Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 7

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 7
slóðir hans.“ Og svo síðar: „Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér.“ Er ég horíði á þessar hjarðir, sem fylgdu svo trúfastlega hirði sínum, langaði mig mest af öllu til að syngja barnasönginn: „Fús ég Jesús fylgi þér.“ í Sýrlandi heimsóttum við borgina Damaskus. Komum við þar í hús Ananíasar, lærisveinsins, sem hlýddi boði Guðs, fór og lagöi hendur sínar yfir versta óvin hinna kristnu og varð þannig samverka- maður Guðs við að breyta ofsóknarmanninum Sál í kristniboðann og baráttuhetjuna Pál. Við komum Útsýni yfir Jerúsaiom. Stóra moskan til hægri á myndinni. líka inn í Pálskirkjuna, sem talin er reist þar, sem lærisveinamir létu Pál síga niður af borgarveggn- um, svo að hann kæmist út úr borgiruii, áður en Gyðingum tækist að svipta hann lífi. Eftir yndislega dvöl í Líbanon lá léiðin til Egyptalands og þaðan aftur til Jórdaníu. En hér verð ég að fara íljótt yfir sögu. Skyggni var gott, er við flugum frá Egyptalandi yfir Rauðahafið og eyðimörkina. Er við svifum á ör- skammri stund, hátt í lofti, yfir þessum slóðum, varð mér hugsað til flótta Israekmanna frá Egyptalandi. Það ferðalag hlaut í manna augum að virðast óframkvæmanlegt, og oft var líka möglað, þá, eins og enn í dag. En Guð greiddi úr hverri þraut á sínum tíma og á sinn hátt. Þegar ég nokkrum dög- um seinna, á leið minni til hinnar fögm og sérkenni- legu sandsteinsborgar Petm, fékk mitt í allri auðn- inni að bergja á kristalstæru og svalandi uppsprettu- vatni, fannst mér bragð þess breytast í munni mín- um, er mér var tjáð, að þarna hefði Móses slegið vatnið af klettinum. Þess vegna væri þcssi eina upp- sprettulind þarna í óravidd eyðimerkurinnar. Það var undarleg tilfinning, sem fyllti hjarta mitt, er ég sté fæti á land á flugvellinum í Jerúsalem. Ég kleip sjálfa mig í handlegginn til að vita, hvort ég væri í raun og veru vakandi. Mér fannst þetta allt of dásamlegt til að geta verið satt. Fengi ég nú að sjá staðina, sem ég þekkti svo vel nöfnin á, síðan ég var barn og lærði að tala og biðja? Þó að borginni Jerúsalem sé skipt í tvennt milli óvinveittra og ólíkra þjóða, þá var ég nú komin til þess hluta, sem hafði innan landamæra sinna flesta hina þekktu Biblíulegu staði. Og þó að Arabar séu Múhameðstrúar, em margir þessara staða í eign kristinna manna. Jerúsalem liggur hátt yfir sjó. Hinn gamli hluti hennar, með þröngum götum og fornfálegum húsum, er innan hárra, þykkra múra, sem á eru nokkur hlið, svo sem Damaskushliðið, Heródesarhliðið, Gullna- hliðið o.fl., en utan múranna er allt nýtízkulegra í sniðum. Fyrsta kvöldið hófum við göngu okkar gegnum Damaskushliðið og inn í gömlu borgina. Tilfinning- um mínum, er ég í fyrsta sinn gekk Via Dolorosa, ætla ég ekki að lýsa. En ég er fegin því, að það gerðist að kvöldlagi, í kyrrð og ró, en ekki örtröð og óróleika dagsins, er götusalarnir kölluðu hver í kapp við annan og toguðu eða hnipptu í okkur til að vekja athygli á söluvamingi sínum. Kristilegt skólablað 7

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.