Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 20
Gís/f Arnkelsson, krisfniboði:
Frá heiðni til kristni
LIÐIN eru 13 ár síðan starfið á
kristniboðsstöðinni í Konsó í
Eþíópíu hófst. Eins og kunnugt
er, er þetta eina kristniboðsstöð-
in, sem rekin er að öllu leyti af
íslendingum. Samband íslenzkra
kristniboðsfélaga er hreyfing inn-
an íslenzku þjóðkirkjunnar. All-
ar tekjur sínar fær það með
frjálsum framlögum. Hin síðari
ár hefur áhugi fólks aukizt mjög
á starfi því, sem rekið er á
kristniboðsstöðinni í Konsó, og
hafa fjárframlög einstaklinga og
smá félagshópa aukizt að sama
skapi. Af þessum sökum hefur
verið unnt að reisa m.a. nýtt
skólahús og stórt sjúkraskýli með
20 rúmum. Fastir eþíópskir starfs-
menn eru nú 14 að tölu. Hinn
kristni söfnuður hefur vaxið jafnt
og þétt og telur nú um 440 börn
og fullorðna. Starfandi eru á
vegum safnaðarins 18 prédik-
arar og kennarai.
Það var í októbermánuði 1961,
að ungur piltur kom og bað um
dvöl á heimavisíinni við skól-
ann á kristniboðsstöðinni. Skól-
inn byrjaði síðast í september, og
er þessi 17 ára piltur heyrði um
þá, sem fengið höfðu aðgang
að heimavistinni, vaknaði löng-
unin einnig hjá honum að stunda
nám. Þorpið hans liggur í
20 Kristilegt skólablað
tvegg|a tíma fjarlægð frá stöð-
inni, og því var ókleift fyrir hann
að ganga þessa leið á hverjum
degi. Reyndar var Kússía, en
það er nafn piltsins, sá fyrsti,
sem kom frá þessu þorpi og bað
um skólavist. Enda þótt skúrinn,
sem var notaður fyrir heimavist-
ardrengina, væri troðfullur, var
samt ákveðið að reyna að hola
Kússía niður. Er ég spurði hann,
hvort faðir hans mundi hjálpa
honum með mat, svaraði Kússía
neitandi. Honum var sagt þá, að
litlar sem engar líkur væru fyr-
ir því, að kristniboðið gæti
hjálpað honum. Ég hafði þegar
lofað of mörgum aðstoð. Otlitið
var því ekki gott fyrir Kússía.
Matarlaus gat hann ekki stund-
að skólann. Fyrstu 2-3 dagana
fékk hann örlítinn matarbita hjá
hinum heimavistardrengjunum,en
síðan hélt hann heim hryggur í
huga. Hann vissi vel, að faðir
hans mundi ekki vilja hjálpa
honum. Hvers vegna ætti hann
að sitja kyrr og hanga yfir bók-
um með óskiljanlegum táknum,
meðan allir aðrir þorpsbúar
unnu á ökrunum? Þetta var að
þeirra áliti hin mesta heimska.
Kússía gat ekki haggað gamla
manninum. Vildi hann fara í
skólann, gat hann það, en þá
yrði hann að sjá um sig sjálf-
ur að öllu leyti og hann fengi
ekki svo mikið sem hnefa af
korni. Þungum skrefum gekk
Kússía til baka til kristniboðs-
Allmikið er um
slöngur í Konsó,
sumar banvænar.
Ef hinn bitni nær
ekki til sjúkraskýl-
isins innan fárra
klukkustunda, er
dauðinn vís. Ljót
sár myndast af eitr-
inu, eins og glöggt
má sjá á myndinni.