I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 29

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 29
Jón L. Árnason. Taflfélags Reykjavíkur 1976, aðeins 15 ára að aldri. Ári síðar íslands- meistari. Alþjóðlegur meistari 1979 og svona má lengi telja. Jón Loftur hlaut slæma skelli í upphafi Búnað- arbankamótsins, en lét það ekki á sig fá. Hélt sínu striki og sýndi þann baráttuvilja sem með honum býr. í Reykjavíkurmótinu skorti aðeins herzlumuninn. Jón L. dró til baka sængina á móti Piu og með örlitlum tilþrifum hefði hann orðið einn hinna efstu. Þeir eiga það sameigin- legt, Margeir og Jón L., að báðir eru menn vilja og athafna, og láta sér ekki nægja skákina. Báðir stunda háskólanám með góðum árangri og ætla sér frama á þeim vettvangi. Nú, þegar þeir snjöllu skákmeist- arar Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson, eru í blossum sviðsljósa fjölmiðlanna, er ekki úr vegi að minna á Birger Ruud, einn frægasta skíðakappa Noregs fyrr á tíð. Hann vann hvern sigurinn á fætur öðrum, og þegar haft var á orði að hann væri farinn að dala, svaraði hann að bragði: „Ég á bróður heima“ Það voru orð að sönnu. Bræður hans urðu heimsfrægir, einnig. Bræður Helga og Jóhanns í dag eru að sjálf- sögðu Jón Loftur og Margeir. Knezevic, Milorad, heitir sá næsti. Ættaður og uppvaxinn í Júgóslavíu, því mikla móðurlandi skákarinnar á einn og annan veg. Þeir tefla vel, þessir Slavar. Hann hefur 2450 ELO- stig sem þykir gott. Stórmeistari að nafnbót, harðskeyttur og traustur skákmaður, en ekki að sama skapi beinskeyttur. Honum lætur betur að verja en sækja, jafnteflin eru vinsæl við hans borð. Engu að síður er mað- urinn stórmeistari og ekki fyrir fjandann sjálfan að vita upp á hverju hann gæti tekið hér í Bláa lóninu. Knezevic er hljóður og hæglátur maður, lætur ekki mikið yfir sér, en kemst þótt hægt fari. Á Búnaðar- bankamótinu og Reykjavíkurmót- inu sýndi hann ekki vígtennur í skák- inni, en blóðhitinn fékk sína útrás þótt á annan veg væri. Landar hans hafa oftsinnis teflt á mótum hérlend- is og getið sér gott orð, ekki aðeins sem skákmenn heldur einnig sem góðir fulltrúar sinnar þjóðar. Þess- Vincent McCambrídge. um línum fylgja hlýjar óskir til sam- nefnara júgóslavneskra skákmanna, stórmeistara Svetozar Gligoric. Nú kemur fram á sjónarsviðið ungur og upprennandi Bandaríkja- maður, Vincent McCambridge að nafni. 2465 ELO-stig hefur piltur- inn, 23 ára að aldri. Hann er ekki þekktur sem einn af þeim stóru, en fyrir þá sem fylgjast með skák og lesa skáktímarit, er Vince engin uppákoma. Hann hefur djarfan og harðan sóknarstíl og ætlar sér stóra hluti í skákinni. Vincent McCambridge varð al- þjóðlegur meistari 1982. Hann varð sigurvegari í Opnu Meistarakeppn- inni bandarísku 1983 ásamt Nick deFirmian, en ofar tveimur köppum sem voru á Reykjavikurmótinu, þeim Christiansen og Shamkovic. Eins og margir ungir skákmeistar- ar vill McCambridge láta ljós sitt skína. Hann hefur þegar ritað bók um landa sinn Yasser Seirawan stór- meistara og vinnur um þessar mund- ir að bók með bandaríska stórmeist- aranum Jim Tarjan um kóngsind- verjann fyrir Batsfordútgáfuna. Vincent McCambridge hafði vað- ið fyrir neðan sig. Hann lauk há- skólaprófi í hagfræði frá hinum virta háskóla, California University í Berkley, árið 1982. Hann hefur náð frábærum afrekum í skákinni á ýms- um mótum og skrifar mikið um skák, m.a. í Player’s News og bandaríska skáktímaritið Chess Life. Hann hefur verið atvinnumað- ur í skák frá ársbyrjun 1983 og býr í London, Englandi. Þá er komið að meisturum meist- aranna þessa stundina, sigurvegur- unum í Reykjavíkurmótinu, þeim Helga Ólafssyni með 2445 stig og J ó- hanni Hjartarsyni. Báðir þessir kappar hafa verið í fremstu röð íslenzkra skákmanna nokkur undanfarin ár, Helgi öllu lengur fyrir aldurs sakir. Hann hefur lengi verið einn öflugasti skákmeist- arinn í liði ungu mannanna, en Helgi er maður sveiflunnar. Hann er geysi- lega harður keppnismaður og sókn- djarfur og fáir standast honum snúning í harðri stöðubaráttu. Þó hefur komið fyrir, að sveiflan hefur verið niður á við og Helga hefur ekki fundizt ástæða til að sýna sitt besta. Helgi hefur ekki teflt mikið að undanförnu. Hann hefur tekið sér hvíld frá sterkum mótum, en á hinn 29

x

I. alþjóðamótið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.