Skák


Skák - 01.06.1992, Síða 5

Skák - 01.06.1992, Síða 5
SKÁK Útgefandi og ritstjóri: Jóhann Þórir Jónsson Ritnefnd: Friðrik Ólafsson Guðmundur Sigurjónsson Helgi Ólafsson Jóhann Hjartarson Jón L. Árnason Margeir Pétursson Karl Þorsteins Jón Pálsson Guðmundur Arnlaugsson Guðmundur G. Þórarinsson Birgir Sigurðsson Auglýsingar: J.Þ.J. Einar H. Guðmundsson Út koma 10 tölublöð á ári Áskriftarverð 5000 kr. árg. Einstök blöð 600 kr. Gjalddagi er 1. janúar Utanáskrift: SKÁK, pósthólf 1179 121 Reykjavík Skákprent Dugguvogi 23, símar 31335 (skrifst.), 31391 (tæknideild), 31975 (prentsalur), 354-1-31399 Póstfax. Efni m.a.: Skákþing Reykjavíkur 1992 Lesendahornið Sagnir um nokkra skákmenn Bréfskákþing íslands Öndverðan Af erlendum veltvangi Af innlendum vettvangi íslensk skákstig í maí 1992 Frá Skáksambandi íslands Aðalfundur Skáksambands íslands var haldinn í maí s.l. Verulegar breytingar urðu á stjórn sambandsins. Forseti var kjörinn Guðmundur G. Þórarinsson en aðrir í stjórn, Margeir Pétursson, Andri Áss Grétarsson, Þröstur Þórhallsson, Andri Hrólfsson, Ríkharður Sveinsson og Haraldur Baldursson. Varamenn voru kjörnir Ólafur H. Ólafsson, Gunnar Björnsson, Jón Friðjónsson og Guðmundur Guðjónsson. Á aðalfundi var samþykkt tillaga um að bréfskákasambandið yrði sjálfstætt samband. Úr stjórn gengu margir sem mikið starf hafa unnið fyrir Skáksambandið og var þeim þakkað mikið starf. Á engan er hallað þó sérstaklega sé nefnt nafn Þráins Guðmundssonar, sem á áratuga starf að baki og enn sinnir ýmsum áríðandi verkefnum fyrir skákhreyfinguna. Stjórn SÍ skipti með sér verkum þannig að varaforseti er Margeir Pétursson, Þröstur Þórhallsson er ritari en Andri Áss gjaldkeri. Fyrsta verkefni nýkjörinnar stjórnar var að senda sveit á Ólympíuskákmótið í Manilla. Fyrri stjórn hafði reyndar undirbúið það mál. Árangur íslensku skáksveitarinnar var með miklum ágætum. Raunar var ísland þarna að etja kappi við skákmenningu Austur-Evrópu. I liði Banda- ríkjanna voru jú þrír fyrrum Sovétmenn. Sveit efnilegra skákmanna er þessa dagana að keppa í heimsmeistaramóti barna- og unglinga í Duisborg í Þýskalandi. Um næstu mánaðarmót er Norðurlandamótið í skák, nánar tiltekið 27. júlí—7. ágúst og þar strax á eftir Norðurlandamótið í skólaskák. Mótin fara fram í 0resund í Svíþjóð. Á Norðurlandamótinu er teflt svæðamót auk fjögurra flokka. Þ.e. 1. Svæðamót þar sem íslendingar senda 4 keppendur og nú lítur út fyrir að þeir verði allir stórmeistarar. 2. Meistaraflokkur, þeir sem hafa 2000 skákstig og meira. 3. A-flokkur, þeir sem hafa 1700—2000 skákstig. 4. B-flokkur, þeir sem hafa minna en 1700 skákstig. 5. Unglingaflokkur. Skáksambandið er nú að hefja undirbúning að Islandsmeistaramótinu í atskák 1993. Undanrásir verða tefldar á ísafirði, Akureyri og í Reykjavík en úrslitakeppnin fer væntanlega fram jan.—feb. 1993 og úrslitin í sjónvarpi. íslandsmeistaramótið verður teflt þ.e. landsliðsflokkur, á tímabilinu sept- ember—október í haust. Senn hefst undirbúningur Deildakeppninnar. Ákveðið hefur verið að Norðurlandamótið í skák 1995 verði á íslandi. Á þingi Skáksambands Norðurlandanna í sumar verður íslendingur kjörinn forseti Skáksambands Norðurlandanna. Skáksamband íslands hefur ákveðið að þann titil beri Jón G. Briem hæstaréttarlögmaður en varamaður íslands verður Ólafur H. Ólafsson. Ákveðið hefur og verið að Einar S. Einarsson forstjóri VISA verði fulltrúi íslands hjá Alþjóðaskáksambandinu FIDE. Telur stjórn SI að vel hafi tekist til með val þessara manna. Framkvæmdastjóri Skáksambands íslands er Ásdís Bragadóttir og síminn á skrifstofunni í Faxafeni er 689141. Skákmenn geta haft samband við skrifstofuna varðandi frekari upplýsingar cða fréttir. Guðmundur G. Þórarinsson SKÁK 129

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.