I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Qupperneq 35
Af skákdrottnmgum
Sænska stúlkan Pia Cramling er
með réttu kölluð skákdrottning Svía.
Hún hefur teflt frá unga aldri, en fá-
ein síðustu ár hefur henni skotið upp
á stjörnuhimininn með leifturhraða
og er nú stigahæst kvenna í heimin-
um með 2405 stig, eða 20 stigum
hærri en heimsmeistarinn Maja
Chiburdanidze.
Pia kom hingað til lands í febrúar-
byrjun og tefldi á Búnaðarbanka-
mótinu og er skemmst frá því að
segja, að hún hreif hug og hjörtu
leikra og lærðra í skákinni með
glæsilegri taflmennsku, svo ekki sé
minnzt á persónuþokka ungrar og
óspilltar stúlku.
Vafalaust sveið ýmsum karlanna
sárt að þurfa að láta í minni pokann
fyrir henni, og í raun sluppu sumir
þeirra með skrekkinn úr faðmlögum
við hana á skákborðinu. Öll sú saga
er svo í fersku minni, að óþarfi er að
rekja hana frekar.
En við eigum líka skákdrottningu
hér á íslandi, Guðlaugu Þorsteins-
dóttur. Hún hefur náð miklum
frama á skákbrautinni og á sér
marga aðdáendur. Guðlaug hefur
ekki lagt það skapp á skákiðkun sem
Pia Cramling er þekkt fyrir, og skal
látið ósagt hvort Guðlaug hefði náð
jafn langt með svipaðri ástundun, en
hæfileikana dregur enginn i efa.
Þær Guðlaug og Pia leiddu saman
Pia Cramling.
hesta sína árið 1977 á Norðurlanda-
mótinu sem fram fór í Finnlandi í
júlílok það ár. Guðlaug var komin
þangað til að verja titilinn Kvenna-
meistari Norðurlanda. Ingvar Ás-
mundsson ritaði ýtarlega grein af
mótinu í 5. tbl. af tímaritinu SKÁK
þetta haust og gripum við niður í frá-
sögn hans af viðureign í kvenna-
flokki:
Skák dagsins var tefld í kvenna-
flokki. Þar börðust Guðlaug Þor-
steinsdóttir og Cramling harðri bar-
áttu um Norðurlandameistaratitil-
inn.
Guðlaug tefldi byrjunina vel og
miðtaflið eins og meistari. Síðustu
10 leikirnir voru leiknir á 5 mínútum
og barist af mikilli grimmd. Þegar
klukka Cramling féll kom í ljós við
athugun að hún var búin að leika til-
skilinn leikjafjölda. Skákin fór í bið
en var tefld áfram hálftíma síðar.
Guðlaug átti vinningsstsöðu í bið-
inni og vann endataflið örugglega.
Hvítt: Guðlaug Þorsteinsdóttir
Svart: Pia Cramling
Sikileyjarvörn
I. f3 g6, 2. e4 c5 3. d4 cxd4 4.
®xd4 Chf(, 5. £ic3 d6 6. J.c4 ±g7
7. ±e3 O—O 8. f3 hc6 9. ®d2
J. d7 10. O—O—O Hc8 11. Ab3
£ie5 12. h4 <hc413. J.xc4 Hxc414.
g4
14. h5 er talinn vera öflugri leikur.
14. — a6?!
Þetta er talinn vera of hægvirkur
leikur.
15. h5 b5 16. d5 <£ixd5 17. exd5
®c7 18. hxg6 fxg6 19. Wh2 <é>f7 20.
Hd2 Hc8 21. ébl Hh8
Svona leikir eru neyðarbrauð og eru
til merkis um að staðan sé erfið.
22. Hel Wc8 23. ®f4t <ég8 24.
We4 ÍTf8 25. Af2 J,f6 26. We2
®g7 27. c3 h5
Hvor keppandi átti tæpar 10 mínút-
ur eftir af umhugsunartímanum.
28. gxh5 Hxh5 29. 4ie6 Wh7 30.
Ág3 ±e5 31. Wg2
31. — l.xe6 32. dxe6 H g5 33. f4
Hxg3?
33. - Axf4 var betri leikur, en svarta
staðan verður slæm vegna veikrar
kóngsstöðu og peðsins á e6.
34. Wa8t <á>g7 35. fxe5 dxe5 36.
®xa6! #h6 37. Hde2 Hcg4 38.
#xb5 Hgl 39. ®xe5t <á>g8 40.
We3 Bxelt41. Hxel #h2 42. ®f3
fig2
Þetta var biðleikurinn. Við höfðum
reiknað með betri leik 42. - H f4.
43. ®f7t <á>h8 44. Wf8t <É>h7 45.
Wxe7t <á>h6 46. #b7 Hgl 47.
Hxgl ®xglt 48. <á>c2 #el 49.
Wd7 g5 50. b4 Wf2t 41. <á>b3 ®el
52. e7 #blt 53. éa4 #xa2t 54.
<á>b5 ®e2t 55. c4 #e5t 56. <á>b6
Svartur gafst upp.
Guðlaug Þorsteinsdóttir var efst í
kvennaflokki með 7 Vi v. af 8. Næst
var Cramling, Svíþjóð með 7 v. Aðr-
ar gátu ekki orðið Norðurlanda-
meistarar í kvennaflokki.
Guðlaug Þorsteinsdóttir.
35