Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 14

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 14
Táknræn götu- mynd frá Formósu, þar sem Mei-li lifir. ferdast meS vagninum, eru of á- gengir við hana. Hún fœr bréf með alls konar vafasömum tilboð- um um peninga og munað. Hún neyðist til að hætta, til að fá frið. Hún fer í kvöldskóla, en það geng- ur erfiðlega, því hún er svo áhuga- lítil. Dag nokkurn kemur Mei-li til kristniboðans og segir honum, að faðir hennar hafi með naumind- um komizt hjá því að vera myrt- ur af „vatnadjöfli“. — Hermenn frá meginlandinu hjuggu oft strandhögg að nœturlagi, og gátu verðir á afskekktum stöðum og friðsamir bœndur og fiskimenn átt von á því, að missa höfuðið. Við heimkomuna afhentu her- mennirnir skilríki fórnarlambsins, ásamt herfanginu, en „veiðimaður- inn“ fékk í stað þess hátt verð fyr- ir hvert höfuð, sem hann hafði með sér. Þessir nýtízku hausaveið- arar voru nefndir vatnadjöflar. — Faðir Mei-li hafði kvöld eitt setið og spilað við þrjá hermenn. Þegar leið á kvöldið stóð hann upp og kastaði frá sér spilunum, þar sem hann átti erindi niður í þorpið. En er hann kom stuttu síðar aftur, lágu höfuðlausir búkar félaga hans fram á borðið. Blóðið var ennþá volgt, svo að „veiðimaður- inn“ gat ekki verið langt undan. Hann kallaði á menn til að hjálpa sér að leita að honum, og fannst hann brátt með öll þrjú höfuðin í poka. I fyrsta sinn tók kristniboðinn eftir því, að Mei-li bœri inni- byrgða beizkju í brjósti til stjúp- föður síns. Var hún gröm yfir því að stjúpfaðir hennar var ekki drepinn? Frásógunni um Mei-li er hér eiginlega lokið. Þannig lifir þessi stúlka í dag. Hún væri við ónnur skilyrði lífsglöð ung stúlka, stúlka, sem alls staðar œtti vini. I dag er barátta um sál henn- ar, og það verður að gerast krafta- verk, ef hin létta og synduga móð- ur hennar á ekki að fá yfirhönd- ina í sálu liennar. Kristniboðinn verður að horfast í augu við ósig- urinn, en kraftaverkið getur gerzt, ef beðið er fyrir Mei-li. Mei-li á því ef til vill eftir að ganga undir skírn og segja með sanni, að Jesús Kristur eigi bústað í hjarta henn- ar. Við skulum því öll biðja fyrir henni. Þýtt úr norska tímaritinu „Ny horisont.“ ,,Rikur" — en fátækur! Prédikari einn fór einu sinni að finna bónda í lllinoisfylki í Bandaríkjunum. Bóndinn var vantrúarmaSur, og prédikaran- um var ráðlagt að tala ekki við liann um trúmál, þvi að Hann reiddist, þegar menn nefndu slíkt. Meðan prédikarinn var hjó honum, tók bóndi hann upp á þak einnar af hlöðum sínum, til þess, að hann gæti skoðað akurlönd hans. Þegar komið var upp á þakið, sagði bóndi: „Þegar ég kom hingað í þessa sveit, var ég fátækur drengur og átti ekki grænan eyri. En nú á ég allt, sem þér sjáið hér í kring, á margra mílna svæði. Lítið þangað! Sjáið þér ekki kornekrur þessar? Þær eru all- ar mínar! Litið nú i þessa átt! Sjáið þér beitilöndin þarna? Þau tilheyra mér öll saman! Sjáið þér skóginn þarna? Hann tilheyrir mér. Sjáið nú allar þessar nautahjarðir. Þær eru allar mínar. Og kindahópurinn þarna líka. Ég kom hingað sem umkomulaus strákur, en nú á ég allt, sem augað eygir í allar áttir!“ „Vissulega eruð þér rikur maður!“ svaraði prédikarinn, þegar þér litið í allar pessar átt- ir. En, hve mikið eigið þér, þeg- ar þér lífið í þessa átt?“ Og hann benti upp til himins. Bóndinn leit upp, rétt sem snöggvast. Þá hneigði hann höfuðið og svaraði dræmt: „Ég er hræddur um, að ég eigi sáralitið í þeirri átt.“ „Hvað sfoðar það manninn, að eignast alsan heiminn og fyrirgera sálu sinni?“ (Mark. 8,36). Úr „Norðurljósinu“. 14 Kristilegt skólablað

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.