Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 24

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 24
Kylfingar velta því oft fyrir sér hvað þeir eigi að borða á meðan þeir leika golf og þá sérstaklega í keppni. Það er ekki sama hvað maður borðar og það skiptir líka máli á hvaða holu kylfingurinn er á hringnum. Hér eru nokkur góð ráð úr ýmsum áttum frá næringarfræðingum. Áður en hringurinn hefst: Próteinrík máltíð (egg, kjöt, fiskur), góð fita (silungur, avókadó, hnetur), einföld en náttúruleg kolvetni (ávextir, grænmeti, baunir, litlir skammtar af hrísgrjónum eða fjölkorna brauði). Holur 1 – 6. Ef kylfingar kjósa að borða á fyrstu sex holunum ætti markmiðið að vera að halda blóðsykrinum stöðugum og ekki missa orkuna. Ávextir á borð við epli, perur og appelsínur eru góður kostur ásamt handfylli af hnetum. Trefjarnar í ávöxtunum og fitan í hnetunum gerir það að verkum að fæðan fer hægt í gegnum meltingarfærin og ástandið verður stöðugt. Holur 7 – 12. Markmiðið á þessum holum er að halda orkustiginu jöfnu með fæðu sem heldur jafnvægi á orkubúskapnum. Rétt blanda af próteinum, kolvetnum og fitu. Heimatilbúnar og þaulhugsaðar próteinstangir eru góður kostur. Samloka úr grófu korni með hnetusmjöri, túnfiski eða kjúklingi er einnig góður kostur. Próteindrykkur með banana getur líka verið fín lausn. Holur 13 – 18. Markmiðið á þessum holum er að vera með nægjanlega orku í líkamanum til þess að ljúka hringnum eins vel og hægt er. Einbeitingin þarf að vera í lagi þegar spennustigið eykst og höggin verða erfiðari. Á þessum tímapunkti er mælt með því að borða þurrkaða ávexti sem eru kolvetnarík fæða og íþróttadrykkur (með litlum sykri) er einnig góður kostur. Sumir næringarfræðingar mæla jafnvel með einum svörtum kaffi- eða tebolla til þess að skerpa aðeins á huganum. Það er óraunhæft að ætla að margir kylfingar geti borðað eins mikið og lýst er hér fyrir ofan. Aðalatriðið er að halda góðu jafnvægi í inntöku próteina, kolvetna og fitu. Harðfiskbiti á fyrri hluta hringsins er góð lausn, próteinstykki, ávöxtur eða hnetur ætti að duga á miðhlutanum og eitthvert smámál sem gefur orku á lokakaflanum er besti kosturinn. Þess ber að geta að nauðsynlegt er að halda vökvabúskap líkamans í góðu horfi með því að drekka nóg af vatni á meðan leikið er. Heimild: GolfDigest. Hvað áttu að borða fyrir golf­ hring og á meðan þú ert að leika? Nokkur góð ráð: 24 GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað áttu að borða fyrir golfhring og á meðan þú ert að leika?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.