Golf á Íslandi - 01.06.2017, Síða 128
Flestir kylfingar kjósa að fá smá tilbreytingu í leikformin sem notuð eru flesta daga
í golfinu. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum leikformum
sem brjóta upp hversdagsleikann á golfvellinum.
Norskur skollaleikur
Skemmtileg og jafnframt óvenjuleg útfærsla á golfleiknum, sem
nýtur vinsælda í Noregi.
Leikreglur:
Áður en keppendur halda af stað út á völl þarf að ákveða hversu
oft keppendur geti kastað boltanum á hringnum. Já, það má kasta
golfboltanum í þessum leik. Keppendur geta þá valið að nýta
„kastið“ í þeim aðstæðum sem þeir telja að það henti þeim. T.d.
ofan í glompu. Eitt kast telst sem eitt högg og hægt er að leika
norska skollaleikinn í einstaklings- eða liðakeppni.
Snærisleikur
Leikinn er höggleikur án forgjafar en keppendur fá snærisspotta með
í för í réttu hlutfalli við forgjöfina. Sá sem er með 12 í forgjöf fær 12
metra snærisspotta sem hann getur nýtt til þess að færa boltann á
hentugri stað, t.d. úr torfæru, eða að koma boltanum ofan í holuna
á flötinni. Þegar slíkt er gert þarf að klippa af spottanum og þannig
„saxast“ á forgjöfina eftir því sem líður á keppnina. Sá sem er á
lægsta skorinu sigrar, óháð því hvort forgjöfin í formi snærisspottans
hafi verið nýtt.
Stubbur
Skemmtilegt leikafbrigði þar sem taktík kemur við sögu. Hægt
er að keppa í bæði höggleik eða punktakeppni. Þegar einhver
í ráshópnum vinnur holu þá velja mótherjar hans eina kylfu
úr pokanum hans. Þá kylfu má hann eða hún ekki nota aftur á
hringnum. Það er ágæt regla að friða pútterinn en aðrar kylfur má
taka úr umferð. Sá sem vinnur margar holur gæti því verið með afar
fáa valkosti þegar á líður keppnina.
Bingó, bangó, bongó
Fyrir 2–4 leikmenn.
Fyrstur inn á flöt, næstur holu og fyrstur ofan í. Bingó, bangó, bongó
er leikur þar sem keppt er um þrjú stig á hverri holu.
Sá sem er fyrstur til að komast inn á flöt fær eitt stig = Bingó.
Sá sem er næstur holu eftir innáhöggið fær eitt stig = Bangó.
Sá sem er fyrstur til að koma boltanum ofan í holuna fær eitt stig =
Bongó.
Í lok hringsins eru stigin lögð saman og sá sem fær flest stig sigrar.
Í þessum leik skiptir engu máli hversu vel þú leikur og allir eiga
möguleika á sigri.
Skemmtileg leikform
fyrir þá sem vilja tilbreytingu
Kryddaðu golfið
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
Við flytjum í lok júlí
Örninn golfverslun flytur
úr Húsgagnahöllinni
í nýtt og glæsilegt húsnæði
að Bíldshöfða 9
Fjórmenningur með „kryddi“
Þetta hentar vel fyrir þá sem velja að leika fjórmenning
(foursome) með smá „kryddi“ þar sem skipt er ört um liðsfélaga.
Í fjórmenning leika tveir leikmenn saman í liði og liðið leikur
aðeins einum bolta. Leikmenn skiptast á að slá upphafshöggin og
slá síðan til skiptis út holuna.
Leikreglur:
Fyrst eru leiknar sex holur og þá skipta leikmenn um lið. Eftir 12
holur er liðunum skipt upp enn á ný þannig að allir fjórir í liðinu
hafi leikið saman. Sigurliðið eftir hverjar 6 holur fær 2 stig og 1
stig er í boði ef það er jafntefli. Sá leikmaður sem fær flest stig
samanlagt er sigurvegari.
128 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Kryddaðu golfið