Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Qupperneq 23
Hr. Graham lætur veðrið ekki hindra sig!
Gu3 til hjarta unga piltsins, og hann íann til syndar
og óhreinleika gagnvart Gu5i, cn, þegar prédikarinn
bau3 samkomugestum að koma frarn og veita Kristi
Jesú viðtöku sem frelsara sínum, sat Billy sem fast-
ast. En áfram hljómaði röddin í hjarta hans næstu
daga á eftir. Hann fór aftur á samkomu, og það kvöld
tók líf hans nýja stefnu, hann gaf Guði hjarta sitt.
Langt fram eftir þessari nóttu lá Billy vakandi í
tunglsljósinu, sem skein inn um gluggann hans, og
hugur hans var bundinn hugsuninni um, hvernig
það væri að vera trúaður unglingur. Þegar hann
sofnaði að lokum, var þessi spurning í huga hans:
„Skyldi ég varðveitast í trúnni“?
T janúar 1937 lá leið Billys á Biblíuskólann í
Flórída. Þrjú atvik, sem komu fyrir á skólanum, urðu
til þess öðru fremur að móta líf hans og beina honum
inn á þá braut, sem Guð hafði ætlað honum. Hann
kynntist þar tveim trúuðum mönnum, sem hann dáð-
ist mjög að. En er uppvíst varð, að þeir höfðu al-
varlega siðferðislega bresti, var honum mjög brugoið.
Hann sá, að maðurinn getur talað guðrækilega og
aðstoðað aðra, en sjálfur verið hálfvolgur í trúnni.
Billy ákvað að veita aldrei neinu því aðgang að lífi
sínu, sem gæti óhreinkað nafn Krists. Hann gerði
sér enn fremur grein fyrir því, að tæki hann ekki
köllun sína alvarlega, gæti hann átt slíkt á hættu.
Þessir misbrestir vina hans urðu til þess, að hann
beindi sjónum sínum meira til Guðs en manna.
,,Eg gerði mér grein fyrir því, að allir gátu brugð-
izt“. Páll sagði: ,,Alið ekki önn fyrir holdinu“. Þessi
orð Páls festust í sál Billys og hafa veitt honurn
mikinn stuðning í lífinu.
Annað atvikið af þessum þrem, byrjaði, að því er
virðist, með mikilli hamingju, þegar hann trúlofaðist
skólasystur sinni, Emily R. Gavanaugh, hrífandi
stúlku, sem hann var mjög hrifinn af. Þau voru saman
öllum stundum, og að því kom, að hann bað hennar.
Emily var ekki nægilega viss um tilfinningar sín-
ar til hans, til þess að þau gætu byggt hjónaband
á þeim. Hún var lengi á báðum áttum, og endalok
þessa rnáls urðu þau, að hún sleit trúlofuninni, og
giftist hún síðar sameiginlegum kunningja þeirra.
Þetta tímabil óvissu varð erfitt fyrir Billy, en bænir
hans voru heyrðar, og þessi reynzla varð til þess, að
hann hugleiddi enn meir köllun sína og þjónustu
fyrir Guðs ríki. Enn fremur var það um þetta leyti,
að Biblíuskólinn varð vinsæli aðseturstaður frægra
prédikara úr norðri og suðri í sumarleyfum þeirra,
og voru þeir viðstaddir kennslustundirnar. Billy kynnt-
ist þeim og hlustaði ákafur á frásagnir þeirra af
fjöldasamkomum, þar sem þúsundir áheyrenda söfn-
uðust saman, til að hlusta á fagnaðarboðskapinn. Sá
tími var nú liðinn, -— og ein ósk var sameiginleg þess-
um andans mönnum: „Við þörfnumst manns ákveð-
innar köllunnar, — til þess að leiða þjóðina á ný til
Guðs“.
Þungar hugsanir sóttu nú að Billy Graham, og
hann hugsaði til framtíðarinnar. Hann átti bágt með
að trúa, að hann gæti orðið prédikari, menntun hans
var ekki næg, en þó byrjaði hann að hugsa um það
kall Drottins, sem hann gat ekki misskilið. Hann
gekk um nágrenni skólans, bað upphátt og svaraði
þessu kalli með orðum Móse við hinn brennandi
runna. „Sjá, þeir munu eigi trúa mér og eigi skipast
við orð mín. . . mér er tregt um málfæri og tungutak.“
Um þetta leyti hvatti fulltrúi skólastjóra hann hvað
eftir annað og sagði: „Billy, Guð hefur kallað þig
til að prédika.“ Á næturgöngum sínum barðist hann
við þessar hugsanir og hafði margar afsakanir á tak-
teinum. „Hann yrði aldrei annað en miðlungs prédik-
^ *cc
an .
En þótt svo færi, þá voru allar fórnir lítilfjör-
legar í samanburði við þjáningar Krists, von heims-
Kristilegt skólablað 23