Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 66

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 66
Hvernig týni ég ekki boltanum? Horfðu vel á eftir boltanum ef hann fer inn í hátt gras eða torfæru. Finndu eitthvert kennileiti sem gæti leitt þig í rétta átt að boltanum. Golfboltar eru litlir og getur verið erfitt að finna þá eftir slæmt högg. Hvernig á ég að umgangast golfvöllinn? Kylfur skilja oft eftir sig kylfuför og það er nauðsynlegt að setja torfuna aftur á sama stað. Það fer reyndar eftir því hvar í heiminum maður er staddur en á Íslandi er nauðsynlegt að setja torfið á sinn stað. Á flötunum er mikilvægt að laga boltaför með flatargafli. Teigar eru viðkvæmir og þá sérstaklega á par 3 holum. Það er ágæt regla að taka æfingasveiflur fyrir utan teiginn á par 3 holum. Hvað geri ég í glompunni? Ef kylfan snertir sandinn áður en þú slærð telst það sem eitt högg. Ekki taka æfingasveiflu í glompunni og ekki leggja kylfuna í sandinn áður en þú slærð. Eftir höggið er gríðarlega mikilvægt að raka förin eftir fætur og kylfu í glompunni og ganga þannig frá að þú gætir viljað slá á þessum stað á ný. Hvar á ég að standa þegar aðrir pútta? Þar sem þú truflar ekki. Það er að ýmsu að hyggja. Ekki standa beint fyrir aftan kylfinginn eða í púttlínunni fyrir aftan holuna. Það er bannað. Það þarf að gæta þess að stíga ekki í púttlínuna hjá öðrum. Ef sólin skín þá gæti skugginn af þér verið í púttlínunni og þá þarftu að færa þig. Það er í góðu lagi að undirbúa sitt pútt á meðan aðrir gera. Gættu þess að standa kyrr þegar aðrir pútta en það flýtir leik að vera tilbúinn þegar röðin kemur að þér. Hvenær á ég að merkja boltann á flötinni? Ef boltinn þinn er í púttlínu hjá öðrum á flötinni þarf að merkja boltann og taka hann upp. Ef merkið er enn fyrir þarf að færa það til hliðar og nota púttershausinn til þess að ákveða hversu langt merkið er fært. Það má færa það eins oft til hliðar og þörf er á. En gættu þess að færa það til baka á nákvæmlega sama stað áður en þú púttar. Hvað á ég að gera við flaggið? Ef boltinn er á flötinni og þú púttar í flaggstöngina þá er það eitt vítishögg. Það er hins vegar í lagi að slá í stöngina ef boltinn er fyrir utan flötina. Ef kylfingar eiga langt pútt eftir er venjan að standa við flaggið og taka það síðan úr þegar boltinn fer af stað. Það er best að taka sér stöðu við hliðina á holunni og gæta þess að skugginn sé ekki í púttlínunni. Þegar þú leggur flaggið niður gættu þess að það sé nógu langt frá og og engin hætta sé á því að aðrir pútti í flaggið. Ekki leggja það niður beint fyrir aftan holuna. Einstaklega fallegur golfvöllur í 30 mínútna fjarlægð frá miðborginni. Einn af 100 bestu golfvöllum Norðurlanda samkvæmt Golf Digest. Tilvalið að bjóða viðskiptavinum eða starfsmannahópum í golf. BÓKAÐU HÓPINN Við erum með 8 manna bíl fyrir smærri hópa. Hópurinn getur þá notið þess að skemmta sér saman í Brautarholti. Sendu póst á gbr@gbr.is og við sendum þér tilboð fyrir hópinn. www.gbr.is | gbr@gbr.is | sími: 566 6045 Golfklúbbur Brautarholts Golfklúbbur Brautarholts Golfklubburinn Brautarholti GOLFSKUTLA BRAUTARHOLT GOLFVÖLLUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.