I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 33

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 33
Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóðurinn í Keflavík hefur allt frá stofnun sinni 7. nóvember 1907, verið trúr ætlunarverki sínu. Hann hefur verið brjóstvörn fólks- ins, svo það fái sjálft notið þess fjár er það aflar, og að vera virkur þáttur í baráttu gegn þeirri miðstýringu valds og fjármagns sem varpar um og skugga á efnahagslif þjóðarinnar. í Hagsmunum Suðurnesja hafa verið kynnt rúmlega 40 fyrirtæki. Eitt hafa þau átt sameiginlegt og það eru viðskipti við Sparisjóðinn í Keflavík eða útibú hans. í flestum tilfellum er um að ræða veruleg við- skipti og fleiri en eitt látið þau orð falla, að án stuðnings Sparisjóðsins hefði reksturinn aldrei gengið. Saga Sparisjóðsins í Keflavík er á vissan hátt spegilmynd af lífi og háttum okkar Suðurnesjamanna og þver- skurður af þeirri ótrúlegu atvinnu- lífsbyltingu sem orðið hefur á þess- ari öld. Saga Sparisjóðsins er um leið saga framfarasinnaðra athafna- og hug- sjónamanna sem lögðu fram ómæl- anlegt, óeigingjart starf til þess að hrinda hugsjón í framkvæmd, sjá drauma verða að veruleika. Fyrsta lánið var veitt frá Spari- sjóðnum á 2. afgreiðsludegi hans, þann 13. janúar. Það var 600 kr. víx- ill til tveggja mánaða, en alls voru á fyrsta árinu veitt 49 lán. Þau voru frá 20 krónum og upp í 700 krónur. Á aðalfundi eftir fyrsta starfsár Spari- sjóðsins kom fram tillaga um að veita gjaldkeranum 75 kr. þóknun. Tillagan var samþykkt. Endanlegu ársuppgjöri fyrir árið 1983 er ekki lokið, en helstu niður- stöðutölur eru þessar: Heildarvelta sparisjóðsins 1983 var um 14.0 milljarðar króna. Inn- stæðufé var um sl. áramót um 530 milljónir kr. og náði Sparisjóðurínn í Keflavík því marki að verða stærsti sparisjóðurinn í landinu. Fjöldi starfsmanna hjá spari- sjóðnum er 60 manns. Elsti starfs- Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri. maður sjóðsins, aðalgjaldkerinn, Bragi Halldórsson, hóf störf 1955. Hinn 26. mars 1974 réð stjórn Sparisjóðsins tvo menn, Tómas Tómasson og Pál Jónsson, í störf sparisjóðsstjóra. Tóku þeir til starfa sama ár, eða 1. maí, og sitja enn við stjórnvölinn. Það, að ráðnir voru tveir sparisjóðsstjórar, markaði tímamót í sögu Sparisjóðsins og hafði einnig breytingar í för með sér á starfsemi annarra sparisjóða, sem farið hafa inn á sömu braut, eftir að hafa séð þá kosti sem slíkt hefur í för með sér. Tómas Tómasson er lögfræðingur að mennt, hafði áður starfað lengst við bæjarfógetaembættið i Keflavík. Einnig starfaði hann sjálfstætt sem lögfræðingur og þá m.a. fyrir Spari- sjóðinn. Páll Jónsson lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum og starfaði síðan við ýmis bókhaldsstörf, lengst af hjá ís- lenskum Aðalverktökum sem aðal- féhirðir, eða í 17 ár. Þeir eiga það sameiginlegt að vera báðir merkir félagsmála- og sveitar- stjórnarmenn. Sparisjóðurinn er aðili að Pátl Jónsson, sparisjóðsstjóri. greiðslukortakerfi VISA ISLAND og hafin eru gjaldeyrisviðskipti, eins og í öðrum stærri sparisjóðum. Þar með getur Sparisjóðurinn veitt Suð- urnesjamönnum alla almenna bankaþjónustu til mikils hagræðis fyrir viðskipti hans. Landsþjónusta sparisjóða er mik- ilvægur liður í þjónustu sparisjóð- anna með afgreiðslu á 45 stöðum víðsvegar um landið. Með tilkomu tölvuþjónustu Sparisjóðsins var stórbreyting á starfsháttum til bættrar og hraðari þjónustu, upplýsinga og aukins ör- yggis, og leggur Sparisjóðurinn áherslu á að fylgjast sem best með hinni öru þróun í tölvuvæðingu, enda var Sparisjóðurinn með fyrstu lánastofnunum á íslandi til að taka tölvur í sína þjónustu og er í dag einna best búinn í þeim efnum. Það er auðvitað öllum ljóst, að Sparisjóðurinn í Keflavík hefur eflst og vaxið svo sem raun er á orðin vegna þess fyrst og fremst, hversu íbúar svæðisins hafa sýnt honum mikla velvild og traust og hversu góðu starfsfólki hann hefur ætíð haft á að skipa. 33

x

I. alþjóðamótið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.