Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Blaðsíða 17

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Blaðsíða 17
hins kristna manns. Allt er leyfilegt. En hann undir- strikar einnig ábyrgð hins kristna manns, sem verður að taka afstöðu til ýmissa hluta eftir aðstæðum hverju sinni og á hverjum stað. Afstaðan á einnig að vera grundvölluð á þessu frelsi, en ekki tekin eftir neinum formúlum, sem menn setja. Það, sem vísar veginn, þegar afstaðan er tekin, er kærleikurinn til Guðs, og til náungans. Að þessu athuguðu er rétt að benda á, að hinum trúaða ungling er nauðsyn að skapa sér ákveðnar venj- ur, sem stuðla að uppbyggingu kristilegs hugsunar- háttar og háttarlags. Það er brýn, mjög brýn nauðsyn, að taka sér tíma til að lesa og íhuga Guðs orð, og til þess að biðja. Eg er sannfærður um, að vanræksla á þessu sviði á unglingsráunum, hefir komið mörgum í koll og jafnvel valdið fráfalli, þegar á reyndi. Líf í trú á Jesúm Krist er líf í baráttu við hið illa og því nauðsynlegt að beita öllum ráðum til að tygjast til þeirrar baráttu. Allt líf hins trúaða á að vera helgað Guði, jafnt tómstundir, fjármunir og annað. I því sambandi er eflaust rétt að minna á, að hvíld og afþreying í einhverri mynd er nauðsynleg og skyld, þegar þörf krefur. En minnumst þess, að við leitum okkur ekki afþreyingar afþreyingarinnar vegna, og alls ekki neinnar þeirrar afþreyingar, sem valdið getur trúarlífi okkar skaða. Án efa kannast flestir trúaðir við það, að bæn og lestur Guðs orðs hafi verkað þvingandi og jafnvel þótt fremur leiðinlegt, meðan venjurnar voru að skap- ast og jafnvel stöku sinnum síðar. Slíkt er ofur eðli- legt, því að eðli okkar er í sjálfu sér andstætt Guði og því, sem hans er. Því vil ég mjög eindregið undir- strika þetta: Takið ykkur tökum og skapið ykkur venjur, því þótt þær kunni að virðast dauðar í fyrstu, skapa þær líf og verða lifandi og auðgandi og eftir- sóknarverðar með tímanum. „Æf sjálfan þig til guð- hrœðslu“, segir Páll postuli í I. Tím. 4. 7. Enn e-'tt atriði var ég beðinn að fjalla um, sem e.t.v. fellur ekki undir fyrirsögn þessara orða minna, er veldur án efa heilabrotum og vekur spurningar um hvað er rétt, og hvað er rangt, hvað hæfir, og hvað ckki. Þetta atriði grípur því óneitanlega inn í upp- byggingu hins kristna persónuleika, og er því nauð- synlegt, ao því sé fullur gaumur gefinn. Hér á ég við samskipti pilta og stúlkna á unglingsárunum. Engum, sem hefir augun opin og hugsar eitthvað að marki, dylst, að samskipti pilta og stúlkna í þjóðfélaginu, — og reyndar í öllum velferðarþjóðfélög- um, — verða æ frjálslegri, að ekki sé sagt hömlulausari, með hverju árinu, sem líður. Ekki fer hjá því, að áhrif þessarar þróunar, sem er ótrúlega ör, komi í einhverju fram í kristilegum félögum, eins og t.d. K.S.S. A sama hátt og það verður að teljast eðhlegt og jafnvel æskilegt, að unglingar fái tækifæri til að kynnast og starfa saman, þá er jafn æskilegt eða öllu heldur nauðsynlegt að vera á verði gegn ákveðnum hættum, sem af þessu leiða, og því fremur, ef litið er á andrúmsloft það, sem ríkir almennt í þjóðfélag- inu. Þegar það þykir ekki óeðlilegt, en allt að því sjálfsagt, að unglingar nýfermdir séu „paraðir11, og noti hvert tækifæri til að draga sig út úr hópnum, þá er full ástæða til að hefja andróður gegn slíku. Tilfinningatengsl, sem hljóta að skapast við slíkar að- stæður, eru hvernig, sem á þau er htið, ótímabær, og þar af leiðandi skaðleg tilfinningaþroska og persónu- þroska unglingsins. Auk þess er á það að líta, að við slík tengsl skapast ákveðnar freistingar, sem erfitt kann að reynast að standast, jafnvel þótt vilji sé fyrir hendi. Hjúskapur og heimilisstofnun eru óneitanlega góð Guðs gjóf, en til þess að geta þegið hana og notið hennar, verður einstaklingurinn að hafa náð ákveðn- um þroska. Tilfinningar þær, sem eðlilega œttu að vera grundvöllur hjúskapar, er auðveldlega hægt að skemma með ótímabærum tilfinningatengslum við þennan í dag og hinn á morgun. Engan þarf að minna á, að tilfinningalífið er ákaflega miklum breyt- ingum háð á þessum árum og því ekkert til að byggja á. (Með tilfinningatengslum á ég að sjálfsögðu ekki við hrifningu, sem vandlega er geymd í hugskoti unglings). I þessu sambandi, ekki síður en öðrum, hlýtur trúaður unglingur að leita Guðs vilja af meiri ein- lægni, en í flestum öðrum tilvikum, og bíða síns tíma, því hér er vissulega mikið í húfi. Mikilvægt er að lifa œsku sína þannig, að hún varpi ekki skugga á langt líf, sem á eftir kemur. Sú skýring á því, hve aldur nefndrar pörunar fær- ist ört niður, að unglingar séu nú svo miklu þroskaðri en áður, verður að teljast meira en hæpin. Það er að vísu rétt, að gott viðurværi nútíma unglinga flýtir fyrir líkamlegum þroska, og ýmsar upplýsingar um þessi mál liggja lausari fyrir en áður. Hitt má svo ekki gleymast, að tilfinninga- og sálarlíf unglinga virðist ekki þroskast fyrr en áður. Það mun sönnu (Framh. á bls. 25). Kristilegt skólablað 17

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.