Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Blaðsíða 6
Lilja Krisíjánsdóttir:
Hraðferð um helaar
ÞAÐ VAR ekkert undarlegt, þó að ég vær full eftir-
væntingar að morgni hins 2. júní s.l. Vökudraumur
sá, sem mig hafði oft dreymt, síðan ég var bam og
lærði frásagnir Nýja Testamentisins, átti nú að ræt-
ast. Oft hafði ég óskað þess, að ég hefði verið í
barnahópnum, sem Jesús lagði hendur sínar yfir og
blessaði á jarðvistardögum sínum, og enn oftar þráð
að sjá það land, sem hann lifði og starfað í, og ganga
þær slóðir, sem hann fetaði hér á jörð.
Loksins, eftir margra ára vökudraum, stóð ég úti
á flugvelli, og ferðinni var heitið til sex landa í
suðri og austri, með viðkomu á Bretlandseyjum.
A tímum hraðans er fjarlægð milli staða svo að
segja horfin úr sögunni. I huga mínum hafði
Grikkland ætíð verið óralangt í burtu, og þó gistum
við þar næstu nótt eftir margra klukkustunda dvöl.
Við vorum 29 talsins, auk fararstjórnas, Guðna
Þórðarsonar, sem lögðum af stað í ferðalagið. Ferðin
var öll unaðsleg. Þó dró ský fyrir sól í Aþenu, en
það var hka eini skugginn allan tímann. Uppi á
Akropolis varð ein konan í hópnum fyrir óhappi,
svo að við neyddumst til að skilja hana eftir á sjúkra-
húsi í Aþenu. Hún var án efa ein þeirra, sem mest
hafði hlakkað til að sjá Biblíulöndin. Þó tók hún
öllu með ró, bæði vonbrigðum og líkamlegum sárs-
auka, eins og allir þeir eiga að gera, sem leggja líf
sitt í Guðs hönd.
Margt markvert var skoðað í Aþenu. Á mig hafði
þó mest áhrif að feta upp einstigið á Aresarhæð og
standa þar, sem Páll stóð eitt sinn og hélt hina
6 Kr i s t i legt skólablað
frægu ræðu sína. Þegar sr. Frank Halldórsson hafði
lesið frásögn þessa atburðar úr 17. kap. Postulasög-
unnar og við sungið: „Víst ertu Jesús kóngur klár,“
þá sté hljóð bæn upp frá hjarta mínu, að ég mætti
ávallt lifa, hrærast og vera í honum (Post. 17.28.).
Sólin skein, er við kvöddum Grikkland og héld-
um til Líbanon. Miðjarðarhafið lá eins og spegill
langt, langt niðri. Þegar við síðar ókum með fram
sjónum, frá Beirut til Byblos, nutum við veourblíð-
unnar í ríkum mæli. Skærast fannst mér þó sólin
skína í barnaheimilinu ,,Fuglereden,“ sem við heim-
sóttum Þar reka danskar konur kristniboð á þann
hátt, að þær taka að sér munaðar- og heimilislaus
börn, ala þau upp i kristinni trú og ganga þeim í
mæðrastað. Er við komum þarna, voru börnin 186
talsins, sem nutu umhyggju þeirra. Það var hrífandi
að sjá alla umgengni á staðnum, en fegurst var að
sjá sólskinið í svip barnanna, sem annars hefðu enga
von né framtíð átt. Þegar hópur þeirra, ásamt for-
stöðukonunni, gengu út í kirkjuna og sungu þar
söngva um góða hirðinn, þótti mér ég heyra engla-
söng, sunginn Guði til dýrðar.
Daginn eftir lá leið okkar yfir fjöllin, áleiðis til
Sýrlands, fram hjá tjöldum Bedúína. Þar fengum
við að sjá, hvernig hjörðin fylgir hirðinum eftir og
hlýðir kalli hans. Aftur á móti erum við, íslendingar,
vanir að reka fjárhópinn á undan okkur. Þarna skildi
ég svo vel orðin í Jóh. 10.: „Þegar hann hefir látið
út alla sauði sína, gengur hann á undan þeim, og
sauðimir fylgja honum, af því að þeir þekkja raust