Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 32

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 32
Táknræn mynd frá Egyptalandi, einu af höfuðvigjum islam í dag. hinn eini sanni Guð. Takmark þeirra er, að allir viðurkenni þetta og allur heimurinn verði honum undirgefinn. Og þar erum við líklega komin að kjarnanum eða því, sem gjört hefur islam að hættulegasta andstæð- ing kristindómsins. Það er svo ótrúlega margt, sem kristinn maður og múslím geta sameinazt um. Báðir trúa þeir á einn Guð, almáttugan skapara him- ins og jarðar. Æði oft, er kristinn maður segir eitt- hvað um trú sína, svarar múslíminn því til, að það hafi hann vitað lengi. Allah er Guð Abrahams, Isaks, Ismaels og Jakobs. Hann er Guð Nóa og Móse, Guð spámannanna og Jesú. — Múslíminn heldur því einmitt fram, eins og áður er sagt, að þeir trúi alls ekki á Múhammeð. Þeir halda því fram, að islam sé ekki verk Múhammeðs. Við lærum það í skólabókum, að kaupmannssonurinn Múhammeð frá Medina á Arabíuskaga sé höfundur islam. Margoft er því haldið fram, að hann hafi verið svikahrappur eða jafnvel geðveikur svindlari, fáfróð- ur ofstækismaður, er hafi tínt saman brot úr heiðn- um trúarbrögðum Arabíu, gyðingdómi og kristindómi og gert úr þessu ný trúarbrögð. Oft er því líka haldið fram, að hann hafi verið flogaveikur og vitranir hans hafi verið einkenni þess sjúkdóms. En þeir eru einnig margir nú, sem telja, að slíkar staðhæfingar séu rangar. Og þær skýra á engan hátt þá orku, sem með islam býr. Miklu nær væri sennilega að líta á Múhammeð sem siðbótamann. 32 Kristilegt skólablað Hann sameinaði þá trúarstrauma, sem um aldaraðir höfðu runnið um Arabalöndin, og gerði þá að miklu fljóti í nýjum farvegi. Meðal Araba lifði enn víða á clögum Múhammeðs vitundin um hinn eina sanna Guð, og þessa vitncskju höfðu þeir hvorki frá Gyð- ingum né kristnum mönnum, heldur frá sínum eigin ættfeðrum. Það var rykfallið brot af trú Abra- hams, hálfur sannleikur. Þetta sannleiksbrot fann Múhammeð, er hann leitaði Guðs í kyrrð eyðimerk- urinnar. Hann reyndi að þurrka af því rykið, svo að það mætti aftur skína fyrir ættmönnum hans, en það tókst illa, því að hann vantaði ljósið að of- an. Hann þekkti ekki Guðs orð, sem Gyðingum einum hafði verið trúað fyrir, og hann þekkti ekki Orðið, sem varð hold á jörð, Guðs son. I stað þess reyndi hann að notfæra sér ýmislegt það, sem hann hafði heyrt um trú Gyðinga og kristinna manna, en mest studdist hann við eigin vitranir. Og hver get- ur fullyrt í dag, að þær vitranir hafi verið sjúklegt rugl eingöngu? Það er svo margt, sem við ekki skiljum. Við vitum heldur ekki, hver það var, sem birtist honum. Guð Biblíunnar var það ekki. Eg held, að þetta sé veruleikinn á bak við islam. Væri margt um þetta að segja, en í stuttri blaða- grein er þess enginn kostur. En i islam leynist sannleiksbrot, hálfur sannleikur, sem er hættulegri en nokkur lygi. Það er dauður sannleikur. Þeir eiga vit- undina um Guð, vald hans og mátt, en þeir þekkja hann ekki, og þeir geta ekki þekkt hann, því að þeir

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.