Skák


Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 22

Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 22
óförum hans kemur þó ekki í Ijós fyrr en síðar. Nú hótar svartur 30. - Dd3, er þvingar hvítan út í óhagstætt endatafl. Eftir að hafa teflt ró- lega upp á síðkastið finnur Frið- rik hins vegar góðan leik sem nægir til þess að slá ryki í augu heimsmeistarans. 30. Dc3! 30. — Dc7 Enn heldur Karpov öllu sínu á þurru, en þessi endurtekning er þó allt annað en sannfærandi. Hugmynd Friðriks var að svara 30. - Dd3? með 31. Dxe5! Dxhl 32. Dxe7 og svartur er í úlfa- kreppu, þó hann sé skiptamun yfir. A. Mazukevich, skákskýrandi við sovéska blaðið „64“ telur svartan hafa örlítið betra enda- tafl eftir 30. - Bxe4 31. Bxe4 Dd2 32. Dxd2 Hxd2 og Larsen tekur í sama streng. Eftir 33. Kgl Bxa3 34. Bxc6 Bb4 35. Kfl hlýtur þó staðan að teljast stein- clautt jafntelli, þrátt fyrir mikla reynslu og góðan árangur heims- meistarans í að tefla endatöfl með mislitum biskupum. 31. Hb2! Þessi hógværi leikur lætur lít- ið yfir sér og í fljótu bragði virð- ist Friðrik, sem var kominn í tímaþröng, einfaldlega vera að leika meinlausum biðleik með jiað fyrir augum að fá að sjá áætlun andstæðingsins. A. m. k. I)enda viðbrögð Karpovs til þess að hann liafi skynjað leikinn þannig. Hann er þó með ólíkindum eitraður og hugmyndin sést fljótt ef við áttum okkur á því að 31. c5? gengur ekki vegna 31. - Hd5! og svartur vinnur peð. Ef hvítum tekst að leika c4-c5 bætir það stöðu hans til mikilla muna, m, a. vegna þess að þá hótar hann Hb6. Nú fellur heimsmeistarinn í þá gryfju að vera of upptekinn af eigin áætlunum og vanga- veltum um það hvernig hann geti náð öruggum stöðuyfir- burðum. Þetta kostar hann það að hann gefur ekki áætlunum andstæðingsins nægilegan gaum og áttar sig ekki á því hvernig þessi litli og hógværi leikur breytir aðstöðunni. Karpov an- ar Jjví bein't inn í fyrirætlanir Friðriks. 31. _ Hdl? Uppástunga Larsens, 31. - Bx- e4! 32. Bxe4 f5 33. Bg2 e4 og svartur stendur örlítið betur, er enn í fullu gildi. í þeirri stöðu á hvítur í nokkrum erfiðleikum með að verjast hótuninni 34. - Bxh4, jafnvel þó opin kóngs- staða svarts ætti að gefa honum nægilegt mótspil. Þótt Friðrik hafi hér átt að- eins tvær mínútur eftir á klukk- unni gefur hann Karpov ekki fleiri tækifæri til Jjess að stofna til hagstæðra uppskipta, heldur OSRAM hrifsar hann sjálfur til sín frum- kvæðið. 32. c5! Þarna er hugmyndin á bak við 31. Hb2 ljóslifandi komin. Ef nú 32. - Hd5, þá 33. Rd6! BxcI6 34. cxd6 (En auðvitað ekki 34. BxdS Bxd6) Hxd6 35. Dxe5 (Hótar 36. De8f Kg7 37. Hb8) Be6 36. h5! og varnarleysi svarts er hreint og beint ótrú- legt. 32. — Be6 Larsen telur þennan leik slæman án ])ess að rökstyðja Jjað nánar. 32. - Bxe4 33. Bxe4 kem- ur þó að ákaflega takmörkuðu gagni núna, ]jvj hótunin 34. Hb6 er enn mjög öflug og hug- myndin sem áður var svo góð, 33. - f5?, fellur um sjálfa sig vegna 34. Db3f. Niðurstaðan verður ])ví sú að peð sé fallið fyrir borð hjá svört- um eftir 32. c5! og Karpov reyn- ir J^ar af leiðandi að ná gagn- sókn á kóngsvæng og byrjar á því að staðsetja þennan biskup á góðum reit, d5. 33. Hb6 Bd5 Hér er orðið of seint að líta um öxl. Hvftur hótaði 34. Hxc6 Dxc6 35. Rf6f og svarta drottn- ingin fellur. 34. Dxa5 Hvítur er orðinn sælu peði 76 SKÁK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.