1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Blaðsíða 3
Avarp
formanns T.K.
Sú hugmynd að halda alþjóðlegt skákmót í Kópavogi, kom upp þegar landskeppnin við
Frakka stóð yfir í Kópavogi á síðasta ári. Aðal styrktaraðili mótsins er Kópavogsbœr, en
hann hefur á undanförnum árum stutt T.K dyggilega. Félagið eignaðist sitt eigið húsnœði
fyrir þremur árum og styrkti Kópavogsbœr kaupin verulega. Einnig hefur bærinn stutt
T.K. í þeirri viðleitni að efla barna- og unglingastarf. Það hefur borið góðan árangur og
/
hafa bœði strákar og stelpur náð góðum árangri á Islandsmótum að undanförnu, en
nánar má lesa um það í grein Hlíðars Þórs Hreinssonar í blaðinu.
I alþjóðamóti T.K. verða 22 keppendur þar af 8 erlendir skákmeistarar. Sjö stórmeistarar
eru í mótinu, þar af þrír íslenskir. Þeir eru Hannes Hlífar, nýbakaður sigurvegari á
/ /
Reykjavikurskákmótinu, Helgi Olafsson, margfaldur Islandsmeistari og fyrrverandi
/
íþróttamaður Kópavogs, og sá þriðji er Jón L. Arnason, sem er gleðiefni, því sá
skemmtilegi skákmeistari hefur alltof sjaldan sést á skákmótum undanfarin ár.
Af erlendu keppendunum er Ungverjinn Zoltan Almasi lang stigahœstur með 2.610
skákstig, sem er ótrúlega há stigatala því hann er aðeins 17 ára! Hann varð
heimsmeistari ífyrra íflokki 16 ára og yngri, en svo skemmtilega vill til að í mótinu eru
þrír aðrir skákmenn sem einnig hafa orðið heimsmeistarar í flokki 16 ára og yngri. Það
eru þeir Hannes Hlífar, Jón L. og D. Kumaran frá Englandi. Fróðlegt verður að sjá
hvernig þessum fyrrvernadi heimsmeisturum gengur í baráttunni við hinn feikna sterka
Ungverja.
/
Þröstur Þórhallsson og Helgi Ass Grétarsson eru einnig meðal þátttakenda og hyggjast
þeir án efa stefna að titiláföngum. Þeir eru báðir nýbúnir að ná sínum öðrum áfanga,
Þröstur náði öðrum áfanga að stórmeistaratitli á móti sem er nýlokið á Englandi og
Helgi Ass náði öðrum áfanga að alþjóðlegum titli á XVI. Reykjavíkurskákmótinu.
Taflfélag Kópavogs þakkar öllum sem lagt hafa félaginu lið við að gera þetta mót
/
mögulegt. Sérstakar þakkir fá Kópavogsbœr, Skáksamband Islands, Sparisjóður
Kópavogs og Búnaðarbankinn. Einnig ber að þakka þeim fyrirtœkjum sem lagt hafa
félaginu lið og vil ég hvetja menn til að kanna hvað þau fyrirtœki sem í blaði þessu
auglýsa, hafa upp á að bjóða áður en þeir leita annað.
Félagið býður alla keppendur velkomna.
Haraldur Baldursson
(A-
i 1
3