Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 31

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 31
Hér tala menn oft um múhammeðstrú og múh- hammeðstrúarmenn, en það hefur ekki við rök að styðjast. Enginn múslím myndi vilja viðurkenna það, að hann tryði á Múhammeð. Trúarbrögð þeirra nefn- ast islam, og þýðir það orð undirgefni. Höfuðatriði þeirra virðist vera það, að menn játi vald og tign Allah, lúti honum. Allah er þeim alvaldur drottnari, sem öllu ræður og allt hefur fyrirfram ákveðið. Orlagatrúin er því sterkur þáttur í islam. Kærleiks- ríkan Guð, sem gefur sjálfan sig fyrir synduga menn, þekkja þeir ekki. I þeirra augum er það hin mesta fjarstæða, að Guð gæti fórnað hátign sinni, tekið á sig þjónsmynd og orðið mönnum iíkur, til þess að frelsa mennina. Allah er þeim fjarlæg hátign, bæn þeirra er tjáning virðingar og lotningar, ekki beiðni, ekki bænaróp hins trúaða manns, sem talar við Guð og væntir svars. Þeir segja e.t.v.: „Allah er náð- ugur“, en í þeirra munni þýðir það: „Allah er umburðarlyndur, gæfur“. Ekki verða menn að læra margbrotin fræði, held- ur aðeins játninguna, sem sérhver múslím fer með oft á dag: Enginn er guð nema Allah, og Mú- hammeð er spámaður hans. Það eru vissulega auðveld umskipti fyrir heiðingjann að hverfa frá trú á ótal máttarvöld og verur til trúar á hinn eina Allah, án þess þó að breyta á nokkurn hátt um lífsháttu. Haldi menn hin ákveðnu fyrirmæli um bænir og föstu- hald og játi á þann hátt undirgefni við Allah, þá er Sómalí- stúlka. allt í lagi. Menn verða aðeins að gæta þess að fara með bænir sínar fimm sinnum á dag, fasta einn mánuð á ári hverju frá sólarupprás til sólarlags og gefa fátækum ölmusur. Þá ætti hver múslím að fara a.m.k. einu sinni á ævinni til hinnar helgu borgar, Mekka, sé þess nokkur kostur. Öldum saman hefur islam verið ægileg ögrun við kirkju og kristindóm. Nægir í því sambandi að minna á fyrstu sigurför þessara trúarbragða. A ótrú- lega skömmum tíma lagði kalífinn, en svo nefnist leiðtogi þeirra, Egyptaland undir islam, Norður- Afríku, Litlu-Asíu, Sýrland, Palestínu, Mesópotamíu og nokkuð af Persíu. Lönd, sem verið höfðu krist- in höfuðvirki í fornkirkjunni, voru þá á valdi múslíma. Og aðeins hundrað árum eftir dauða Múhamm- eðs höfðu þeir náð fótfestu á Spáni, og er óvíst, hvernig farið hefði í Evrópu, ef ekki hefði tek- izt að stöðva framsókn þeirra í Suður-Frakklandi árið 732. Þá kannast flestir við sögu' Tyrkjaveldis og þá ógn, sem af veldi þeirra stóð um alla Evrópu á 17. öld. — Og enn er islam í vexti, því að enn er það sannfæring þeirra, sem islam játa, að Allah sé Kristilegt skólablað 31 Hafnarverkamennirnir fró Port Sudan.

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.