Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 25

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 25
ur Ritningarinnar og annarra bóka um guðfræði- leg efni, sem hann komst yfir. Áhugamál hans var einföld, ákveðin og biblíuleg prédikun. Hann lagði sig allan fram og las fram á nætur, en þá hafði hann uppgötvað, að „því máttfamari, sem ég varð líkam- lega, því styrkari varð ég andlega“. Hér er ekki rúm til þess að rekja frekar aðdragand- ann að hinu einstæða starfi þessa mikla vakninga- prédikara, sem lagt hefur líf sitt og krafta í þjónustu Guðs ríkis hér á jörðu, en eftir því sem árin hafa liðið, hefur starf hans stöðugt orðið umfangsmeira og ávöxtur þess eftir því. Flestum er kunnugt um hans árangursríku „krossferðir“ víða um heim, en vel er viðeigandi að nefna hér að lokum nokkrar tölur, sem varpa ljósi á, hve stórkostlega hluti Guð er að fram- kvæma fyrir líf og starf Billy Grahams og samstarfs- manna hans. Árið 1963 hélt Graham samkomur í Los Ang- eles. Þær fóm fram á stærsta íþróttaleikvangi Amer- íku, Los Angeles Coliseum. Meir en 3500 sjálfstæð- ir söfnuðir unnu við undirbúning þeirra í heilt ár. Um 23.000 manns tóku þátt í sérstöku námsskeiði til að aðstoða við samkomur þessar og þar af luku 15.000 námskeiðinu alveg og af þeim vom 7.000 valdir til að vera ráðgefandi aðstoðarmenn. 1800 manna hópur hafði það starf að vísa samkomugestum til sæta sinna, nærri því 10.000 söngvarar vom skráðir til að leiða sönginn, og hvert kvöld var tala meðlima söngkórsins milli 3000 og 5000 manns. 20.000 meðlimir hinna ýmsu safnaða heimsóttu um 1.000.000 heimila til að bjóða fólki að sækja sam- komurnar. Þegar nær dró samkomunum, var skipu- lagður bænahringur 80.000 kvenna, sem komu sam- an í smáhópum á 10.000 heimilum til 15 mín- útna morgunbæna, sem stjórnað var gegnum sér- stakan útvarpsþátt. Einnig var fólk út um allan heim stöðugt í bæn til Drottins fyrir „krossferðinni“. A fyrstu samkomunni voru mættir 38.708, en á þeirri síðustu fóru 134.254 gegnum hliðið inn á leikvang- inn, en um 20.000 komust ekki inn, og stóðu fyrir utan. Á þessum samkomum fundu þúsundir manna Krist, sem lifandi Drottin og frelsara í sínu eigin lífi og örwgga von til að mæta dauðanum með. Billy Graham standa margar dyr opnar, og margt getur freistað hans. Hann er ákveðinn í því að halda áfram „krossferðum“ svo lengi, sem hann hefur krafta til sem þjónn Guðs, kirkjunnar og samferðamann- anna. (Þýtt og endursagt.) Aðeins ein /e/ð HEFUR þú, í trú, komizt inn á þrönga veginn? Gengur þú nú á þrönga veginum, sem liggur til eilífa lífsins? Eða, ert þú meðal þess földa, sem er á breiða veg- inum, er liggur til glötunar? Hver verða örlög þín? Hvaöa leið velur þú? Það munu ekki allir finnast á himni. Maður á bíl stanzaði, til að spyrja fótgangandi um leið til ákveðinnar götu. Þegar maðurinn sagði hon- um leiðina, spurði ökumaðurinn með efatón: „Er þetta bezta leiðin?" Hinn svaraði: „Þetta er eina leiðin.“ Það er aðeins ein leið til himins. Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðursins nema fyrir mig.“ Úr nýjustu bók Billy Grahamt, „World aflame." Er synd að...? (Framh. af bls. 17). nær, að þessi þróun eigi sér rætur í afkristnun og afsiðun tíðarandans. Þessi þróun er augljós og viður- kennd að vera óheillavænleg af mönnum, sem ekki eru hlynntir kristindómi til annars en siðferðilegrar uppbyggingar eingöngu. Nútíma unglingum, sem feta vilja veg trúarinnar, mæta jafnvel fleiri hættur og erfiðleikar, en nokkru sinni áður. Því gilda sem áður orð Jesú: „Vakið og biðjið, svo þér fallið ekki í freistni“. Að lokum þetta: Þótt erfiðleikar mæti, þótt vanda- mál skapist, sem þarf að glíma við, þá gleymum ekki að líta til hans, sem frelsar og gefur kraft og gerir lífið þess vert, að því sé lifað. Spurningum um, hvað hæfir og hvað ekki, er bezt svarað með því að leggja áherzlu á, að hinn trúaði keppi eftir helgun, innlif- ist frelsara sínum í kærleika og auðmýkt. Þá verða smáatriðin enn minni, en hann, sem öllu máli skiptir, fær að vaxa. Minnstu Jesú Krists. Kristilegt skólablað 25

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.