1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Side 11

1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Side 11
Hannes sér lítið fyrir og vann fyrstu 7 skákirnar og gerði síðan jafntefli í tveimur síðustu, og varð einn í fyrsta sæti. Síðast en ekki síst má ekki gleyma seinasta afreki Hannesar er hann sigraði á Reykjavíkurskák- mótinu ásamt tveimur öðrum. Það er ljóst að ferill Hannesar liggur beint upp á við og áræðanlega mun Hannes stefna að sigri á Kópavogs- skákmótinu. Helgi Ass Grétarsson FM F. 18. 02.1977 Skákstig 2415 Yngsti keppandi mótsins er Helgi Áss aðeins 17 ára gamall. Helgi Áss er án efa einn efnilegasti skákmaður landsins, og á nú þegar langan afrekaferil að baki. Hann hefur sigrað á fjölda unglingaskákmóta og hlotið marga titla, nægir þar að nefna að hann hefur orðið Skólaskákmeistari Reykjavíkur, Skólaskákmeistari Islands, bæði Drengja- og Unglinga- meistari fslands og margsinnis unnið sinn flokk á Norðurlandamótinu í skólaskák. Hann hefur einnig staðið sig vel á heimsmeistarmóti unglinga og tvisvar náð öðru sæti árið 1991 í Varsjá og í fyrra í Bratislava. Helgi varð Skákmeistari Reykjavíkur 1992 og í fimmta sæti í landsliðsflokki í fyrra. Helgi hefur hlotið 2 áfanga að Álþjóðlegum meistaratitli. Fyrsta áfangann fékk hann í Gausdal í fyrra og varð skömntu síðar hársbreidd frá því að ná öðrum áfanga á Lloyds Bank mótinu í London. Það var síðan á Reykjavíkurskákmótinu sent hann náði öðrurn áfanganum nteð stór- glæsilegum árangri og sigraði meðal annars þrjá stepka rússneska stór- meistara. Helgi Áss á framtíðina fyrir sér og spennandi verður að fylgjast með hvort að hann hampi Alþjóð- legum meistaratitli að Kópavogsskák- mótinu loknu. / Helgi Olafsson F. 15. 08.1956 Skákstig 2535 Helgi Ólafsson er 36 ára stórmeistari og núverandi íslandsmeistari í skák. Hann vakti fyrst á sér athygli þegar hann, ungur maður úr Vestnranna- eyjurn, varð unglingameistari Islands 1970. Á næstu árurn lét hann sífellt meira að sér kveða, var valinn í ólympíuliðið 1976 og varð fyrst Skákmeistari fslands 1978. Síðan hefur Helgi fjórum sinnum orðið íslandsmeistari. þ. á m. nú þrjú síð- ustu ár. Þá hefur hann teflt á öllum ólynrpíumótum síðan 1976 og verið fyrsta borðs maður á tveimur mótum. Helgi öðlaðist stórmeistaratign árið 1985 og hefur síðan unnið margan góðan sigur. Hann hefur teflt meira innanlands á síðari árum en flestir kollegar hans og má í því sambandi nefna frækilega frammistöðu hans á Helgarskákmótum tímaritsins Skákar, sem í ganrni hafa stundum verið kölluð „Helgamót“. Helgi hefur löngum verið sleipur í skákum með styttum umhugsunartíma og sigraði m.a. Jan Timman á eftirminnilegan hátt í beinni útsendingu á Stöð 2 í janúar í fyrra Helgi er e.t.v. mestur stemmningsmaður í hópi stórmeistara okkar. Tækni hans og rökréttri tafl- mennsku er við brugðið og þegar vel gengur virðist hann ekki hafa neitt fyrir hlutum, sterkustu meistarar verða eins og böm í höndunum á honum. / Jón L. Arnason F. 13. 11.1960 Skákstig 2520 Jón L. Árnason stórmeistari er 33 ára viðskiptafræðingur og atvinnumaður í skák. Ferill hans allt frá því er hann varð heimsmeistari unglinga 16 ára og yngri 1976 er glæsilegur og skákunn- endum kunnur. Hann hefur unnið til allra æðstu metorða íslenskrar skák- hreyfingar. Þannig varð hann skákmeistari Islands aðeins 16 ára árið 1977 og svo aftur 1982 og 1989, en stórmeistari varð hann 1986. Jón hefur átt fast sæti í Olympíuliði íslands síðan 1978. Nafn Jóns er skráð glæsilega í sögu alþjóðlegu Reykjavíkurmótanna, en hann sigraði á því XIII. árið 1988 og skaut þar hópi þekktra stórmeistara á bak við sig. Að sjálfsögðu hefur Jón í tímans rás teflt rnikið á erlendum vettvangi og ekki á þessurn vettvangi ástæða til að tíunda sigra hans þar. 11

x

1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið
https://timarit.is/publication/2060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.