1. Alþjóðlega Kópavogsskákmótið - 09.04.1994, Side 21
11
/ /
OFLUGT SKAKLIF
í KÓPAVOGI
Kópavogur hefur eignast tvo
Islandsmeistara í skák. I nóvember
var haldið íslandsmeistaramót
stúlkna 15 ára og yngri. Sigur-
vegari varð Harpa Ingólfsdóttir,
Hjallaskóla eftir að hafa sigrað
Islandsmeistarann frá því í fyrra 2-
0 í einvígi um titilinn eftir að þær
höfðu orðið jafnar í aðalkeppninni,
fimmta varð síðan Sigurlaug
Sigurðardóttir sem keinur einnig úr
Hjallaskóla. Viku seinna sigraði
síðan Hjallaskóli í Islandsmóti
stúlkna í skólaskák, sveitakeppni.
Sigurinn var aldrei í hættu og hlaut
Hjallaskóli 27 vinninga af 28
mögulegum. Sveitina skipuðu
Harpa Ingólfsdóttir, Elsa Ingólfs-
dóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir og
Guðlaug Eiríksdóttir. I 6. sæti varð
síðan Kársnesskóli sem kom
einnig á óvart en meðalaldur
sveitarinnar var einungis 8 ár.
Norðurlandamótið í skólaskák var
haldið í Finnlandi í mars.
Kópavogur átti keppanda á mótinu
sem var Hjalti Rúnar Ómarsson,
Digranesskóla sem keppti í flokki
9-10 ára eftir að hafa sigrað í
undankeppni mótsins. Hann stóð
sig mjög vel úti og fékk 3 vinninga
af 6 mögulegum. Fjórði í
undankeppninni varð síðan Birkir
Örn Hreinsson, Kársnesskóla.
Skáklíf barna og unglinga í
Kópavogi hefur verið mjög mikið í
vetur og verður mikið um að vera
fram í maí. Skákþing Kópavogs,
barna og unglingaflokkur, var
haldið í janúar. Sigurvegari í
aðalkeppninni varð Einar Hjalti
Jensson sem sigraði alla keppi-
nauta sína, Einar Jón Gunnarsson
varð annar og Hjalti Rúnar
Ómarsson þriðji. I flokki 9 ára og
yngri sigraði Jens Harðarson með
4Vi vinning, annar varð Birkir Örn
Hreinsson og þriðji Hannes
Magnússon. í stúlknaflokki varð
Harpa Ingólfsdóttir hlutskörpust,
Elsa Ingólfsdóttir varð önnur og
Guðlaug Eiríksdóttir í þriðja sæti.
Mikið hefur verið um að vera í
skákinni frá áramótum og mörg
mót haldin, enda hefur árangurinn
ekki látið á sér standa.
Hlíðar Þór Hreinsson.
21