Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Page 12
Mei-li -
barn
gótunnar
Örlög í
Austurlöndum
ÞAÐ er engin martröð — þaÖ er
raunveruleiki. Yfir henni stendur
maður, sem hristir hana hörku-
lega og skipar henni að klæða sig
og koma með sér. Hún fram-
kvæmir allar hreyfingar vélrœnt
eins og trébrúða, og er hún geng-
ur úr, virðist skelft andlit henn-
ar steinrunnið. T veir hermenn
draga hana á milli sín af stað nið-
ur auða götuna, á eftir gengur
faðir stúlkunnar, maðurinn, sem
á upptökin að pessu. Hann lætur
draga hana út úr birtunni og hlýj-
unni og út i myrkrið og óhugn-
arleikann.
Kristniboðinn og börnin standa
eftir með tárin í augunum og
horfa hjálparvana á hana hverfa.
Þannig hvarf Mei-li úr lífi
kristniboðans, norsks kristniboða,
sem starfar meðal flóttamanna á
Formósu. Fyrst mörgum árum
síðar hitti kristniboðafjölskyldan
Aarshein Mei-li aftur. Hún er nú
orðin falleg stúlka á tvitugsaldri.
En vfirbragðið hefur breytzt, eitt-
nvað reynslumeira og ef til vill
12 Kristilegt skólablað
dálítið slægðarlegt hefur komið í
stað hins barnslega og glaðlega.
Mei-li hefur smakkað á pví lífi,
sem faðir hennar hefur að yfir-
lögðu ráði leitt hana út í. Hann
ætlar að selja hana eða bjóða
hana mönnum, sem borga. Hún
er falleg, en hún er ekki dóttir
hans. Hún er hans eign, pað
stendur skrifað í skilríkjunum.
Frásagan af Mei-li segir frá ör-
lögum, sem margar konur í Aust-
urlöndum líða. Litlu barni er
varpað út í lífið, út i líf, par sem
alls konar ólifnaður dafnar. Mei-
li kom á einkennilegan hátt inn í
líf fjölskyldu kristniboðans. Dag
nokkurn tóku pau eftir lítilli telpu,
sem stóð álengdar og fylgdist af
áhuga með leik barna kristniboð-
ans. Hún reyndi aldrei að taka
pátt í leiknum, en hún tók óðara
til fótanna, ef einhver nálgaðist
hana. En eitt sinn lagði hún ekki
á flótta eins og vanalega, og er
börnin báðu hana að leika sér
með peim, Ijómaði litla andlitið af
gleði. —- Eftir pað var hún eins og
ein af hópnum. Vesalings Mei-li
litla skar sig lítið úr honum, hvað
útlit snerti. Hún hafði nefnilega
vestrœnt yfirbragð, hvernig sem á
pví stóð.
Kristniboðinn hafði líka kom-
izt að pví, hver bar ábyrgð á barn-
inu. Það reyndist vera kínverskur
maður, œttaður frá Changhua hér-
aðinu. Hann hafði komið sem
flóttamaður til Formósu, pegar
kommúnistar brutust til valda í
Kína. Nokkru síðar gekk hann
að eiga formóska konu, en með
henni var lítil telpa, Mei-li að
nafni, sem hún kallaði dóttur
sina, pó líktist telpan lítið móður
sinni, heldur var hún vesturlenzk
í öllu útliti. Eiginlega botnaði eng-
inn í pessu, pegar pau giftu sig.
Maðurinn var lágur vexti,
hörkulegur og dálítið fráhrind-
andi í útliti. Hann var svipljótur,
og var engu líkara, en hann hefði
stöðugt eitthvað illt í huga. Þegar
hann kom til Formósu, lét hann
skrá sig í herinn og eftir pað spók-