Bautasteinn - 01.05.2005, Síða 18
18
Í ágústmánuði s.l. efndu Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts-
dæma til samkeppni um hönnun á þjónustubyggingum og um-
hverfi þeirra við Gufuneskirkjugarð. Samningur um samkeppnis-
hald var gerður við Arkitektafélag Íslands (AÍ) og fór samkeppn-
in fram samkv. samkeppnisreglum þess.
Nokkur timburhús, sem reist voru 1980 til að sinna húsnæðis-
þörfum kirkjugarðsins til bráðabirgða, fullnægðu engan veginn
þörfum hans og sárlega vantar aðstöðu fyrir presta, útfararstjóra
og aðstandendur. Ætlunin er að aðstaðan verði eins og best
verður á kosið og aðstandendur geti fengið alla þjónustu á einum
stað.
Í dómnefnd sátu: Ólafur Sigurðsson arkitekt, Ellý K. Guð-
mundsdóttir forstöðumaður, Þórsteinn Ragnarsson forstjóri og
formaður nefndarinnar tilnefnd af útbjóðanda; Elín Kjartansdótt-
ir arkitekt FAÍ og Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ tilnefnd af
AÍ, en ritari nefndarinnar var Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri.
Tilgangur með samkeppninni var að fá raunhæfar tillögur sem
tryggja myndu gott flæði ólíkra þjónustuþátta eins og reksturs
kirkjugarðsins, varðveislu og umönnunar látinna, kistulagningar,
bænastunda, útfara, erfisdrykkja og líkbrennslu.
Áhersla var lögð á að byggingarnar féllu vel að umhverfi sínu
og þar sem um áfangabyggingar er að ræða þurfa þær að virka
heilsteyptar við lok hvers áfanga. Samkeppnin var auglýst þ. 8.
ágúst 2004 og skilafrestur var til 16. nóv. Alls bárust 18 tillögur.
Dómnefnd lagði áherslu á sex atriði við mat sitt, heildarlausn,
yfirbragð, innra og ytra fyrirkomulag, sveigjanleika með tilliti til
áfangaskiptingar, efnisval og hagkvæmni í byggingu og rekstri.
Í umsögn dómnefndar um tillöguna sem valin var í fyrsta sæti
segir m.a.: Framsetning tillögu er góð og dregur upp skýra
mynd af þjónustubyggingum sem hafa yfir sér fallegt heildaryfir-
bragð, falla vel að umhverfi sínu og hæfa starfsemi vel...“ Já-
kvætt er að útsýni er úr athafnarrýmum og dagsbirta notuð á
skemmtilegan hátt. Áfangaskipti eru góð og tillagan hagkvæm í
rekstri. Stærð byggingar skv. tillögunni er 3.490 m2 sem er 33%
yfir uppgefnu nettóflatarmáli. Dómnefnd telur þó að bæta þurfi
aðkomu að byggingum og bæta við bílastæðum.
Það var Arkibúllan ehf sem átti tillögu þessa en þær Hólmfríð-
ur Jónsdóttir arkitekt FAÍ og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir arki-
tekt FAÍ eiga hana og reka. Þær nutu aðstoðar myndlistarmann-
anna Olgu S. Bergmann MFA og Önnu Hallin MFA (Berghall),
auk þess sem þau Árni Bergmann rithöfundur, Heba Sigurgeirs-
dóttir nudd- og ilmolíufræðingur og Pétur H. Ármannsson arki-
tekt FAÍ veittu aðstoð og innblástur.
Í stuttu viðtali við Bautastein lögðu þær Hólmfríður og Hrefna
Björg mikla áherslu á þátt aðstoðarmanna sinna.
Tengdust kirkjugarðinum
„Við vorum svo heppnar að fá þær Olgu og Önnu til liðs við
okkur strax í byrjun en oftast koma myndlistarmenn að svona
verkefnum á síðari stigum,“ segir Hólmfríður. „Þær komu að allri
hugmyndavinnunni og eiga þetta alveg með okkur. Við komum
fram með gríðarlega margar hugmyndir og tillögur en það hjálp-
aði okkur að finna út hvað við vildum gera og fá þessa niður-
stöðu. Þessa þrjá mánuði sem við höfðum dvöldumst við nánast
upp í Gufunesi og tengdumst staðnum vel, vorum þarna í náttúr-
unni innan um gróður og steina“, en þær ákváðu fljótlega að hafa
þjónustubyggingarnar eins látlausar og smekklegar og kostur
var. Í suðvesturhorni garðsins, þar sem byggingarnar munu rísa,
er töluverður halli sem þurfti að taka tillit til og hafa þær unnið
afar vel úr þeim vanda en eins og þær segja í greinargerð sem
fylgdi tillögunni þá var byggingunni valinn staður þar sem verð-
Nýjar þjónustubyggingar við
Gufuneskirkjugarð
F.v.: Olga, Hrefna, Anna og Hólmfríður.
Tölvumynd af byggingunum.