Golf á Íslandi - 01.06.2017, Síða 90

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Síða 90
DÓMARASPJALL Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com Reglur í golfi eru á margan hátt sérstakar, í samanburði við aðrar íþróttir. Ein sérstaðan felst í því að skv. golfreglunum er ekki nauðsynlegt að golfvöllur sé afmarkaður á neinn hátt. Til að útbúa golfvöll þarf í raun ekkert annað en teigmerki og holur. Allt annað er valfrjálst. Nú til dags gera kylfingar ákveðnar kröfur um gæði flata, teiga og brauta. Því má yfirleitt ganga að því vísu að við þekkjum þessi svæði vallarins, þótt mörk t.d. brauta og karga kunni að vera óljós á vorin. Af hverju eru mörk golfvalla þá skilgreind? Í reglu 33-2 segir að það sé ein skylda umráðamanna golfvallar eða mótsstjórna í golfmótum að skilgreina völlinn nákvæmlega og hvað sé út af. Einfaldasta leiðin til að uppfylla þetta skilyrði er að segja einfaldlega að engin mörk séu á vellinum. Ef vallarmörk eru á annað borð skilgreind ætti að vera fyrir því einhver ástæða. Ástæðurnar geta verið nokkrar: 1. Umráðasvæði golfklúbbsins er takmarkað og klúbburinn vill ekki að kylfingar séu að leik á landi annarra. Þetta er líklega algengasta ástæða vallarmarka í heiminum. 2. Völlurinn liggur að sjó eða stöðuvatni og klúbburinn telur betra að skilgreina vallarmörk við sjóinn eða vatnið frekar en að um hliðarvatnstorfæru sé að ræða. Á Íslandi er algengast að vallarmörk séu skilgreind undir þessum kringumstæðum en víða í heiminum eru hliðarvatnstorfærur skilgreindar við brautir sem liggja að sjó, sbr. t.d. Pebble Beach í Kaliforníu og Brautarholt á Kjalarnesi. 3. Vallarmörkum er ætlað að gera leik á tilteknum holum erfiðari en ella. Þetta kann að skipta máli varðandi vallarmat og forgjafarreglur. 4. Með vallarmörkum er reynt að flýta leik þannig að kylfingar eyði ekki miklum tíma í leit að boltum langt utan brauta. Sem dæmi um þetta má nefna 1. og 2. holu í Leirunni. 5. Með vallarmörkum er reynt að fæla kylfinga frá því að leika inn á svæði þar sem hætta getur skapast af golfboltum. Oft eru vallarmörk af þessu tagi sett umhverfis golfskála eða æfingasvæði, sbr. vallarmörk vinstra megin við 9. holu á Hvaleyrinni. Með vallarmörkum er komið í veg fyrir að kylfingar „stytti sér leið“ eða forðist hættur sem þeim er ætlað að mæta. Þetta er líklega algengasta ástæðan fyrir „innri vallarmörkum“, þ.e. vallarmörkum sem eru skilgreind innan golfvallarins þegar tilgreindar holur eru leiknar, sbr. t.d. 16. braut í Leirdalnum. Ef vallarmörk eru á annað borð skilgreind er afskaplega mikilvægt að þau séu ótvíræð, þannig að aldrei leiki vafi á því hvort bolti er innan vallar eða utan. Ef sérstaklega þarf að auðkenna vallarmörkin ætlast golfreglurnar til að það sé gert með hvítum stikum eða hvítum línum. Þó má nota hvað sem er til að skilgreina vallarmörkin og fyrir golfklúbba er hagkvæmast að nýta aðra hluti sem fyrir eru, ef þess er kostur, svo sem brúnir malbikaðra stíga eða girðingar. Ef slíku er ekki til að dreifa er sjálfsagt að velta fyrir sér hvort einfaldlega megi sleppa vallarmörkunum að einhverju leyti og spara þar með vinnu við viðhald þeirra. Vallarmörk V E L K O M I N HJARTANLEGA Af öllu hjarta facebook.com/kringlan.iskringlan.is GJAFAKORT KRINGLUNNAR er frábær gjöf sem hentar við öll tækifæri 90 GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.