Skák


Skák - 01.06.1992, Síða 12

Skák - 01.06.1992, Síða 12
9. a4 g5 Svartur blæs í herlúðrana og nú verður ekki aftur snúið. Á þessu augnabliki vissi ég að þetta yrði siðasta skákin í einvíginu, en hins vegar hafði ég ekki hugmynd um hvernig hún færi. 10. c3 10. h4 er líklega betri leikur og neyðir hann svartan til að taka ákvörðun um hvort hann eigi að leika g4, og loka þar með kóngs- vængnum að mestu leyti, eða drepa á h4 og taka þar með á sig ýmsa veikleika á kóngs- vængnum. 10. — Be6 11. cxd4 exd4!? Leikurinn fær ! vegna þess að hann er hvassari en cxd4, opnar skálínuna h2-b8, heldur c- línunni hálflokaðri, opnar e5- reitinn fyrir riddarana og síðast en ekki síst þá heldur hann sókn- inni gangandi. Gallinn, og þar af leiðandi ?, er veiking f4-reitsins. Hvítur fær nú kost á að leika annaðhvort peði eða biskup á í'4 þar sem hann stæði mjög vel. 12. Rel Rangt væri að leika 12. h4, því að þá kæmi Rxe4 og svartur fær betri stöðu. 12. — Be7 13. b3 O—O—O 14. Bd2 Hdg8 15. Rc2?! Hvítur hefur teflt stöðuna alltof rólega og hefur hann greinilega vanmetið sóknarkraft svörtu stöðunnar. Nauðsynlegt var að leika f4 sem svartur hefði svarað GÁTUVÍSUR eftir Sigurkarl Stefánsson SKÁKPRENT Dugguvogi 23 — Sími 31975 best með þvi að drepa á c4 með biskup og síðan á f4 með peði. Staðan sem upp kæmi er mjög óljós en þó kannski ívið betri á hvítt. 15. — h5 16. f4 Besti leikurinn, en kemur aðeins of seint. 16. — h4! Svartur skeytir engu um peðið á g5 því nú skiptir mestu máli að sprengja varnir hvíts á kóngs- vængnum. 17. fxg5 Rd7 18. Bf4 Rde5 19. gxh4? Þessi leikur hyggir á misskilningi og hefur hvítur eflaust haldið að hann gæti skotið honum inn áður en hann dræpi með riddara á d4. Betra hefði verið að leika strax 19. Rxd4 og þá gæti komið 19. - Bxc4 20. Rxc6 bxc6 21. dxc4 Bxg5 með óljósri stöðu þar sem svartur hefur betri sóknarfæri. 19. — Hxh4 20. Bg3 Ekki gekk nú 20. Rxd4 vegna 20. - Hxf4! og svartur vinnur. 20. — Hg4 Þegar hvítur lék 19. gxh4? hefur hann líklega haldið að í þessari stöðu gæti hann leikið 21. Bh3 en sér nú að það gengur ekki vegna 21. - Hxg3t og svartur fær biskupsparið fyrir hrókinn og unna stöðu. 21. Rxe5 Rxe5 22. b4 Örvænting. Hvítur getur ekkert gert á kóngsvængnum nema beðið eftir að svartur gangi frá honum. Staðan er nú töpuð á hvítan og ekkert eftir nema úrvinnslan fyrir svartan. 22. — Bxg5 23. bxc5 Bh4 24. Rel Ekki gengur að drepa biskupinn á h4 því þá kemur 24. - Hxg2t 25. Khl Rf3 26. Bg3 Hxh2t með óverjandi máti. 24. — Bxg3 25. hxg3 Hxg3 26. Dcl? Afleikur í tapaðri stöðu, en hótanir svarts, eins og t.d. Rg4 eða Bh3, eru of margar til að hægt sé að ráða við þær. 26. — Rxd3 Hvítur gafst upp. Ástæðan er sú að annaðhvort verður hann mát eða tapar miklu liði. Skýringar eftir Sigurð Daða Sigfússon Hraðskákmót Reykjavíkur 1992 1. Haukur Angantýss. 15 2. Sigurður Sigfússon 14 3. Helgi Á. Grétarss. 13'/2 4. Björn F. Björnsson 13 5.—6. Halldór Einarsson 11 5.—6. Jón V. Gunnarsson 11 (af 18) TAXI vmcvnu 136 SKÁK

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.