Bautasteinn - 01.05.2005, Qupperneq 3
3
BREYTING Á LÖGUM UM TEKJUR KIRKJUGARðA OG ÁHRIF þEIRRA
Útgefandi:
Kirkjugarðasamband Íslands
Ábyrgðarmaður:
Þórsteinn Ragnarsson
Afgreiðsla:
Skrifstofa KGRP, Fossvogi
Sími: 585 2700, Fax: 585 2701
www.kirkjugardar.is
BAUTASTEINN Útgefandi: Kirkjugarðasamband Íslands 1. tölublað 10. árgangur maí 2005
„Hvers vegna er svona stór og myndarlegur maður í þessu bölvuðu snatti?“ . . . . . . . . . . . . .bls. 4
Von í Fossvogskirkjugarði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 6
Guðmundur dúllari lagar til legstein sinn, eftir Björn Th. Björnsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 8
Lágmyndir Thorvaldsens í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, eftir Gunnar
Bollason . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 10
Í aldarfjórðung á Hofi í Vopnafirði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 12
Nýjar þjónustubyggingar við Gufuneskirkjugarð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 18
Forsíðumyndin:
Jólafögnuður á himnum
af legsteini Alexíusar
Árnasonar lögregluþjóns
(d. 1883) og Sesselju konu
hans (d. 1884) í
Hólavallakirkjugarði.
Breyting á skiptingu fjármagns til
kirkjugarða.
Frá og með áramótunum tóku gildi viða-
miklar breytingar á lögum um kirkjugarða,
greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993.
Kirkjugarðaráð hefur falið Kirkjugarða-
sambandi Íslands (KGSÍ) að kynna breyt-
ingarnar og áhrif þeirra og verður það gert
í þessari grein.
Það eru einkum útreikningar á tekjuskipt-
ingu kirkjugarða sem breytast og hafa
þær breytingar áhrif til hækkunar eða
lækkunar, allt eftir því hvernig forsendur þeirra eru, þ.e.a.s. stærð
garðanna í fermetrum talið og umsvif þeirra varðandi grafartöku. Það
tekjukerfi, sem verið hefur við lýði sl. áratugi, hefur miðað við fjölda
gjaldenda og ákveðna upphæð á mann 16 ára og eldri á þjónustusvæði
hvers kirkjugarðs en nú verður horfið frá þeirri viðmiðun sem þykir
ekki mæla tekjuþörfina nógu raunhæft. Samkvæmt samningi við ríkið
hefur kirkjugarðaráði verið falið að ákveða og annast útdeilingu þeirr-
ar upphæðar sem ríkið hefur ákvarðað í þennan málaflokk.
Við undirbúning lagabreytingarinnar var farið yfir helstu verkefni
sem kirkjugörðum er gert skylt að sjá um samkvæmt lögum, s.s. um-
hirðu garðanna, grafartöku, annað viðhald, prestkostnað, húsnæðis-
kostnað, stjórnunarkostnað, nýframkvæmdir o.fl. og þessum liðum
var síðan steypt saman í 3 megingjaldaliði, sem tekjur kirkjugarða frá
ríkinu (kirkjugarðsgjaldið) eiga að sjá um:
Vægi umhirðu og fasts kostnaðar í útgjöldum 80 %
Vægi grafartöku og breytilegs kostnaðar í útgjöldum 18 %
Vægi líkbrennslu í útgjöldum (bálstofa KGRP) 2 %
Við útreikninga á framlagi ríkisins (714 milljónir árið 2005) til kirkju-
garða vegna ársins 2005 var nýja aðferðin notuð. Miðað var við upp-
hæð ársins 2004 sem grunn (678 milljónir), fjölda greftrana 2003 og
flatarmál grafarsvæða í umhirðu í árslok 2003. Framlaginu verður nú
skipt í ofangreindum hlutföllum með sérstöku útdeilingarforriti sem
kirkjugarðaráð hefur látið hanna.
Við árlegan undirbúning fjárlaga fyrir komandi ár verður framlag úr
ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða byggt á eftirtöldum viðmiðunum:
a)Reikna skal ákveðna upphæð fyrir hverja grafartöku og jarð-
setningu á næstliðnu ári.
b)Reikna skal ákveðna upphæð fyrir hverja líkbrennslu og graf-
artöku í duftgarði á næstliðnu ári.
c)Reikna skal ákveðna upphæð fyrir hvern fermetra grafar-
svæða í umhirðu næstliðið ár. Alls skal miðað við 1.242.657
fermetra árið 2003 vegna framlags í fjárlögum ársins 2005.
Fjöldi fermetra skal aukinn árlega um 8,3 fyrir hverja jarðsetn-
ingu skv. lið a. og um 1,5 fyrir hverja grafartöku í duftgarði
skv. lið b.
Fjárhæðir í lið a), b) og c) taka breytingum í fjárlögum hvers árs sam-
kvæmt almennum verðlagsákvæðum við fjárveitingar. Með þessu er
tryggt endurgjald vegna stækkunar garðanna (stærra umhirðusvæði)
og viðurkennd er þörf kirkjugarða fyrir auknar tekjur þegar greftranir
aukast.
Nýja fyrirkomulagið mun minnka verulega þá mismunun sem hefur
verið á tekjum kirkjugarða eftir íbúatölu vegna þess að forsenda nýju
laganna er greining á lögbundnum verkefnum kirkjugarða og mat á
kostnaði við að framkvæma þau. Stórir kirkjugarðar í dreifbýli munu
fá meiri tekjur en áður en meðalstórir og stórir kirkjugarðar í þéttbýli
munu margir fá minni tekjur vegna þess að vægi íbúatölu í tekjum
þeirra mun minnka en vægi stærðar garðanna í fermetrum mun
aukast. Til lengri tíma litið munu kirkjugarðar sem hafa mikið um-
leikis auka tekjur sínar í nýja kerfinu vegna þess að það mælir umsvif
þeirra og miðar greiðslu í samræmi við verkefni þeirra.
Allar kirkjugarðsstjórnir og sóknarnefndir á landinu hafa fengið ítar-
legar útskýringar á þessum breytingum og einnig upplýsingar um fyr-
irkomulag greiðslu vegna grafarkostnaðar. Undirbúningur þessara
breytinga og aðdragandi allur hefur verið unninn með vitund og sam-
þykki biskups og kirkjuráðs. Kynning hefur farið fram meðal félaga
Kirkjugarðasambandsins, á héraðsfundum og tvívegis á kirkjuþingi,
sem samþykkti frumvarp Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumála-
ráðherra sl. haust og ráðherra lagði síðan fram sem ríkisstjórnar-
frumvarp á haustþinginu.
Fulltrúar Kirkjugarðasambands Íslands og kirkjugarðaráðs áttu gott
samstarf við fulltrúa ráðuneytanna í samninganefndinni og þakkað er
fyrir góðan skilning og málefnalega niðurstöðu. Menn voru sammála
um að hér væri á ferðinni málaflokkur sem brýnt væri að sinna vel og
fullvíst er að það sé vilji allra landsmanna.
Þórsteinn Ragnarsson,
formaður stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands.
Þórsteinn Ragnarsson
formaður Kirkjugarða-
sambands Íslands.
Ritstjórn:
Benedikt Ólafsson
Guðmundur Rafn Sigurðsson
Sigurjón Jónasson
Umsjón:
Guðmundur Ásgeirsson
Umbrot og prentun:
GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja
ISSN 1670-2395