Golf á Íslandi - 01.06.2017, Síða 12
Fjórir nýliðar í
landsliðum Íslands
Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið eftirtalda kylfinga
sem keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í júlí. Um er að ræða landslið
karla og kvenna. Ekki er hægt að velja atvinnukylfinga í þessi landsliðsverkefni.
Fjórir nýliðar eru í landsliðunum, tveir í karlaliðinu og tveir í kvennaliðinu. Bæði
landsliðin keppa í efstu deild um Evrópumeistaratitilinn og keppa þau um miðjan
júlí í Austurríki og Portúgal.
Kvennalandsliðið keppir dagana 11.–15. júlí á Montado Resort í Portúgal.
Liðið er þannig skipað:
Anna Sólveig Snorradóttir (GK) (1995)
Berglind Björnsdóttir (GR) (1992)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) (1994)
Helga Kristín Einarsdóttir (GK) (1996)
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) (1997)
Saga Traustadóttir (GR) (1998)
Liðsstjóri kvennaliðsins er Björgvin Sigurbergsson, yfirþjálfari hjá Keili í
Hafnarfirði. Helga Kristín og Saga eru nýliðar en aðrir leikmenn hafa keppt
áður fyrir landsliðið. Meðalaldurinn í kvennalandsliðinu er 21,6 ár. Berglind
Björnsdóttir er elst, fædd árið 1992, og Saga Traustadóttir er yngst, fædd árið
1998. Signý Arnórsdóttir og Sunna Víðisdóttir voru í liðinu, sem keppti á EM
hér á landi á Urriðavelli í fyrra, ásamt Önnu, Berglindi, Guðrúnu og Ragnhildi.
Landslið Íslands keppa á EM um miðjan júlí:
Helga Kristín Einarsdóttir, GK.
Mynd/seth@golf.is
Henning Darri Þórðarson, GK.
Mynd/seth@golf.is
Tveir nýliðar eru í karlalandsliðinu sem keppir
11.–15. júlí á Diamond-vellinum í Austurríki.
Liðsstjóri verður Arnór Ingi Finnbjörnsson.
Fannar Ingi Steingrímsson og Henning
Darri Þórðarson eru nýliðar í landsliðinu en
meðalaldurinn er líkt og hjá kvennaliðinu 21,6
ár. Rúnar Arnórsson er elstur, fæddur 1992 og
Fannar Ingi og Henning Darri eru þeir yngstu
en þeir eru báðir fæddir árið 1998.
Aron Snær Júlíusson (GKG) (1996)
Bjarki Pétursson (GB) (1994)
Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) (1998)
Gísli Sveinbergsson (GK) (1997)
Henning Darri Þórðarson (GK) (1998)
Rúnar Arnórsson (GK) (1992)
12 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Fjórir nýliðar í landsliðum Íslands