1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Síða 7

1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Síða 7
Skákmenn - velkomnir til leiks Það er mér mikil ánœgja að bjóða keppendur og gesti velkomna á „Alþjóðlega / Kópavogsskákmótið“ sem okkar ágœta Taflfélag Kópavogs stendur fyrir. Eg býð ykkur einnig,fyrir hönd bæjarbúa, velkomin í Kópavoginn. Taflfélag Kópavogs er í örum vexti og hefur að undanförnu lagt sérstaka rœkt við barna- og unglingastarf með prýðisgóðum árangri, ekki síst hvað stúlkurnar varðar. Þetta vil ég þakka. Taflfélag Kópavogs færist nút meira í fang en oftast áður með því að efna til alþjóðlegs skákmóts, en því ber að fagna, Þetta eykur möguleika ungra og efnilegra skákmanna til að vinna sér alþjóðlega titla, aflarþeim keppnisreynslu og hvetur aðra til dáða. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið er skemmtileg nýlunda í skáklífinu hér á landi og ég þakka stórhug og dugnað þeirra sem í slíkt ráðast og leggja á sig alla þá vinnu sem fylgir. Félagsmenn hafa áður sýnt að þeim er fyllilega treystandi fyrir vandasömum verkefnum og / er þar skemmst að minnast landskeppninnar milli Islands og Frakklands sem Taflfélag / Kópavogs sá um. Eg er sannfærður um að þetta mun styrkja Taflfélag Kópavogs og vekja athygli á því öfluga starfi sem þarferfram. / Eg óska framkvœmdaraðilum mótsins þess, að allt gangi þeim í haginn, þetta verði líflegt og skemmtilegt mót og undanfari fleiri stórviðburða hjá Taflfélagi Kópavogs. Þátttakendum sendi ég kveðjur bæjarstjórnar og Kópavogsbúa og óska þeim öllum góðs gengis. SlGURÐUR GEIRDAL, BÆJARSTJÓRI 7

x

1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið
https://timarit.is/publication/2060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.