Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 70

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 70
„Ég fór fyrst á golfnámskeið heima á Hornafirði þegar ég var 9 eða 10 ára en ég byrjaði að stunda golfið af krafti um fermingaraldurinn. Það sem mér finnst skemmtilegast við golfið er að sjá framfarir á hverju sumri, og ná settum markmiðum. Það er einnig alltaf gaman að spila í góðu veðri í góðum félagsskap,“ segir hinn 25 ára gamli Óli Kristinn Benediktsson úr Golfklúbbi Hornafjarðar. Óli er búsettur á Höfn í Hornafirði en hann er að ljúka námi í félags- og fjölmiðlafræði við HÍ. Óli væri til í að spila með Tiger Woods og Ian Poulter í ráshópi. Hann er einn fárra kylfinga frá Austurlandi sem taka reglulega þátt á mótaröðum GSÍ en hann reynir eftir bestu getu að taka þátt. „Ég hef ekki verið nægilega duglegur við að mæta á Eimskipsmótaröðina en planið er að mæta á nokkur mót í sumar og sjá hvernig það gengur. Það er alltaf skemmtilegt að spila við þá bestu á frábærum völlum víðsvegar um landið. Markmiðið er að bæta sig enn frekar. Ég hef áhuga á að skella mér í PGA- kennaranám og verða golfkennari/þjálfari. Í sumar verð ég að vinna á Silfurnesvelli á Hornafirði.“ Styrkleiki Óla Kristins í golfinu er stutta spilið og högg af 80- 100 metra færi. Hann ætlar að laga upphafshöggin sem hafa ekki verið hans sterka hlið. „Drævin hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá mér og pútterinn á það til að stríða mér á ögurstundu. Þetta þarf ég að laga í mínum leik.“ Óli Kristinn rifjar upp skemmtilega sögu þegar hann var nýbyrjaður í golfi. „Ég sló boltann ofan í holuna af um 180 metra færi og reddaði parinu á þeirri holu þegar ég hélt að allt væri farið í vaskinn. Það var góð tilfinning og eftirminnilegt högg. Það vandræðalegasta sem hefur gerst á golfvellinum var þegar ég þorði ekki að öskra „FORE“ þar sem ég var í mútum og röddin var í algjöru rugli. Ég sló boltann nálægt konu úti á miðjum velli og ég þorði ekki að kalla „FORE“. Sem betur fer fór þetta vel en þetta var óþægileg tilfinning.“ Uppáhaldsgolfvöllur Óla Kristins er Southern Dunes í Orlando. „Sá völlur er ekkert endilega sá lengsti en það er nóg af glompum og öðrum hættum sem gerir hann mjög krefjandi. Völlurinn er fljótur að refsa manni fyrir lítil mistök. Uppáhaldsholurnar hjá mér eru 2. holan á Silfurnesvelli á Hornafirði og Bergvíkin á Hólmsvelli Leiru. Báðar fallegar golfholur. Einnig finnst mér alltaf skemmtilegt að spila 7. brautina á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Hraðaspurningar Skemmtilegt að keppa á Eimskipsmótaröðinni Hornfirðingurinn Óli Kristinn Benediktsson íhugar að skella sér í PGA-nám í haust Staðreyndir: Nafn: Óli Kristján Benediktsson. Aldur: 25. Forgjöf: 4,8. Uppáhaldsmatur: Humar og pítsa. Uppáhaldskylfa: 56 gráður. Besta skor í golfi: 72 högg á Silfurnesvelli. Besta vefsíðan: YouTube. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Sjank, það fer alveg með hausinn á manni. Dræver: TaylorMade SLDR. Brautartré: TaylorMade M1. Blendingur: TaylorMade M1. Járn: TaylorMade Rocket Blades. Fleygjárn: Titleist Vokey. Pútter: Odyssey. Hanski: TaylorMade. Skór: Adidas. Golfpoki: Adidas. Kerra: Sun Mountain, sem er alveg á síðustu metrunum. Saman finnum við lausnir svo þú skarir fram úr Í rekstri skiptir miklu máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu á aðstæðum hverju sinni. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is 70 GOLF.IS - Golf á Íslandi Hraðaspurningar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.