Skák


Skák - 01.06.1992, Blaðsíða 7

Skák - 01.06.1992, Blaðsíða 7
Guðmundi Gíslasyni og Sigurði Daða og missti þar með af lest- inni. Tapið gegn Sigurði Daða var sérlega klaufalegt og var algjör andstæða þeirrar tafl- mennsku sem hann síðan sýndi í alþjóðlegu mótunum í febrúar og mars. Lárusi tókst að halda efsta sætinu allt fram í 10. um- ferð, en þá tapaði hann fyrir Sigurði Daða og Sævari. Haukur Angantýsson tefldi af miklum krafti í mótinu og sýndi oft gamla takta. Hann var í efsta sæti ásamt Sigurði Daða og Sævari fyrir síðustu umferð. Haukur hafði þá ekki tapað skák, en gert fjögur jafntefli, við Sigurð Daða, Sævar, Hannes og Lárus. í síðustu umferð átti Haukur slæman dag og tapaði illa fyrir Guðmundi Gíslasyni. En hann sýndi að reikna má með honum aftur bráðlega meðal allra bestu skákmanna landsins. Ofanritaður tefldi að eigin dómi betur en oft áður. Að vísu tapaði ég illa fyrir Hannesi í byrjun mótsins en enginn má við snilld- inni. Góðir sigrar gegn Lárusi og Björgvini Víglundssyni í loka- umferð fleyttu mér í efsta sætið. Sama má segja um Sigurð Daða, að visu sigldi hann á milli skers og báru í nokkrum skákum, en góðir skipstjórar komast klakk- laust að landi. Guðmundur Gíslason hreppti 3. sætið og hefði með farsælli siglingu getað lent í efsta sæti. Hann fékk ekki að tefla við ofanritaðan, en það er einn af annmörkum Monrad- kerfisins, sem þeir Taflfélags- menn þráast við að nota, að efstu menn geta siglt framhjá hver öðrum. Það er skoðun margra að það sé ekki virðingu öflugra skákmóta samboðið að nota Monrad-kerfið. Monrad- kerfið er hannað sem hraðmóta- kerfi og hefur verið margendur- bætt. Að nota það í sinni ein- földustu mynd er hlægilegt, sér- staklega þegar tekið er tillit til þess að til eru tölvukerfi sem geta raðað stórum mótum á auga- bragði. Skákhreyfingin hefur aðgang að tölvukerfum, svo lík- lega verður að fara að senda skákstjórana á tölvunámskeið, eða hleypa einhverjum af unglingunum í T.R. í tölvuna. Guðmundur tefldi að vanda listavel á köflum en hafði ekki meðvind sem skyldi. Snorra Karlssyni tókst með sigri í þremur síðustu umferðunum að komast í gott sæti. Það er ánægjulegt að sjá unglingana framarlega, þótt helst kjósi ég að vera fyrir ofan þá. Það var ánægjulegt að sjá fleiri „gömul“ andlit en venjulega, eitt atriði til að lokka eldri kynslóðina er að sjá til þess að alltaf sé til gott kaffi og ekki á Perluverði. Einvígi okkar félaganna var baráttuþrungið og hefðum við báðir getað tryggt okkur sigur fyrr, en að lokum kom að því í bráðabana og í 7. skák að Sigurður Daði tók af skarið og lauk Skákþingi Reykjavíkur 1992 með góðum sigri. Skák nr. 6903 Það er ekki á hverjum degi sem tefldar eru 100 leikja skákir. Þær eru þó venjulegast sviptingar- samar og svo er með þessa. Athyglisvert miðtafl og endatafl. Hvítt: Þröstur Árnason Svart: Sævar Bjarnason Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 O—O 5. Bg2 d6 6. 0—0 Rbd7 7. h3 Þröstur velur óvenjulega upp- byggingu, betra er 7. Rc3 e5 8. e4. 7. — e5 8. Be3 exd4 9. Rxd4 He8 10. Rc3 c6 Ástæðan fyrir því að það sé betra að hafa Be3 fyrir framan e- peðið og eiga skiptamunsfórn yfirvofandi er mér hulin ráðgáta. 11. Dd2 11. Dc2 er annar möguleiki, en þá fórnar svartur skiptamun fljótlega. 11. — Rc5 12. Hadl Rfe4! 13. Rxe4 Rxe4 14. Dd3 14. Dc2 Rxg3! 14. — De7 15. Bf4 Bd7 16. Kh2 Had8 17. b4?! Vafasöm veiking, en Þröstur var hræddur við Rc5. 17. — Bc8 18. f3 Rf6 19. e4 Rh5! 20. Bcl Hvítu mennirnir eru ekki alveg nógu vel staðsettir, svo ekki þýðir að bíða átekta! 21. exd5 Dxb4 22. Bf4 c5! Nú verða svörtu mennirnir mjög virkir og c4-reiturinn veikur. 23. Db3 Betra var 23. Ba3 Da4 24. Rb5 b6 og svartur stendur betur. 23. — Dxb3 24. Rxb3 b6! 25. Hfel Rf6 26. Rd2 Ba6 SKÁK 131

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.