Golf á Íslandi - 01.06.2017, Page 16

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Page 16
„Aðstæður voru erfiðar á þessum degi, mikill vindur og smá úrkoma, en völlurinn og flatirnar eru með því besta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Flatirnar voru leifturhraðar og alveg eins og teppi. LET Evrópumótaröðin er með höfuðstöðvar sínar á þessum velli og þarna er allt í hæsta gæðaflokki,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir um þá reynslu sem hún fékk á úrtökumótinu fyrir Opna bandaríska meistaramótið á Buckinghamshire-vellinum á Englandi. „Styrkleikinn var mikill á þessu úrtökumóti, margir leikmenn sem hafa verið lengi á LET Evrópumótaröðinni. Ég fór í gegnum þetta mót í fyrra og réð ekkert við flatirnar á þeim tíma og ég lék illa. Á þessu móti var ég að spila vel, slá vel og mér leið vel. Þetta er nokkuð krefjandi að leika 36 holur á einum degi með hálftíma hléi á milli hringja - en þetta var eins fyrir okkur allar og bara gaman að þessu.“ Valdís Þóra fór í þriggja manna bráðabana um tvö laus sæti á risamótinu á 9. holu vallarins sem er par 3. Hún lýsir því þannig: „Ég hafði slegið með 5-járninu á báðum hringjunum fyrr um daginn, en vindurinn hafði snúið sér og veðrið var mun verra en fyrr um daginn. Ég var að velta fyrir mér að slá með 4-járni en hafði á tilfinningunni að ég myndi slá langt. Ég viðurkenni það alveg að ég var með adrenalínið í botni áður en ég sló. Í slíkum aðstæðum eru miklar líkur á því að ég slái lengra en ég er vön að gera. Ég hafði aldrei verið í þessari stöðu áður á atvinnumóti að leika í bráðabana um sæti á risamóti. Ég sló því með 5-járninu á pinnann sem var í 165 metra fjarlægð. Ég ýtti boltanum aðeins til hægri og var 15 metrum of stutt á neðri pallinum á flötinni. Það var mikið landslag í flötinni og púttið var erfitt. Ég var með ágætis hraða á púttinu en ég reiknaði ekki nógu mikið með brotinu. Parpúttið fór rétt fram hjá og ég komst ekki áfram, vissulega svekkjandi, en ég gerði mitt besta og á enn möguleika á að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir. Þegar Golf á Íslandi fór í prentun var ekki ljóst hvort Valdís Þóra komst inn á Opna bandaríska meistaramótið sem fyrsti varamaður frá Evrópu. Þær upplýsingar má nálgast á golf.is Betri árangur með fjölbreyttum greiðslulausnum „Adrenalínið var í botni“ – „Hef aldrei verið í þessari stöðu áður“ 16 GOLF.IS - Golf á Íslandi Fyrst á biðlista inn á risamót
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.