Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Blaðsíða 16
til fróðleiks og síður en svo til þess að forðast og lítið
við það að athuga, þótt trúað fólk gluggi þar inn ann-
að slagið. I nágrannalöndum okkar, meðal trúaðs
fólks, sem við höfum einna mest samskipti við, eru
augljóslega skiptar skoðanir um þetta atriði, og afstað-
an til þess nokkuð mismunandi. Það skal þó tekiö
fram, og verður nánar vikið að síðar, að hver svo
sem skoðun manna er á þessum atriðum, eru allir sam-
mála um, að full aðgát er nauðsynleg, og „bíóbind-
indi“ jafnvel æskilegt.
Lítum nú nær okkur. Eg hefi, síðan ég var beð-
inn að skrifa þessar línur, gert mér far um að glugga
í auglýsingar kvikmyndahúsanna, í þeim tilgangi að
gera mér grein fyrir, hvað þau hafa að bjóða. I ljós
kemur, að yfirgnæfandi meirihluti myndanna eru svo
nefndar sakamálamyndir, og/eða „djarfar myndir“,
sem eru siðferðilega niðurbrjótandi og til þess eins
fallnar að óhreinka og skaða þá, sem á horfa. Ein
og ein svokölluð gamanmynd slæðist með, en mynd-
ir, s em flokka mætti undir verulega góðar mynd-
ir, eða það, sem „alvöru-gagnrýnendur“ kalla lista-
verk, eru hverfandi. Um þessi „listaverk“ væri einn-
ig ýmislegt hægt að skrifa. Misjafnar myndir hljóta
þetta nafn í auglýsingum, og á slíku er varlega mark
takandi. Gagnrýnendur hafa einnig misjöfn siðferði-
leg sjónarmið, og að því er virðist engir, sem byggja á
kristinni siðfræði. Komið hefir jafnvel fyrir, að í blöð-
um hafi birzt jákvæð ummæli ábyrgra manna, sem
almenningur ætti að geta treyst, um myndir, sem að
yfirskyni eiga að fjalla um ákveðin vandamál og varpa
ljósi á þau, en eru óra langt frá því að byggja upp,
heldur gæla miklu fremur við umrædd vandamál
og eru jafnvel siðferðilega fyrir neðan allar hellur.
Þetta sýnir okkur, að fáu og fáum er treystandi í
þessum efnum.
Að þessu athuguðu myndi ég telja vægt til orða
tekið, þótt sú ráðlegging sé gefin að fara að 'óllu með
mikilli gát. Ennfremur er full ástæða til að undir-
strika, að sú afstaða að láta ógert að fara í kvikmynda-
hús er án efa til þess fallin að létta göngu þeirra,
sem vilja í sannleika reyna að feta veg trúarinnar
til helgunar.
En af hverju koma allar þessar spumingar og
vangaveltur um þessi atriði? Við skulum aðeins reyna
að gera okkur grein fyrir því. Eins og ég nefndi áð-
ur, hygg ég, að þær séu í mörgum tilfellum sprottnar
af einlægri löngun til að lifa samkvæmt vilja Guðs.
I sumum tilvikum, hygg ég þó, að þær séu sprottnar
16 Kristilegt skólablað
af löngun til að slaka á, óg þá mætti eins orða þær
á þessa leið: Hve langt get ég gengið, án þess að vera
talinn hafa farið „út fyrir mörkin“? Þegar spurningin
er sprottin af þessum hvötum, þ.e. löngun til að gera
hvort tveggja, að sleppa og halda, er full ástæða til
að hvetja viðkomandi til að endurskoða rækilega af-
stöðu sína til Guðs, og samfélag sitt við hann. Það,
sem máli skiptir, er ekki það, hvað ég er talinn eða
álitinn vera, heldur, hver er afstaða mín til Guðs og
vilja hans.
Þá erum við loks komin að því, sem mestu máli
skiptir, og það er uppbygging hins kristna lífs og hins
kristna persónuleika, sem sþyi í einlægni og af fúsu
geði eftir vilja þess Guðs, sem allt gaf og öllu fórnaði.
Hver er vilji Guðs með mennina? Að þeir þjóni
honum og elski hann og náunga sinn. Líf hins trú-
aða á að vera líf í þjónustu við Guð og fagnaðar-
erindi hans og þjónustu við náungann. Sú viðleitni,
sem af þessu miSar, hlýtur stöðugt að leita leiðsagnar
Guðs og vera fús til að hlíta vilja hans, en leggja
eigin vilja til hliðar. Það, sem kallað hefir verið helg-
un, er það, að vilji mannsins verður æ fúsari að hlýða
og næmari að skynja Guðs vilja. Sú spurning verður æ
ríkari: Hvernig get ég komizt sem næst Jesú, -— en
ekki öfugt: Hve langt er hægt að seilast, án þess
að missa af? Líf hins trúaða á að vera líf í sjálfs-
afneitun. Ekki með ólund, heldur með fúsu geði, undir
yfirskriftinni: Kærleiki Krists knýr mig. Þannig á
einnig að vera fyrir hendi fúsleiki til að sækja ekki
þá staði, sem geta valdið skaða, annað hvort þeim,
sem í hlut á, eða öðrum trúuðum, sem veiklundaðri
eru og taka aðra sér til íyrirmyndar. — ,,Því að hinn
óstyrki glatast vegna þekkingar þinnar, bróðirinn, sem
Kristur dó fyrir“ (f. ICor. 8, 11). Þarna er okkur
bent á, að við berum ábyrgð gagnvart öðrum. Hinn
trúaði er í þjónustu þess, sem kom til þess að frelsa
alla.
Þetta vandamál, má? — má ekki? er jafngamalt
kristninni. Nægir í því sambandi að minna á það,
sem Páll postuli skrifar um fórnarkjöt heiðingjanna,
sem að athöfn lokinni var selt á torgum til neyzlu,
hverjum, sem kaupa vildi. Ég vil benda lesendum
mínum á að lesa 12. kap. í Rómverjabréfinu og
I. Kor. 8. kap. og 10. kap., 23. vers og næstu.
Ég ætla að láta nægja að hafa þetta eftir: „Allt
er leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er leyfilegt,
en ekki uppbyggir allt. Enginn leiti síns eigin, held-
ur þess, sem hins er“. Hér undirstrikar Páll frelsi