I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 21
fiska eftir hugmyndum á sviði iðn-
aðar. Við höfum annað slagið staðið
fyrir kynningarherferðum til þess að
vekja athygli almennings á því sem
hér er að gerast, svo og þeim mögu-
leikum sem Suðurnesin í heild bjóða
upp á. Samvinnuverkefni sveitarfé-
laganna í S.S.S. eru afar fjölþætt og
get ég hér rétt drepið á stofnun Hita-
veitu Suðurnesja, Brunavarnir Suð-
urnesja, Iðnskóla Suðurnesja, sem
síðar varð Fjölbrautaskóli Suður-
nesja, Heilsugæslu Suðurnesja,
byggðasafn Suðurnesja, stofnun til-
raunasaltvinnslu á Reykjanesi og
svona mætti lengi telja.
Nýverið hefur verið stofnuð sam-
göngumálanefnd, sem á að gera til-
lögur um bættar samgöngur milli
byggðarlaganna hér á Suðurnesjum.
Ætti það m.a. að vera til að örva við-
skipti. Auk þess er nú nefnd á vegum
S.S.S. að vinna að ferðamálum,
þ.e.a.s. hvernig ferðamannaiðnaður
geti orðið okkur hér til framdráttar.
Númer eitt hjá okkur eru samt
orkumálin og þeir möguleikar sem
sú orka sem hér er í iðrum jarðar get-
ur veitt okkur. Möguleikarnir á
stofnun Orkuveitu Suðurnesja fær-
ast nú óðfluga nær og með slíkri
stofnun myndi skapast traustari
grunnur undir hugsanlegan iðnað af
margvíslegu tagi. Við eigum von á
því að ekki líði á löngu áður en þetta
mál verður lagt fyrir Alþingi.
Ég hef löngum verið þeirrar skoð-
unar, að Suðurnesin ættu að vera eitt
kjördæmi. Hagsmunir sveitarfélag-
anna hérna eru um margt líkir, en
fara ekki saman við hagsmuni ann-
arra hluta kjördæmisins, nema að
mjög takmörkuðu leyti. Það eru fá
landsvæði á íslandi sem eru jafn
landfræðilega og atvinnulega af-
mörkuð sem stjórnsýslueining og
kjördæmi og Suðurnes. Ég held ég
ætti mér þann draum helstan, að
hægt væri að segja um Suðurnesja-
menn, að þar lifði fólk hvað á öðru
— þá yrði hagsmunum Suðurnesja
best borgið í dag.
(Eiríkur Alexandersson,
framkvstj. Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum).
Finnbogi Björnsson, frkvstj.
Ekkert svæði á öllu landinu á sér
betri vaxtarskilyrði en Suðurnes.
Það er ljóst að þá orku sem við eig-
um hér á Suðurnesjum, verðum við
að nota til atvinnuuppbyggingar, því
fyrr, því betra. Sjóefnavinnslan er
bara einn þáttur, getur að vísu orðið
mjög snar þáttur í þessari uppbygg-
ingu. Þar er um að ræða fram-
kvæmdir sem ekki eiga sér hliðstæðu
annars staðar. Nu stendur yfir bygg-
ing byrjunaráfanga sjóefnavinnslu,
sem miðar að 40—80.000 tonna salt-
framleiðslu á ári. Þessi byrjunar-
áfangi er byggður sem fyrsti hluti
hins varanlega fyrirtækis.
Stefna Sjóefnavinnslunnar hf. er
sú að koma upp margþættri efna-
vinnslu, sem grundvallast mest-
megnis á því sem úr jörðu má fá á
Reykjanesi. Þannig er ætlunin að
framleiða minnst 40.000 tonn af
ýmsum salttegundum, minnst 4000
tonn af kalí og 9000 tonn af kalsíum-
klóríði. Ýmis konar önnur fram-
leiðsla er á döfinni. Ætlunin er að
framkvæma þetta í beinu framhaldi
af því sem nú er verið að gera.
Ég hef látið í ljósi þá skoðun
mína, að i framtíðinni sé vel hugsan-
legt að um 950 manns geti byggt af-
komu sína að einhverju eða öllu leyti
í tengslum við þær mörgu hliðar-
greinar sem kunna að skapast með
þeim framkvæmdum sem nú eru í
gangi í tengslum við Sjóefnavinnsl-
una. Þetta gerist hvorki í dag né á
morgum, en möguleikinn er fyrir
hendi og möguleikarnir eru næsta
ótæmandi.
Suðurnesjamenn eru nú að vakna
við það að sjórinn er ekki ótæmandi
gullnáma. Góðir framsýnir menn
hafa á síðustu áratugum spáð í hina
ýmsu framkvæmdamöguleika hér
suður með sjó, en fengið lítinn
hljómgrunn fyrr en nú, þar eð komið
hefur í ljós að sjórinn, atvinnuupp-
sprettan, er ekki ótæmandi.
Ég hef tröllatrú á möguleikum
Suðurnesja, og þá þar sem sjávarút-
vegur og iðnaður styðja hvort annað.
í skjóli þess munu svo verslun og
þjónusta dafna. Á sumum sviðum
eigum við litla samleið með öðrum
hlutum Reykjaneskjördæmis og því
er það skoðun mín að gera ætti Suð-
urnesin að sér kjördæmi sunnan
Hafnarfjarðar. Það mundi auka á
samkennd Suðurnesjamanna, sem á
stundum mætti vera meira af. Sam-
starf er ekki tilfinningasemi heldur
hagfræðileg nauðsyn.
(Finnbogi Björnsson, frkvstj.).
Frá Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi.
21