Bautasteinn - 01.05.2005, Síða 6

Bautasteinn - 01.05.2005, Síða 6
6 Vladimir Surovtsev er einn af dáðustu höggmyndalistamönnum heims og á verk á mörgum söfnum um víða veröld. Hann býr og starfar í Moskvu en 9. maí, á Friðardegi Evrópu, var vígt minnis- merki eftir hann í Fossvogskirkjugarði um sjófarendur í Heims- styrjöldinni síðari. Er það stór og mikil bronsstytta sem heitir Von. Þann 9. maí voru 60 ár liðin frá því að yfirmenn þýska hersins, Keitel marskálkur, Friedeburg flotaforingi og Stumpf flugmarskálk- ur, eftirmaður Görings, gáfust opinberlega upp fyrir bandamönn- um í Heimsstyrjöldinni síðari. Surovtsev var við vígsluna og segir hér á eftir frá tilurð verksins, lífi listamanns í Moskvuborg, áhugamálum sínum og Ís- landsheimsókn sinni síðastliðið ár. „Í lífi sérhvers manns, ekki síst í lífi listamanna, koma upp allskyns tilviljanir og áskoranir,“ segir Surovtsev, aðspurð- ur um tilurð verksins. „Nú hef ég starf- að í samvinnu við Utanríkisráðuneyti rússnesku ríkisstjórnarinnar í um 15 ár og því orðinn kunnugur mörgum ráð- herrum og sendiherrum. Þar á meðal eru fyrrum og núverandi utanríkisráð- herrar, Igor Ivanov og Sergey Lavrov svo og Vitaly Churkin. Einnig hef ég verið svo heppinn að vinna nokkrar sam- keppnir um gerð minnismerkja og nú hafa sýningar á verkum mínum verið haldnar yfir þrjú hundruð sinnum, bæði í Rússlandi og í ýmsum Evrópulöndum. Það hefur gefið mér tækifæri að fylgjast vel með listalífinu bæði heima og er- lendis. Mörg verka minna hef ég unnið að beiðni stjórnmálamanna, t.d. frá Evgueny Primakov, Guennadi Selznyov og Yuri Luzhkov sem nú er borgarstjóri í Moskvu. Nokkur verkefni hef ég einnig fengið vegna stuðnings frá forseta Rússlands, fyrst Boris Yeltsin og einnig Vladimir Putin. George Bush eldri hjálpaði mér við að koma á fót einu verkefni. Nú á ég verk í sex löndum og öll hafa þau verið gjafir frá forseta Rússlands eða ríkisstjórn. Þetta hefur gefið mér tækifæri til að halda góðu samstarfi við yfirvöld, í þessu tilfelli rússneska sendiráðið á Íslandi“. Hestamennska er helsta áhugamál Surovtsevs og í gegnum það áhugamál hefur hann kynnst mörgu góðu fólki. „Ég hef þekkt rússneska sendiherrann á Íslandi, Aleksandr Rannkih, í mörg ár. Sameiginlegur áhugi á hestamennsku leiddi okkur saman og höfum við margoft farið saman í reiðtúra og tek- ið þátt í fjölmörgum hestasýningum í Moskvu. Svo erum við af sömu kynslóð og þekkjum vel áhrif seinni Heimsstyrjaldarinnar á Evrópu og uppbyggingu hennar. Kunningsskapur okkar og sameiginlegur skilningur gerði það að verkum að þetta verkefni varð að veruleika. Það var Aleksandr sem átti hugmyndina að því að þetta minnismerki yrði reist en fjárhagslega er verkefnið stutt af rússnesk-íslenska vinafélaginu og framkvæmdastjóra þess, Aleksandr Borodin.“ Surovtsev heimsótti Ísland í fyrra, kannaði aðstæður í Fossvogs- kirkjugarði, ferðaðist um og ræddi m.a. list sína í MÍR-salnum við Vatnsstíg. „Eftir ógleymanlegan fund minn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, komst verkefnið á fullt skrið. Ég varð hugfanginn af fegurð landsins ykkar. Heimsókn mín í Hvalfjörð, þar sem skipalestirnar í norðri voru skipulagðar, hafði mjög mikil áhrif á mig. Fjölskylda mín tók þátt í stríðinu og þessvegna fannst mér mjög við hæfi að taka þátt í þessu verk- efni. Faðir minn tók þátt í því og hann var með í hinni frægu sigurgöngu á Rauða Torginu í Moskvu 24. júní 1945. Margir ættingjar mínir létust í stríðinu, m.a. föðurbróðir minn, Nicolay Surovt- sev, en hann stjórnaði skriðdreka í fremstu víglínu. Draumur hans var að verða listamaður, en nú eru um 30 lista- menn í ættinni og má líta á það sem ákveðinn sigur. Á stríðstímum aðskiljast ástvinir, hjón, brúðir og brúðgumar. Allar konur trúa því að þeirra maður muni snúa heim, að kúlurnar muni fara framhjá honum. Þegar þau skiljast að vonar hún alltaf að hann snúi aftur, vonast eftir sigri. Þetta er hugsunin á bakvið nafn minnismerkisins Von. Ég ímynda mér að þessi hugsun sé nátengd ykkur Íslendingum. Í margar aldir hefur líf ykkar verið samofið sjónum, með skilnaði og endurfundum, þrám og áhyggjum, með von. Maður vonast alltaf eftir því besta, sama hversu aðstæður geta verið erfiðar. Um það er minnis- merkið“. Verkinu hefur verið valinn fallegur staður þar sem gengið er inn í Fossvogskirkjugarð, nærri breskum og norskum minningarreit- um. Hvað finnst Vladimir um staðsetningu og umhverfi minnis- merkisins? „Staðsetning þess er mjög góð. Ég vona að íbúar Reykjavíkur taki minnismerkinu sem hluta af borg sinni, hluta af kirkjugarð- inum sínum. Við sem að þessu komum, ásamt Aleksey Begunov, arkítekt, frá Sankti-Pétursborg og starfsfólki rússneska sendi- ráðsins erum mjög þakklát yfirvöldum í Reykjavík og á Íslandi fyrir tækifærið til að reisa minnismerkið á þessum stað í garðin- um“. En skyldi vera mikil gróska í höggmyndalist í Rússlandi um þess- ar mundir? „Ég held að þróun listar og menningar byggist alltaf á þróun ríkisins. Þegar fjármagn eykst og stöðugleika er náð þá geti fólk Von í Fossvogskirkjugarði - viðtalið var tekið fyrir vígluna - „Von“ , minnismerki.

x

Bautasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.