Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 138

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 138
„Margir af vinum mínum og fjölskyldumeðlimum eru í golfi og mér finnst gaman að spila með þeim. Svo er þetta bara svo hrikalega skemmtilegt sport sem gerir helling fyrir mig. Félagsskapurinn úti á vellinum með góðu fólki gerir þessa íþrótt gríðarlega skemmtilega,“ segir Helgi Reynir Guðmundsson úr Stykkishólmi en hann kynntist golfinu í gamla heimabænum þegar hann var krakki. Helgi Reynir er félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og einnig í Golfklúbbnum Jökli frá Ólafsvík en hann hefur samt sem áður ekki náð að komast í sterkt lið GJÓ á Íslandsmóti golfklúbba. „Ætli ég hafi ekki byrjað 10 ára gamall að spila golf þegar ég var að alast upp í Stykkishólmi. Við vorum nokkrir æsku vinirnir sem fengum bakteríuna og höfum meira og minna verið að spila reglulega golf síðan. Við höldum hópinn enn í dag og förum t.d. árlega eina helgi á sumrin og spilum á „Golfmóti Snillinganna“ sem er alltaf jafn gaman.“ Helgi segir að hefðbundið golfsumar sé með ýmsum hætti hjá honum. Spilamennskan hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. „Það er nú allur gangur á því hvernig þetta hefur verið. Ég spila kannski ekki eins mikið og áður fyrr þótt það hafi aðeins aukist undanfarin ár. Fer nú reglulega á mót en þá oftast með félögum mínum úr GJÓ sem ég hef spilað töluvert með sl. ár. Er samt ekki orðin nógu góður til að komast í þessa stormsveit sem þeir hafa á að skipa núna, en maður veit samt aldrei.“ Þú kepptir á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri í fyrra. Hvað varð til þess að þú tókst þátt og hvernig var að vera meðal þeirra bestu? „Ég hafði nokkrum sinnum hugleitt að skrá mig á Íslandsmótið en aldrei látið verða af því. Það var svo 2015 þegar mótið var á Akranesi að ég lét vaða eftir að konan mín hvatti mig til þess. Hún bauðst svo til að draga kerruna í þokkabót og þá var ekki um annað ræða en að skrá sig. Fór svo aftur í fyrra á Akureyri sem var ótrúlega gaman. Að spila á Íslandsmóti með þá umgjörð sem er í kringum það mót er virkilega skemmtileg upplifun. Vera í kringum þá bestu og spila á sama móti gerir helling fyrir mig. Það er alls ekki ólíklegt að ég muni skrá mig einhvern tímann aftur.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að takast á við sjálfan sig í golfi getur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Þótt árangurinn sé misjafn eru þetta endalausar áskoranir þar sem maður lærir helling. Svo er það auðvitað félagsskapurinn sem fylgir þessu, alltaf gaman að taka hring með skemmtilegu fólki.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Ég varð vitni að ótrúlegu atviki í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum. Við vorum að ganga af flötinni á að mig minnir 15. holu og félagar okkar voru á teignum á sömu holu. Þegar við vorum að ganga af flötinni sló Pétur Pétursson frá Malarrifi, sem var í ráshópnum á eftir okkur, upphafshögg. Það vildi ekki betur en svo að kúlan lenti ofan í vasanum hjá æskuvini mínum Sigtryggi Birki Jónatanssyni sem var með mér í ráshóp. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar Sigtryggur öskraði af sársauka, greip um lærið á sér og vissi ekkert hvað gerðist, ekkert frekar en við hinir. Eftir smá tíma þegar hann náði áttum fór hann í buxnavasann og fann tvo bolta, sinn eiginn og boltann sem Pétur sló af teignum.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Gleymi seint þegar ég var ca. 14 ára gamall á mínu fyrsta Íslandsmóti unglinga sem var haldið í Grafarholti. Ég og æskuvinur minn Lýður Vignisson fórum saman á mótið úr Stykkishólmi og ég mætti í jogging-galla á fyrsta teig - algjör sveitamaður! Menn voru ekkert að fara neitt sérstaklega yfir þessa hluti með manni fyrir brottför. Svipurinn sem ég fékk frá fólki er eftirminnilegur, en ég fékk séns fyrsta daginn með því skilyrði að koma í viðeigandi klæðnaði daginn eftir. Ég spilaði því fyrsta daginn á mínu fyrsta Íslandsmóti í jogging-galla og fannst ég bara helvíti flottur. En þessu var svo reddað og ég mætti í flottustu golfbuxum sem hafa sést í Grafarholtinu daginn eftir.“ Draumaráshópurinn? Michael Jordan, Charles Barkley og Steven Gerrard. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Eins og staðan er í dag myndi ég segja Hlíðavöllur í Mosó. Eftir þessar viðbætur sem þeir hafa gert finnst mér völlurinn orðinn virkilega skemmtilegur. Flottar nýjar holur sem setja skemmtilegan svip á heildar upplifunina að spila völlinn. Er meira að segja búinn að skrá mig í klúbbinn hjá þeim og mun taka völlinn enn betur út í sumar.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? Hola nr. 17 í Eyjum, umhverfið og fílingurinn að standa á teignum með sjóinn fyrir framan sig og allt þetta fallega umhverfi er magnað. Hola nr. 1 í Brautarholti er virkilega flott, að standa á teignum og horfa yfir brautina er skemmtileg upplifun. Innáhöggið upp á klettana er svo alltaf ákveðin stemming. Hola nr. 6 í Stykkishólmi er svo alltaf skemmtileg. Maður stendur uppi á flöt og horfir yfir Breiðafjörðinn í allri sinni dýrð, gerist ekki mikið betra. Teigur-sjór-flöt, þetta samspil gerir eitthvað fyrir mig.“ „Fannst ég vera flottur í jogging-gallanum“ – Helgi Reynir Guðmundsson byrjaði í golfi 10 ára gamall í Hólminum 138 GOLF.IS - Golf á Íslandi „Fannst ég vera flottur í jogging-gallanum“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.