Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Blaðsíða 30
NORSKA fiutningaskipið „Mosnes,, hafði legið fyrir
akkerum úti fyrir Port Sudan í nokkra daga og
beðið afgreiðslu. Hitinn var mikill, og þoldu menn
illa við. Um nætur var sofið á þiljum uppi, og þeg-
ar degi tók að halla og menn treystu sér til að
skreppa í land, mátti finna brennheitan sandinn
verma iljarnar gegnum skósólana. Eins langt og aug-
að eygði sást ekkert nema grábrúnn sandurinn, sem
rann saman við himinblámann út við sjóndeildar-
hringinn. Sama var að segja um austurströndina,
þegar siglt var suður Rauðahafið. Þar einhvers staðar
i eyðimörkinni var fjallið Sínaí, þar sem Móse tók
við boðorðunum tíu. Og einhvers staðar á þessum
sama skaga var hellirinn, þar sem Múhammeð hafði
meðtekið vitranir sínar.
Múhammeð — nafnið hefur annarlegan hljóm í
eyrum kristinna manna. Þessi Arabi er af flestum
talinn einn mesti skaðvaldur, sem uppi hefur verið.
Plefur það löngum verið venja kristinna rithöfunda
að skrifa um hann í svipuðum tón og kaþólskir við-
höfðu fyrrum í skrifum sínum um Martein Lúther.
En hvað vitum við Vesturlandabúar flestir í raun
og veru um þennan merkilega mann, sem uppi var
fyrir 14 öldum, eða um islam, trúarbrögðin, sem
oftast eru við hann kennd, útbreiddustu trúarbrögð
mannkynsins, sé kristindómurinn elcki talinn með?
Lönd islam hafa verið erfiður kristniboðsakur. En
hvers vegna eru þau það? Og það er tímabær
spurning fyrir okkur, sem áhuga höfum á kristni-
boði í Afríku, hvers vegna islam er svo skæður
keppinautur kristindómsins þar. En á síðari árum hef-
ur islam verið þar í mjög örum vexti.
Fyrstu kynni mín af islam voru um borð í
30 Kristilegt skólablað
„Mosnes,, fyrrnefndan dag árið 1953. Unnið var að
uppskipun um borð, en verkamennirnir voru vilh-
menn, hálfnaktir, óhreinir og ferlegir ásýndum með
mikinn hárlubba. Voru þeir af flokki Fuzzi-Wuzzi.
Skyndilega heyrðist hljóð úr landi, bjölluhljómur og
hróp. Oll vinna stöðvaðist þegar í stað, og verka-
mennimir köstuðu sér niður, þar sem þeir vom
staddir, sneru sér í átt til Mekka og gjörðu bæn
sína, án þess að skeyta um umhverfið. Engum
múslím kemur til hugar að vanrækja hina lögboðnu
bænatíma. Við sáum aðeins svört gljáandi bökin í
sólskininu, hvert sem litið var.
Fyrstu nágrannar okkar í Konsó vom kaupmenn
frá Sómalíu, dýrkendur Allah. Oft hélt bænasöngl
þeirra vöku fyrir okkur, því að það er trú þeirra, að
bæn beðin að næturlagi sé Allah velþóknanlegri en
bæn flutt að degi til. Einkum er aðfaranótt föstu-
dagsins í miklu gildi, því að föstudagurinn er þeirra
helgidagur.
Satt að segja féll okkur ekki vel við dýrkendur
Allah í Afríku. Virtist okkur trú þeirra yfirborðs-
kennd, og var lítill sýnilegur munur á siðferðisþroska
þeirra og heiðingjanna. En þeir gátu verið hjálplegir
stundum. Að sjálfsögðu taka þeir, sem islam játa,
trú sína misjafnlega alvarlega, þekking þeirra á
kenningum Kóransins er misjöfn og trúarleg ein-
lægni þeirra með ýmsu móti. Meðal þeirra eru ólík-
ar stefnur og sértrúarflokkar, en ein höfuðástæðan
fyrir því, hve islam hefur sótt á hin síðari árin í
Afríku, er sú, að menn geta þar varpað frá sér fram-
stæðum trúarbrögðum feðra sinna og tekið trú á einn
guð fyrirvaralaust og án þess að um hugarfarsbreyt-
ingu sé að ræða eða án þess að verða nýir menn.