Skák - 01.06.1992, Síða 20
að geta náð mjög langt. Á sein-
ustu a.m.k. 4 Olympíumótum
hefir verðlaunasæti oft verið inn-
an seilingar en ótrúleg sein-
heppni og skortur á sjálfstrausti
á úrslitastundum hefir haldið ís-
lensku sveitinni utan verðlauna-
palls hingað til.
Nú er lag og ég heiti á alla, sem
vilja veg íslenskrar skákar sem
mestan að styðja við bakið á
Olympíuliðinu með ráð og dáð.
Það er þó sorgleg staðreynd að
þegar þetta er skrifað hefir ekki
enn fundist styrktaraðili til að
kosta hina dýru ferð til Manilla,
en vonandi verða svör þeirra sem
leitað hefir verið til jákvæð.
Árið 1992 gæti líka fært okkur
heimsmeistara í skák. Leggja
þarf áherslu á að styrkja ungu
Norðurlandameistarana þá
Helga Áss Grétarsson, Jón Vict-
or Gunnarsson og Braga Þor-
finnsson til þátttöku í hinum
hefðbundnu heimsmeistaramót-
um ungmenna. Framfarir Helga
Áss Grétarssonar í skákinni á
seinasta ári voru stórstígar og
ekkert fráleitt, að 1992 verði hans
ár.
Hér hefir aðeins verið minnst á
tvennt sem breytt gæti doða í
fjörkipp á nýbyrjuðu ári, en að
sjálfsögðu er framtíðin sem
óskrifað blað. Eitt er þó víst, að
allir verða að leggjast á eitt og
vinna saman að framgangi skák-
arinnar á því herrans ári 1992.
P.S.
Öndverða þessi er skrifuð í
upphafi ársins. Ólympíumót og
heimsmeistaramót unglinga
heyra sögunni þó til er pistillinn
birtist. Enn einu sinni munaði
hársbreidd að verðlaun næðust á
Ólympíumóti og árangur ung-
linganna olli vonbrigðum að
þessu sinni, þótt Helgi Áss stæði
vel fyrir sínu.
1. Lemaire—Thibaut
Brússel 1951
2. Driksa—Strautin
Lettlcmd 1965
3. Bellin—J.O.Fries Nielsen
Kaupmannahöfn 1989
4. S. Jensen—H. Andersson
Kaupmannahöfn 1991
5. Zsuzsa Polgar—Armas
Saloniki 1988
6. Janovskí—Júferov
1988
144 SKÁK