnum og heyri ’ann gegnum bergmál líða, lands frá dýpstu rót með kynslóðanna arf og ættarmót, ástgjöf dýrra feðra. nýjum þegnum. Páll H. Jónsson. [ 12 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.