Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 15
SigurZur Pálsson, kennari:
ALGENGAR spurningar unglinga, sem eru nýkomnir
yfir til trúar, og jafnvel þeirra, sem þegar hafa um
skeið leitazt við að ganga veg trúarinnar, byrja á þessa
leið: Er synd að . . . ? Þá er gjarnan spurt um reyk-
ingar, dansleiki, kvikmyndahús o.fl.
Sannleikurinn er sá, að þessum spurningum er tæp-
ast hægí að svara einíaldlega með orðunum: Það er
synd að......Það er ekki synd að.......Afstaðan til
þessara hluta er ákaflega mismunandi bæði meðal ein-
staklinga og ýmissa hópa trúaðra, bæði innan lands og
utan. Ekki er heldur rétt að láta reka á reiðanum og
svara: Eigðu það við sjálían þig. Oftast nær eru þessar
spurningar sprottnar upp af þrá eítir því að gera
það, sem rétt er. Af þessum sökum heíi ég dregizt á
að skrifa nokkrar iínur um þessi atriði o.fl., ef verða
mætti einhverjum til leiðbeiningar og hjálpar, þó af
vanefnum sé miðlað. I viðleitni minni hefi ég stuðzt
við tvær bækur eftir norska höfunda: „Hvordan bör
jeg leve?“ eftir Sigurd Oppdal, og „Jeg vet paa hvem
jeg tror,“ eftir Carl Fr. Wislöff. Allt, sem ég þó skrifa
um þessi atriði, er á eigin ábyrgð.
Spurningunni um reykingar og dansleiki ætla ég
að gera stutt skil, þar sem ég tel, að hún sé ekki mjög
mikið vandamál við okkar aðstæður.
Nýjustu rannsóknir, sem mikið hefur verið ritað um,
virðast eindregið benda til, svo ekki verður um villzt,
að reykingar, einkum sígarettureykingar, auki að veru-
legu leyti líkurnar fyrir því, að viðkomandi fái lungna-
krabba, auk þess, sem ýmsir kvillar aðrir þrífast vel
í skjóli tjöru og nikótíns. Af þessu ætti að vera Ijóst,
að ekkert mælir með reykingum, sama hver í hlut
á. Þeir, sem vilja taka Guðs orð alvarlega ættu einn-
ig að minnast orðanna í I. Kor. 3. 16. og 17.:
„Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi
Guðs býr í yður? Ef einhver eyðir musteri Guðs,
mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt,
og það eruð þér.“
Lítið hefir verið um raddir, sem hafa lýst þeirri
skoðun, að trúaðir unglingar ættu ekki að „einangra"
sig, heldur taka þátt í skemmtunum annarra unglinga,
svo sem dansleikjum, til þess að koma vitnisburðinum
á framfæri. Þó hafa þessar raddir stöku sinnum skot-
ið upp kollinum. Þetta verður að telja mjög hæpna
skoðun, að ekki sé meira sagt. Eg hefi haft tækifæri
til, vegna starfs, sem ég hefi unnið, að kynnast nokk-
uð skemmtanalífi unglinga hér í höfuðstaðnum, og
því andrúmslofti, sem þar ríkir. Eg leyfi mér því að
fullyrða og leggja ríka áherzlu á, að þar ríkir enginn
grundvöllur fyrir vitnisburði um Jesúm Krist. Ærandi
hávaði, talsvcrð ölvun og siðlaust atferli unglinga á
mörgum þessara skemmtistaða gera þessar „skemmt-
anir“ miklu fremur til þess íallnar að hafa neikvæð
og óæskileg áhrif á þá, sem þangað sækja. Ég tel
trúaða unglinga því ekki eiga neitt erindi á slíkar
skemmtanir, enda miklu betri aðstæður til vitnisburðar
í daglegri og óþvingaðri umgengni við jafnaldra í
skóla og á vinnustað.
Þá komum við að þeim þætti, sem ég hygg að heila-
brotum valdi hjá mörgurn, og á ég þar við kvikmynda-
húsin.
Nú er það staðreynd, að kvikmyndir eru orðnar
ákaflega ríkur þáttur í ýmsu félagsstarfi og einnig til
fræðslu í skólum. Það má því telja eðlilegt á vissan
hátt, að sýningar kvikmyndahúsanna þyki girnilegar
Kristilegt skólablað 15