Bautasteinn - 01.05.2005, Síða 9
Mörgum áratugum síðar vildi svo til, að við Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður hittumst austur í Fljótshlíð og ákváðum að
skoða saman legstein Gvendar dúllara í Hlíðarendagarði. Undir
mikilli áletrun á steininum eru rispuð þrjú stór S, SSS, og fórum
við að spá í merkingu þess. Varla vorum við nema komnir heim
til Reykjavíkur þegar Kristján hringdi til mín og segir, svo sem
glöggskyggni hans var líkt: Ég held að ég sé búinn að ráða þetta
með SSS-in, en bók Þórbergs um æfi séra Árna var enn ókomin á
þrykk, svo ekki gat hún verið honum til leiðsagnar. „SSS“ sagði
Kristján „merkja líklegast: S(jálfum) S(ér) S(etti), G.Á.“. Það
mun og rétt. Frásögn séra Árna af æfilokum farandlistamannsins
bróðursonar síns er klassísk bæði og dramatísk og lýsir þeim
báðum vel, trygglyndi Guðmundar og sögusnilld séra Árna.
Það fór svo sem að lokum var ákvarðað að lík Guðmundar - og
minnisvarðinn með - var flutt að Hlíðarenda og hann jarðsunginn
þar 2. dag maímánaðar árið 1913.
Hinzta andvarp Guðmundar Árnasonar
Heimilið á Barkarstöðum var fjölmennt og þar haldið fast við
ýmsa gamla og göfuga siði, svo sem húslestra. Þegar kom fram
yfir páskana vorið 1913 var Guðmundur oft æði laslegur, einkum
með hallandi degi. Dag einn, þegar Tómas bóndi kom frá hey-
verkum í hlöðu segir Guðmundur við hann: „Ég vildi heldur að
þú læsir lesturinn í fyrra lagi, frændi, því ég finn hvað mér líður“.
Orgel var á Barkarstöðum, og fólkið skipaði sér í kringum það til
guðsþjónustugerðar.
Það var sunginn sálmur og spilað undir. Síðan las Tómas lest-
urinn og sat í dyrunum meðan hann las, til þess að frændi hans
heyrði betur. En Árni sonur Tómasar var hjá Guðmundi meðan
lesið var og gerði ýmist að hagræða honum í rúminu eða hjálpa
honum að sitja framan á. Síðan var sálmurinn sunginn eftir lestur
og aftur spilað undir. Að því loknu gekk Tómas inn til frænda
síns. Guðmundur sat framan á. Tómas innti hann eftir, hvernig
hann hefði heyrt lesturinn. Guðmundur leit upp á hann og
kvaðst hafa heyrt vel og bætir við snöggur og léttur í máli eins
og æfinlega: „Þakka þér fyrir lesturinn, frændi. Mikið skáld er
Símon“. Og í sama andartaki og nafn Símonar dó út á vörum
hans, hné hann með höfuðið niður á bringu og var þegar örend-
ur. Þeir Árni og Tómas gripu utan um hann, til þess að hann dytti
ekki fram yfir sig á gólfið, og lögðu hann upp í rúmið liðið lík.
Þannig skipaði meistari hans hærri sess í sálu Guðmundar en
Sending heilags anda í húspostillunni. Atburður þessi varð á
fjórða sunnudegi eftir páska á ári Herrans 1913, segir bróðurson-
ur Guðmundar, séra Árni Þórarinson í æfisögu sinni.
Legsteinn Guðmundar Árnasonar í
Hlíðarendagarði
Svo annt var Guðmundi um eftirmæli sín sem hann samdi
sjálfur, að þau komust naumast fyrir á steininum.
Þau eru svo látandi:
HJER UNDIR HVÍLIR
GUÐMUNDUR ÁRNASON
F. 7. JÚLÍ 1833
D. 20. APR 1913
ÞJÓÐKUNN LIST SEM ÞESSI GJÖRÐI
ÞAR FYRIR ER STEINNINN REYSTUR (svo)
ÁTTI GRIPI ÚR GULLI SKÆRU
HÖNDIN FRJÁLS OG HEYLSAN GÓÐA (svo)
EINNIG LÍKA AFBRAGÐS SINNI
SSS G.Á.
Steinninn er upphaflega höggvinn af þeim ágæta steinsmið
Júlíusi Andreas Schau og kostaði kr. 140,-, en Schau á mörg stór
og ágæt verk í Hólavallagarði í Reykjavík.
Nýlega hefur þó letrið á steininum verið skýrt upp.
9
Andlát til útfarar er efniviður lögfræðilegrar úttektar sem nýlega fór fram á vegum stjórnar Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.
Lögmennirnir Árni Vilhjálmsson hrl. og Árni Sigurjónsson hdl. unnu úttekt þessa, sem eins og segir í inngangi höfðu það að markmiði
að gera: „[...] úttekt á ákvæðum laga og reglugerða sem taka til tímabilsins frá andláti einstaklings og þar til útför hans hefur farið fram.
Vart verður hægt að hafa slíka úttekt algjörlega tæmandi um efnið en helstu réttarheimildir hvað þetta varðar hafa verið kannaðar.“
Í greinargerðinni er farið markvisst yfir þau atriði sem upp koma við andlát, og tímabilinu frá andláti til útfarar skipt upp í nokkra kafla:
Andlát, útgáfa dánarvottorðs, undirbúningur og framkvæmd útfarar og skipti á dánarbúi.
Hægt er að nálgast greinargerð þessa á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, http://www.kirkjugardar.is
- Andlát til útfarar -