I. alþjóðamótið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Qupperneq 10

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Qupperneq 10
Gistihúsið í Bláa lóninu þar sem keppendur búa. neyslu. Stærsti hluti hitakerfisins nýtir vatnið aðeins einu sinni og kæl- ir það niður í um það bil 40°C en við það hitastig fer það í frárennsli hús- anna og þaðan til sjávar. Áætlað er að orkuþörf neytendanna næstu ár- in verði um það bil 110 MW eða 350 kg/sek af heitu vatni, en það sam- svarar hitaorku í 15 tonnum eða 100 tunnum af olíu á klst. Dreifikerfi Hitaveitu Suðurnesja hefur nú verið lagt í 7 sveitarfélög auk Keflavíkurflugvallar. Saman- lögð lengd alls dreifikerfis og að- veitulagna í lok árs 1982 er um 290 km. Heita vatnið fer aðeins aðra leiðina, eins og áður sagði, í sveitar- félögin, en hinsvegar kemur það til baka af flugvellinum. Aðalaðveitulagnir frá Svartsengi eru lagðar ofanjarðar og einangrað- ar með steinull og síðan varðar með álþynnum. Allar aðrar pípur eru neðanjarðar frá bæjarmörkum þétt- býliskjarna og verða þar af leiðandi ekki til trafala- eða lýta. Heita vatnið er sent út með mismunandi hitastigi. Vatn sem fer til Grindavíkur fer út 83°C og þar með gert ráð fyrir að það sé 80°C við bæjarmörk. Það vatn, sem sent er til byggðanna norð- an á skaganum fer út um 125°C að dælustöð í Njarðvík, þar sem það er blandað með „retúr“ vatni frá flug- vellinum og síðan sent út 80°C til notendanna. Almennt er reiknað með að húseigandi sleppi vatninu ekki heitara en 40°C út úr húsi sínu, enda liggur leið þess til sjávar. Með þessu móti er augljóst að vatnstaka í Svartsengi verður mjög mikil eða allt að 1200 tonnum á klukkutíma, en ekki er talin hætta á of mikilli vatnsnotkun þar sem reiknað er með að meðal úrkoma sem fellur á 15 km2 nægi til allrar vatnsþarfar hitaveitunnar. Háþrýstigufa er notuð til þess að framleiða rafmagn með milligöngu gufuhverfils. í dag eru þrír gufu- Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf. hóf starfsemi sína í 502 bílskúr við Smáratún en árið 1976 flutti fyr- irtækið í nýtt húsnæði við Iðavelli 6 í Keflavík, sem var stórt stökk eða upp í 800 m2. Árið 1983 fór fram gagnger breyting á vélakosti Tré- smiðjunnar og húsnæðið stækkað í 2000 m2. Við þessa stækkun var einnig aukið við vélakost fyrirtækis- ins. Var gerður samningur við danska fyrirtækið Sennersko A/S um vélakaup, uppsetningu og sam- stillingu á einni fullkomnustu fram- leiðslulínu hérlendis. Gefur þessi nýi vélakostur margvíslega möguleika til framleiðslu á sviði innihurða og við- arklæðninga, sem er sérsvið Tré- smiðjunnar. Við þessa breytingu er Trésmiðjan orðin í öllu samkeppnisfær við inn- flutta vöru hvað varðar verð og gæði, einnig býr Trésmiðjan við svipaðari vélakost og verksmiðjur í Skandi-* navíu sem keppa um íslenskan mark- að. Áætlað hefur verið að markaðs- þörf á Islandi fyrir hurðir séu um 25 þúsund árlega og er það stefna fyrir- tækisins að framleiða um 10 þúsund hverflar í gangi og framleiða 8 MW afl (1 + 1+6). Með þessu móti er framleidd raforka í Svartsengi sem gengur að miklum hluta út á orku- kerfi Rarik. Orkuverið í Svartsengi notar hins- vegar ekki nema 1 til 2 MW en heild- arframleiðslutími gufuhverflanna getur auðveldlega verið 7000—8000 klst. Snemmaárið 1981 gerðu psoriasis sjúklingar tilraunir með böðun í „Bláa lóninu“. Böð þessi virtust gefa tímabundinn bata, enda er það í samræmi við það sem þekkt er ann- ars staðar frá að brennisteinsríkt vatn hentar vel til lækninga á gigt, exem, psoriasis. Sá árangur, sem náðst hefur í lækningu psoriasis, hefur orðið til- efni til þess að gera reglubundnar til- raunir með böðun sjúklinga í „Bláa lóninu“. Verði niðurstöður þeirra tilrauna í samræmi við fyrri árangur, þá er ekki að efa að í Svartsengi mun fyrr en síðar rísa heilsuhæli. hurðir á ári, sem er svipuð tala og innfluttar hurðir. Stefnt er að því að afgreiða hurðir af lager eins og inn- flytjendur bjóða nú upp á. Með því að hafa yfir að ráða svipaðri fram- leiðslutækni og erlendir samkeppn- isaðilar styrkist samkeppnisaðstað- an til muna. Öll framleiðsla fyrirtækisins er merkt TRÉ-X sem er nýtt vörumerki Trésmiðjunnar. Vörumerkið var tek- ið í notkun haustið 1983. Um er að ræða TRÉ-X viðarklæðningar jafnt spónlagðar eða undir málningu, af- greiddar af lager, einnig TRÉ-X inni- hurðir spónlagðar eða massívar. Massívar fulningahurðir er ein af nýjungum fyrirtækisins, og njóta þær mikilla vinsælda um þessar mundir. Fulningahurðirnar eru framleiddar úr aski og eik og einnig er hægt að fá þær litaðar í samræmi við óskir kaupenda. Hurðirnar eru algjörlega massívar, bæði spjöld og karmar. TRÉ-X vörur eru fáanlegar i helstu byggingavöruverslunum um allt land. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf. 10

x

I. alþjóðamótið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.