Bautasteinn - 01.05.2005, Side 8

Bautasteinn - 01.05.2005, Side 8
Þeim sem eitthvað eru slakir í sögu íslenzkrar tónlistar skal hér lýst listgrein- inni „dúlli“ og þeim manni sem hóf hana til nokkurrar frægðar. Sá maður var Guð- mundur Árnason, fæddur að Klasbarði í Landeyjum 7. júlí árið 1833, sonur hjón- anna Árna Jónssonar og Jórunnar Sæ- mundsdóttur, alsystur Fjölnismannsins fræga, Tómasar Sæmundssonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð og einkavinar Jónasar. Hjón þessi voru afi og amma snilldarmannsins Árna prófasts Þórarins- sonar á Stóra- Hrauni sem Þórbergur hefur gert ógleymanlegan í æfisögu séra Árna. Bróðursyni Guðmundar dúllara segist svo frá dúlli frænda síns: Þessi list, dúllið, var einskonar söngur, er Guð- mundur söng með sérstökum seremoníum, oftast á þá leið, að hann studdi öðrum olnboganum, venjulega vinstra arms, fram á eitthvað sem hann sat við. Undir olnboganum varð hann að hafa einhvern lepp. Oftast var það húfa, vettlingur eða klútur, en feg- urst sagði hann að dúllið hljómaði, ef hann mætti tylla olnbogan- um á kvenmannssvuntu. Þegar Guðmundur hafði komið sér fyrir á þennan veg, upphóf hann sjálft dúllið. En til þess að gera söng- inn fegurri og áhrifameiri fyrir sjálfum sér, dillaði hann enda litla fingurs eða bendifingurs vinstri handar í vinstri hlustinni á með- an hann dúllaði lagið. Annar maður, séra Jón Skagan, segir svo frá komu Guðmund- ar heim til foreldra sinna á Þingskála á Skaga, þar sem hann dúll- aði fyrir gestgjafa sína og börnin. „Ef ég man rétt,“ segir séra Jón í endurminningargrein, „skiptist dúllið í lágdúll, miðdúll og há- dúll, og þótti mest til hádúllsins koma, enda rödd dúllarans bæði sterk og mikilfengleg.“ Aðeins hefur hvarflað að mér skýring á „hádúllinu“. Þórarinn, bróðir Guðmundar, var um skeið við jarðvinnslunám í Dan- mörku, og með honum í náminu var svissneskur maður vel söngvinn, og leyfði hann Þórarni að heyra svissneska söngva og þar með jóðl, en Þórarinn var bæði raddmaður og söngvís. Það skyldi því aldrei vera að alpa-jóðlið svissneska hafi átt sinn þátt í „hádúlli“ þessa íslenzka raddmanns? Í ferðalögum sínum var oft í slagtogi með Guðmundi Símon Dalaskáld, sem Guðmundur tign- aði umfram alla aðra menn, bæði sem mikilmenni og stórskáld. Til umbunar þessum skjólstæðingi sínum útnefndi meistarinn Guðmund sinn sekreter, og þegar þeir gengu um götur í kaup- stað, gætti sekreterinn þess, að ganga alltaf nokkrum skrefum á eftir meistara sínum, en aldrei samhliða. Á gististöðum, þar sem Dalaskáldið stráði um sig aðdáunarfullum vísum um húsmæður og blómarósir heimilisins, naut Guðmundur hylli skáldsins í við- urgerningi, ekki síður en loftunga Símonar sjálfs. Eftir miklar ferðareisur - sem ólistrænar sálir vildu fremur kalla flakk - og mikla skemmtun fólki með hinni sérkennilegu sönglist sinni, bæði hjá góðum gestgjöfum og opinberlega (inn- gangseyrir 25 aurar fyrir fullorðna, en 10 aurar fyrir börn), var Guðmundur kominn á áttræðisaldur og farinn að finna að sand- urinn í efra hvolfi stundaglassins var mjög að minnka, en auk þess orðinn leiður á Reykjavík og Vesturlandinu yfirleitt. Þá var það einn dag að hann hittir Þórhildi Tómasdóttur frændkonu sína, móður Jóns Helgasonar biskups, og segir formálalaust að nú sé hann að fara austur á sveit sína til að deyja, en tekur um leið fram, að minnisvarðinn sé kominn austur og eigi að standa við hliðina á leiði föður hennar í garðinum á Breiðabólstað, „en þar á að jarða mig“. Listamenn á faraldsfæti vita náttstað sinn sjaldnast fyrir, og svo fór hér. Á stórbýlinu Barkarstöðum í Fljóts- hlíð lét hann nótt sem nam, en þar bjó annar Tómas, einnig frændi hans. Sú nótt teygðist raunar í margar vikur, ef ekki mán- uði. Undir vor veturinn 1912-1913 á Barkarstöðum var Guðmund- ur oft laslegur og fylgdi varla fötum. Þegar Guðmundur hvarf úr rúmi sínu undir kvöld, vildu synir Tómasar hafa fyrir satt, að hann færi út í smiðju eftir einhverju oddverkfæri eða meitli og sæti síðan yfir „minnisvarða“ sínum sem lá fyrir utan hlaðstéttina og væri eitthvað að banga við steininn. Séra Árni Þórarinsson lætur að því liggja, að Tómasi frænda hans á Barkarstöðum hafi ekki þótt með öllu tilhlýðilegt að Dúllarinn fengi leg við hlið Fjölnismannsins fræga í Breiðabólstaðargarði, og hafi synirnir enda brýnt fyrir Guðmundi að þangað væri löng og erfið leið með lík bæði og „minnisvarða“. Á Hlíðarenda bæri varðann miklu hærra, enda sá staður miklu göfugri á marga lund. Að lokum féllst Guðmundur á þau rök, og 2. dag maímánaðar 1913 var Guðmundur jarðsettur í Hlíðar- endagarði í útsunnan éljagarra, sem hefur vonandi dúllað yfir honum sinn veðrasöng, bæði við kirkju og varða. 8 Björn Th. Björnsson Guðmundur dúllari lagar til legstein sinn Björn Th. Björnsson. Legsteinn Guðmundar Árnasonar.

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.