Golf á Íslandi - 01.06.2017, Blaðsíða 26
Spennandi nýjungar í golfkennaranámi PGA á Íslandi sem hefst í haust
Golfkennaraskóli PGA á Íslandi hefur
útskrifað fjóra árganga með PGA-
réttindi. Haustið 2017 gefst nýjum
nemendum tækifæri til þess að
takast á við þetta skemmtilega og
fjölbreytta nám.
Kennt verður eftir nýju
evrópsku kerfi sem kallast EELS
Sú nýjung verður á að nú verður fyrsta
önnin opin fyrir alla sem eru 18 ára og
eldri og geta lesið og skrifað á ensku.
Þetta er ætlað þeim sem starfa í golf
klúbbum landsins og geta aðstoðað PGA-
kennara við æfingar og leiðbeint börnum
og unglingum. Þeir sem vilja halda áfram
þurfa að uppfylla forgjafarviðmið skólans
og standast PAT*
Námið skiptist upp í sex annir. Hver önn
er með ákveðið þema og hver önn endar
með viðburði. Viðburðir á önnunum
eru sem dæmi: leiðbeinendanámskeið
á fyrstu önninni (fyrir unga golfleið
beinendur 14–16 ára, sem vinna á
sumarnámskeiðum klúbbanna) golfmót,
golfviðburður fyrir hinn almenna kylfing,
golfskóli erlendis og styrktargolfmót fyrir
afrekskylfing svo fátt eitt sé nefnt.
Golfkennaraskólinn hefst á ný í haust
og lýkur að vori 2020. Kennt verður eftir
nýju kerfi sem kallast EELS (European
Education Level System) og hefur verið
þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu.
Námið byggist á þremur þáttum: Kennsla
og þjálfun, leikurinn sjálfur og einnig
viðskiptahluti golfsins, sem er ávallt
að stækka,“ segir Karl Ómar Karlsson,
formaður PGA á Íslandi. Á ensku eru
þessir þrír þættir nefndir Teaching and
Coaching – the Game – the Industry.
„Golfkennaranámið á fyrstu önninni
er fyrir þá sem hafa áhuga á að afla sér
þekkingar á golfkennslu á grunnstigi,
fyrir þá sem vinna í klúbbum, hjálpa við
að kenna ungu krökkunum í klúbbnum.
Þetta er upplagt fyrir afrekskylfinga og
þá sem sjá um æfingar á veturna en vilja
ekki fara í allt námið. Námið hefst í
september 2017 og því lýkur í desember
sama ár. Um er að ræða fjórar lotur eða
langar helgar (föstudagur, laugardagur
og sunnudagur). Námskeiðið er fyrsti
hluti af lengra PGA golfkennaranámi. “
segir Karl Ómar.
„Við viljum fleiri PGA golfkennara“
Heildarnámið
Til þess að verða viðurkenndur PGA golfkennari þarf að fara í nám sem
nær yfir þrjú ár. Þar sem kennt er í lotum. Kenndar eru fjórar langar
helgar á önn. Viðmið fyrir forgjöf er 7,4 fyrir karla og 10,4 fyrir konur.
Skila þarf inn skorkortum PAT* (Playing Ability Test) með golfhringjum
spiluðum á viðurkenndum mótum þar sem árangurinn þarf að
vera hámark +15 (karlar af hvítum teigum) og +20 (konur af bláum
teigum). Námið er eins og áður segir til þriggja ára og fylgir ströngustu
kröfum PGA Europe, sbr. EELS sem er nýtt kerfi í golfkennaranámi sem
hefur verið þróað síðustu fimm ár,“ segir Karl Ómar
Nánari upplýsingar um námið er að finna á www.pga.is
Davíð Gunnlaugsson PGA kennari
gefur nemanda sínum góð ráð.
Karl Ómar Karlsson
er PGA kennari
og starfar hjá
Golfklúbbnum Keili.
Mynd: seth@golf.is
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík
26 GOLF.IS