Golf á Íslandi - 01.06.2017, Síða 128

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Síða 128
 Flestir kylfingar kjósa að fá smá tilbreytingu í leikformin sem notuð eru flesta daga í golfinu. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum leikformum sem brjóta upp hversdagsleikann á golfvellinum. Norskur skollaleikur Skemmtileg og jafnframt óvenjuleg útfærsla á golfleiknum, sem nýtur vinsælda í Noregi. Leikreglur: Áður en keppendur halda af stað út á völl þarf að ákveða hversu oft keppendur geti kastað boltanum á hringnum. Já, það má kasta golfboltanum í þessum leik. Keppendur geta þá valið að nýta „kastið“ í þeim aðstæðum sem þeir telja að það henti þeim. T.d. ofan í glompu. Eitt kast telst sem eitt högg og hægt er að leika norska skollaleikinn í einstaklings- eða liðakeppni. Snærisleikur Leikinn er höggleikur án forgjafar en keppendur fá snærisspotta með í för í réttu hlutfalli við forgjöfina. Sá sem er með 12 í forgjöf fær 12 metra snærisspotta sem hann getur nýtt til þess að færa boltann á hentugri stað, t.d. úr torfæru, eða að koma boltanum ofan í holuna á flötinni. Þegar slíkt er gert þarf að klippa af spottanum og þannig „saxast“ á forgjöfina eftir því sem líður á keppnina. Sá sem er á lægsta skorinu sigrar, óháð því hvort forgjöfin í formi snærisspottans hafi verið nýtt. Stubbur Skemmtilegt leikafbrigði þar sem taktík kemur við sögu. Hægt er að keppa í bæði höggleik eða punktakeppni. Þegar einhver í ráshópnum vinnur holu þá velja mótherjar hans eina kylfu úr pokanum hans. Þá kylfu má hann eða hún ekki nota aftur á hringnum. Það er ágæt regla að friða pútterinn en aðrar kylfur má taka úr umferð. Sá sem vinnur margar holur gæti því verið með afar fáa valkosti þegar á líður keppnina. Bingó, bangó, bongó Fyrir 2–4 leikmenn. Fyrstur inn á flöt, næstur holu og fyrstur ofan í. Bingó, bangó, bongó er leikur þar sem keppt er um þrjú stig á hverri holu. Sá sem er fyrstur til að komast inn á flöt fær eitt stig = Bingó. Sá sem er næstur holu eftir innáhöggið fær eitt stig = Bangó. Sá sem er fyrstur til að koma boltanum ofan í holuna fær eitt stig = Bongó. Í lok hringsins eru stigin lögð saman og sá sem fær flest stig sigrar. Í þessum leik skiptir engu máli hversu vel þú leikur og allir eiga möguleika á sigri. Skemmtileg leikform fyrir þá sem vilja tilbreytingu Kryddaðu golfið www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525 Við flytjum í lok júlí Örninn golfverslun flytur úr Húsgagnahöllinni í nýtt og glæsilegt húsnæði að Bíldshöfða 9 Fjórmenningur með „kryddi“ Þetta hentar vel fyrir þá sem velja að leika fjórmenning (foursome) með smá „kryddi“ þar sem skipt er ört um liðsfélaga. Í fjórmenning leika tveir leikmenn saman í liði og liðið leikur aðeins einum bolta. Leikmenn skiptast á að slá upphafshöggin og slá síðan til skiptis út holuna. Leikreglur: Fyrst eru leiknar sex holur og þá skipta leikmenn um lið. Eftir 12 holur er liðunum skipt upp enn á ný þannig að allir fjórir í liðinu hafi leikið saman. Sigurliðið eftir hverjar 6 holur fær 2 stig og 1 stig er í boði ef það er jafntefli. Sá leikmaður sem fær flest stig samanlagt er sigurvegari. 128 GOLF.IS - Golf á Íslandi Kryddaðu golfið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.