Skák


Skák - 01.06.1992, Qupperneq 6

Skák - 01.06.1992, Qupperneq 6
Sævar Bjarnason: Skákþing Reykjavíkur 1992 Sigurður Daði Sigfússon Skákmeistari Reykjavíkur Það má með sanni segja að vel sé að íslenskum skákmönnum búið. Það hefur ofanritaður sannreynt enda nýkominn heim frá Sví- þjóð, því skák-vanþróaða landi, eftir nokkurra ára dvöl. Og að sjálfsögðu tók ég þátt í Skák- þingi Reykjavíkur sem að vanda var haldið í byrjun janúar í félagsheimili T.R. Ég hef margar ljúfar minningar frá liðnum skákþingum, vann síðast er ég tók þátt, 1989, og gerði mér að sjálfsögðu góðar vonir um að sigra einnig í ár. En Sigurður Daði var á öðru máli. Pilturinn hefur verið ört vaxandi skák- maður undanfarin ár og sýndi mikinn sigurvilja og gott keppnisskap og það var honum gott veganesti á mótinu og í ein- víginu sem á eftir fylgdi. Sigurður Daði stóð lengi í skugga Hannesar Hlífars og Þrastar Arnasonar á unglingsárunum, en nú skaut hann þeim báðum ref fyrir rass. Hann er fæddur árið sögufræga 1972 líkt og Hannes og Þröstur og einvígi aldarinnar ætlar að verða okkur Frón- verjum drjúgt á skáksviðinu. Og víst er að Sigurður Daði hefur góða möguleika á að bæta sig, jafn rólegur og yfirvegaður og hann virðist vera. Ég vil af þessu tilefni óska Sigurði Daða til hamingju með sigurinn. Það var mikið um það rætt í árs- byrjun, fannst mér, að lægð væri í skáklífinu á íslandi um þessar mundir. Þátttakan í Skákþingi Reykjavíkur virtist benda til þess, aðeins 70 þátttakendur, að Skottu gömlu meðtalinni, á móti um og yfir 100 þátttakendum hér á árum áður. Að vísu skildist mér að verra hefði það verið árin tvö á undan, þá hefðu fáir keppenda verið yfir 25 ára aldri og jafnvel eitthvað færri. Nú brá svo við að ýmsir gamlir sótraftar voru á sjó dregnir á meðan flest gömlu aflaskipanna létu sig vanta. Jú ofanritaður og ritstjórinn og Bréfskákmeistari Norðurlanda Sigurður Daði Sigfússon og nokkrir aðrir heiðruðu sam- komuna með nærveru sinni. Það verður hinni nýju og glæsilegu stjórn T.R. verðugt verkefni að reyna að fá meiri breidd í félags- starfsemina og reyna að fá fleiri af þeim ágætu mönnum, frá horfnu kynslóðinni inn í félagið aftur. Það er ánægjulegt að hinn nýi formaður T.R., Árni Ármann Árnason, og flestir hinna nýju stjórnarmanna eru að miklu leyti aldir upp á Grensásvegi 46. Þeir muna gullöld T.R., muna Guðmund Ágústsson (og reyndar marga aðra) og hversu mikilvægt það er unglingunum að geta teflt oft í hverri viku við Meistara skákborðsins og heyrt óteljandi kjarnyrt spakmæli sem göfga hugann í stað afbakaðra vestur-heimskra öfugmæla. Það er mikilvægt að hin glæsilegu húsakynni skákhreyfingarinnar nýtist vel og að þar verði lifandi starfsemi með þátttöku allra kynslóða. Vikjum nú að gangi mótsins. Þeir Hannes Hlífar og Lárus Jóhannesson byrjuðu af miklum fitonskrafti og unnu fjórar fyrstu skákirnar og gerðu síðan jafn- tefli innbyrðis í þeirri fimmtu. Hannes virtist staðráðinn í að verða skákmeistari Reykjavíkur í fyrsta sinn, en í seinni helmingi mótsins var allur vindur úr honum. Hannes tapaði fyrir 130 SKÁK

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.