I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Qupperneq 22
Fiskur undir steini
Oft hefur því verið haldið fram að
Grindvíkingar væru menningar-
snauðir og Iifðu og hrærðust í fiskin-
um, en það er öðru nær. Þeir hafa
löngum verið félagslyndir og þar
hafa starfað og starfa enn hin ýmsu
félög, m.a. kvenfélagið sem var
stofnað 1923. Hefur það ávallt unnið
ötullega að ýmsum félags- og menn-
ingarmálum. Árið 1930 reisti það
veglegt samkomuhús sem var félags-
miðstöð Grindvíkinga allt til ársins
1972, er Félagsheimilið Festi var tek-
ið í notkun. Kvenfélagið er nú eign-
araðili að Festi en kvenfélagshúsið er
notað í þágu Tónlistarskólans, og
starfsemi Leikfélags Grindavíkur fer
einnig þar fram. í Grindavík starfa
félög stjórnmálaflokka, Lions- og
Kiwanisklúbbar, JC-félag, Rauða-
krossdeild og fleiri félög.
Einna öflugast þeirra er ung-
mennafélagið sem leggur aðallega
stund á knattspyrnu og körfuknatt-
leik, þar sem Grindvíkingar hafa
náð góðum árangri, en aðstæður
hafa mjög háð þeim til þessa. Von er
þó að úr rætist með nýju íþróttahúsi
Hin svipmikla kirkja Grindavíkur.
sem verið er að byggja. Og grasvöllur
mun vera á framtíðaráætluninni fyr-
ir knattspyrnumennina. Þá hafa
Grindvíkingar átt góða fjölbragða-
glímumenn (júdó).
Grindavík er aðili að sjúkrahúsi
Keflavíkurlæknishéraðs og það
minnir okkur einmitt á að Sigvaldi
Kaldalóns læknir og tónskáld, bjó
lengi í Grindavík. Heilsugæslustöð
Suðurnesja sem hefur aðsetur í
Keflavík, hefur útibú í Grindavík.
Landssímastöð hefur verið í Grinda-
vík frá 1917 — sjálfvirk stöð frá 1960
og póstafgreiðsla frá 1956 en bréf-
hirðing hófst þar 1892. Útibú Lands-
banka íslands hefur starfað frá 1972.
Bókasafn hefur aðsetur í Festi.
Pústþjónustan
Nýsmíöi og undirsetningar
Eigum á lager pústkerfi í flestar bifreiöar
Pústþjónustan
Fitjabraut 2 — Njarðvík — Sími 1227
22