Skák


Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 3

Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 3
SKAK II Útgefandi og ritstjóri: Jóhann Þórir Jónsson # Umsjón með efni: Helgi Ólafsson # Ritnefnd: Friðrik Ólafsson Guðmundur Sigurjónsson Hent Larsen A. J. Miles Guðmundur G. Þórarinsson Birgir Sigurðsson Jón Pálsson # Ut koma 10 tölublöð á ári 32 síður í senn # Áskriftarverð 300 kr. árgangurinn # Einstök blöð 35 kr. # Gjalddagi er I. janúar # Utanáskrift: SKÁK, pósthólf 1179 Reykjavík i # Prentað í Skákprent, prentsmiðju tímaritsins Skák Suðurlandsbraut 12 Símar 31391 - 31975 Ritstjórarabb Eflaust urðu þeir nokkrir, sem lirukku við er þeir lásu rabbið um heimtur áskriftargjaldanna. Að minnsta kosti urðu þeir margir sem vildn ræða málið við mig. Ef ráða átti út frá þeim viðbrögðum blasti framtíðin við, en ekki vorar á vetrum hér. Vissulega hækkaði gjaldið talsvert, en sú liækkun hlaut að koma. Hvorutveggja var að gjaldið hafði dregist aftur úr vegna linkindar minnar og svo er j>að nú blessuð bólgan. Niðurstaðan varð óbreytt frá fyrri tíð. Lætur nærri að gömlu „góðu“ 50% hafi greitt eins og venjulega, aðrir skila sér ef að líkum lætur fyrir árslok. Til þess að forðast allan misskilning vil ég taka fram að þeir, sem greiddu fyrir 15. febrúar fá auðvitað glaðning að venju. Hinir? Ja, þar sem ég hef orðið var við jrann misskilning að menn héldu að engin bók yrði á boðstólum nú og því ekki verið að liraða sér að borga! Þá er ég að hugsa um að gera jxessum aðilum lokatilboð: Allir sem greiða fyrir 15. maí 1981 fá bók í jólagjöf. Ég er nú reyndar viss um að árangurinn verður rýr, en hafi ]jessi misskilningur raunverulega átt sér stað er rétt að gera bragarbót. Eins og fram hefur komið á síðustu tölublöðum hefur verið minnkandi auglýsingamagn í ritinu. Ekki er það af góðu einu. Erfiðir tímar ráða þar miklu, en jafnframt og miklu fremur dugnaður T. R. og S. I. við fjáröflun á þessum vettvangi. Vera má að þessir aðilar geti eitthvað rétt fjárliagsafkomu sína með þessu uppátæki og er þá vel. Skáklífið í landinu þarf ætíð að vera sem blómlegast og leggja verður síaukið kapp á sóknina. í því sambandi má engu eira. Hvort „Skák“ lifir eða deyr láta stjórnendur jjessara samtaka sig litlu varða greinilega. Skák er líka einkafyrirtæki, rekið af manni sem hefur þá hugsjón eina að græða á skákhreyfingunni segja þeir — ekki ]jó alveg allir. Ég hef þó haft aðra trú. Haldið að ég væri að gera skákhreyf- ingunni gagn með þessu erfiði mínu. Og eitt vil ég segja við þessa vísu feður skáklistar í landinu: „Hafi verið gróði af út- gáfu Skákar hingað til, þá megið þið eiga hann!! Nú er bara að leita hann uppi, gjörið jjið svo vel. Nei, svona í alvöru talað, hvers vegna taka þessir menn bara ekki við útgáfu Skákar? Það ætti að vera til lausn á því máli og feginn yrði ég. Staðreyndin er sú, að nægar fjáröflunarleiðir eru til Jjótt ekki liöggvi allir í sama knérunn. Jóhann Þórir Jónsson. SKÁK 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.