Golf á Íslandi - 01.06.2017, Blaðsíða 18
Afnám GSÍ á 18 holna kröfunni vakti talsverða athygli í golfheiminum og segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, að
rætt hefði verið lauslega um að fylgja þeirri ákvörðun eftir með því að halda Íslandsmótið í holukeppni á velli með
færri en átján holur.
„Við ákváðum ásamt Eyjamönnum að láta slag standa núna, frekar
en að bíða færis síðar, eftir að nokkrar flatanna í Eyjum virtust hafa
mátt þola óvenju mikla sjávarseltu. Við gerum þetta til að hlífa
umræddum flötum og af virðingu við keppendur, sem eiga skilið að
leika við bestu mögulegu aðstæður. Enn fremur er þetta táknræn
aðgerð til að vekja golfhreyfinguna til umhugsunar um það hversu
mikla áherslu við eigum að leggja á 18 holur. Þar höfum við tekið
forystu á alþjóðavettvangi og finnum fyrir meðbyr vegna þess,“ segir
Haukur.
Eftir að hugmyndin kom fyrst upp leituðu GSÍ og GV aðstoðar við
frekari útfærslu hjá Edwin Roald golfvallahönnuði, sem vakið hefur
máls á og leitt umræðu innanlands og utan um að taka aftur upp
þann sveigjanlega holufjölda sem áður einkenndi golfleikinn, eins
og fram kemur á vef hans, why18holes.com.
Niðurstaðan er að brautum nr. 7, 13, 14, 15 og 17 verður sleppt
og öðrum endurraðað til að tengja þær sem best saman og að sem
flestum leikjum ljúki við skála. Hver leikur verður þannig þrettán
holur og honum fram haldið á fyrstu braut vallarins og áfram ef
leikar eru jafnir að 13 holum loknum, þar til úrslit fást.
Íslandsmótið
í holukeppni
leikið á 13 holum
Golfsamband Íslands hefur ákveðið,
í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja,
að fylgja eftir nýlegu afnámi á 18 holna
kröfunni úr mótsreglugerðum GSÍ með því
að leika 13 holur í stað 18 í KPMG bikarnum
– Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram
fer í Vestmannaeyjum 23.–25. júní nk.
Þetta verður í fyrsta sinn, svo vitað sé,
sem landskeppni rótgróinnar golfþjóðar
fer fram á velli með færri en 18 holur.
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
B Í L D S H Ö F Ð A 2 0
18 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Íslandsmótið í holukeppni leikið á 13 holum