SÁÁ blaðið - Apr 1984, Page 10
10
Sigtryggur Jónsson
Framhald af bls. 8
ferli og því meira ómeðvitað, því
erfiðara verður það þeim og því
meiri vandamál samfara ferlinu fyr-
ir þá sjálfa.
Vaxandi kynslóðabil
Bilið milli kynslóðanna, sem hófst
upp úr aldamótunum síðustu, hef-
ur síðan sífellt farið vaxandi. Auk-
inn hraði og tæknivæðing, stytting
vinnutímans og aukin stjórnun frí-
tíma, hefur í viðbót við fyrri firr-
ingu aukið hana svo, að einstakling-
ar innan fjölskyldna sem og milli
þeirra hafa sífellt meir fjarlægst
hver aðra og erum við hér komin að
breytingum í uppeldislegri stöðu
einstaklinga. I upphafi gátu
foreldrar, ömmur og afar, aðstoðað
unglingana er þeir þurftu að takast
á við þau sálfræðilegu vandamál,
sem ég minntist á áðan. Persónuleg
tengsl milli einstaklinganna voru
mikil og trúnaður milli kynslóð-
anna því nægilega mikill til þess að
í flestum tilvikum tókst unglingum
að yfirstíga þessa sálrænu erfið-
leika.
Fyrrnefnd tæknivæðing og hraði
hafa hinsvegar gert tengsl einstakl-
inga meir og meir yfirborðsleg,
ópersónuleg og bundin ákveðnum
skyldum og trúnaður því brostið.
Samhliða hefur svo stjórnun og
mötun á frítíma aukist svo að fæstir
kunna lengur að vera sjálfum sér
nógir með að hafa ofan af fyrir sér.
Eykur þetta enn á fjarlægingu ein-
staklinganna og ópersónuleg sam-
skipti. Skemmti- og afþreyingar-
iðnaðurinn blómstrar á kostnað
persónulegra og náinna kynna ein-
staklinganna.
Þróun þessi hefur átt Iangan að-
draganda og tekið áratugi. Lengi vel
hélt fjölskyldan velli hvað það varð-
ar að viðhalda persónulegum
tengslum og trúnaði milli einstakl-
inga og kynslóða innan hennar.
Síðast liðna áratugi hefur þó orðið
mikil breyting þar á. Kjarnafjöl-
skyldan hefur einnig byrjað að leys-
ast upp og er nú svo komið, að hún
er vart annað an neyslueining, þ.e.
hópur fólks, sem hefur sameigin-
lega neyslu á mat og afþreyingar-
efni og notkun á húsaskjóli. Fjöl-
skyldumeðlimir eru dreifðir mestan
hluta vökutíma síns milli mismun-
andi stofnana og vinnustaða. Af-
leiðing þessa er síaukið óöryggi
fjölskyldumeðlima, farið er að
hrikta í stoðum heimilisins, sem
lengi vel hefur verið eina örugga
stoð og stytta einstaklinganna og
veitt öryggi þeirri tilfinningu að til-
heyra einhverjum og geta gefið af
sér. Foreldrar eru orðnir óöruggir
um hvernig ala skuli börn upp, þar
sem þeir þekkja ekki lengur þarfir
þeirra, langanir og persónulegar til-
finningar. Börn og unglingar hafa
svo í óöryggi sínu búið sér til sinn
eigin heim og sína eigin menningu
og þessi heimur er foreldrum fram-
andi og lítt skiljanlegur.
Brostinn trúnaður
Ffin ópersónulegu tengsl milli full-
orðinna og unglinga hafa gert það
að verkum að brestur er kominn í
trúnað þar á milli. Þetta hefur því
ýtt unglingunum út í það að sækja
persónuleg tengsl til jafnaldra, þeir
eiga jú við sömu erfiðleika að etja,
og hvatt þá til að mynda sinn eigin
menningarheim. Þannig finna
unglingarnir að tengsl við jafnaldra
eru miklu meira gefandi og tryggari
í þeim skilningi að öruggara er að
eitthvað komi út úr þeim tengslum,
en tengslum við fullorðna.
Þörf unglinga fyrir persónuleg
og gefandi tengsl til þess að takast á
við persónuleg, sálfræðileg vanda-
mál er þannig ekki mætt af hinum
fullorðnu og því verður heimur og
raunveruleiki hinna fullorðnu langt
frá því að vera æskilegur eða eftir-
sóknarverður fyrir unglinga. Það,
sem unglingar finna fyrir, varðandi
fullorðinsheiminn, er að hann ein-
kennist af baráttu, baráttu fyrir líf-
inu. í stað þess að lifa lífinu
áhyggjulaust og njóta þess, finna
þau, að þau nálgast hraðfluga
heim, þar sem lítið er um gleði og
ánægju, lítið um persónulega gagn-
kvæma væntumþykju og Iítið um
ást. Sá heimur einkennist af hörku,
svikum, ópersónulegum tengslum
og óánægju. Þau fyllast því von-
leysi auk andúðar og jafnvel fyrir-
litningar. Viðbrögð þeirra verða
margskonar, en einkennast einkum
af ýmsum mótmælum og andstöðu
við fullorðna og reglur þeirra og
viðhorf, eða þá flótti frá því að
þurfa að takast á við þennan full-
HOIUÐBORGIR
EVRÓPU lEINNI FERÐ
'etta glæsilega sumartilboð
Arnarflugs gefur þér
tækifæri til að kynnast tveimur
stórkostlegum heimsborgum
fyrir ámóta verð og venjulega
kostar að heimsækja eina.
Þetta eru ekki galdrar. Þú flýgur með Arnarflugi frá Keflavík
til Schiphol-flugvallar í Hollandi og þaðan áfram með Air
France til Parísar - og sömu leið heim aftur^
Púræðurlengd ferðarinnar sjálfur
(hámark 30 dagar) og einnig hvort þú
staldrar við í Amsterdam fyrir
Parísardvölina eða á eftir. í
báðum borgunum er dvalið á góðu
hóteli með morgunverði.
Verð aðeins 16.175
miðað við gistingu í 2 manna herbergi í viku
Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 84477
*miðað við gengi 23.3. 84.
Hvers vegna
byrja unglingar að
neyta fíkniefna?
orðinsraunveruleika. Því nær sem
dregur fullorðinsárin, því meiri
mótmæli eða flótti, til þess að halda
sig sem lengst í burtu frá fullorðins-
heiminum og til að sýna fram á að
ábyrgð þeirra á honum er engin.
Ákjósanlegar aðstœður
Hagkerfi það, sem við Vesturlanda-
búar búum við hefur svo enn ýtt
undir það að unglingar búi sér til
sinn eiginn heim, með því að ýta
undir að þeir búi sér einnig til sinn
eiginn neytendaheim. Unglinga-
neyslan er orðin algerlega sér á báti.
Sérstök fataneysla, skemmtana-
neysla, hljómtækjaneysla og allt
sem henni fylgir, húsgagnaneysla
og svo mætti lengi telja. Allt þetta
hefur þjappað unglingum meir og
meir saman og aðstoðað þá við að
styðja hver aðra gegn hinum full-
orðnu.
Þegar svo er komið að heimur og
raunveruleiki hinna fullorðnu er
ekki lengur eftirsóknarverður fyrir
unglinga og þeim hefur verið
þjappað saman og þeir finna mest
og best tengsl við jafnaldra, auk
þess vonleysis, sem ég nefndi áðan,
hafa þær aðstæður skapast, sem
ákjósanlegastar eru fyrir þá, sem
grætt geta á framleiðslu og sölu
vímuefna. Eins og ég sagði áðan eru
viðbrögð unglinganna ýmist fólgin
í mótmælum gegn fullorðnum eða
flótta frá þeim raunveruleika, sem
þau nálgast óðfluga, en vilja ekki
taka þátt í. Jafnframt hefur í gegn-
um samheldni hópsins skapast að-
stæður fyrir faraldur innan hans
t.d. faraldur vímuefna.
Það er hins vegar einstaklings-
bundið, hver velur vímuefnaleiðina
út úr þessum aðstæðum og hver
ekki. Hver einstaklingur velur sér
sína leið út úr þessum aðstæðum.
Flestir velja að gera smáuppreisn og
aðlaga sig síðan þessum óæskilega
heimi, en margir velja flóttaleiðina
fyrir alvöru og festast í henni.
Margir úr síðarnefnda hópnum
gætu efalaust fyllt fyrrnefnda hóp-
inn með aldri og þroska, ef vímu-
efni hefðu ekki þau áhrif að vera
vanabindandi, ef ekki líkamlega,
þá sálrænt, þannig að þau kenna í
raun og veru flótta sem undan-
komuleið út úr öllum erfiðleikum í
stað þess að takast á við þá og yfir-
stíga þá. Kenna að flótti sé besta
vörnin.
Þannig hefst notkun vímuefna
hjá unglingum oft vegna flótta frá
aðstæðum, sem þeir hvorki hafa
vilja, löngun né getu til þess að
takast á við. Aðstæðum, sem eru
óbærilegar fyrir unglingana, því
þeir hafa svo lítið fjarlægst
manneskjulegan og einlægan heim
barnanna, en eiga nú að fara að
takast á við ópersónulegan,
harðneskjulegan og svikulan heim
hinna fullorðnu.
Margir unglingar eru þó enn til-
tölulega vel undir það búnir að tak-
ast á við þennan harða raunveru-
leika og þurfa ekki að flýja hann.
Þeir byrja þó oft notkun vímuefna
vegna þess að þeir skilja þessar
andstæður vel og vilja mótmæla
þeim. Gera eitthvað, sem er í and-
stöðu við vilja og reglur hins ráð-
andi og ómanneskjulega heims
hinna fullorðnu. Þeir hefja notkun
vímuefna samkvæmt faraldurs-
kenningunni. En með faraldri á ég
við að hópeflið og aðgangur að
vímuefnum gerir það að verkum að
þeir nota vímuefni til þessara mót-
mæla, frekar en eitthvað annað.
Vímuefnin dreifast þannig frá ein-
staklingi til einstaklings, gegnum
kunningsskap og unglingamenn-
ingin auglýsir þau upp. Hér á ég við
að poppmúsík unglinganna er upp-
full af auglýsingum um unað efn-
anna, hassplöntumerki á fatnað og
merki til þess að hengja á leður-
jakka og svo framvegis. Þetta er
kallað faraldur, vegna þess að í raun
má líkja þessu við smitandi sjúk-
dóm, sem gengur frá manni til
manns.
Félagslegar breytingar
hafa skapað aðstœðurnar
Þannig hafa þjóðfélagslegar breyt-
ingar s.l. áttatíu ár ýtt undir og
skapað þær aðstæður, sem liggja
að baki þeim tveim höfuðorsökum
sem ég tel að liggi að baki síaukinni
neyslu vímuefna í hinum vestræna
heimi og við erum að fullu þátt-
takendur í. Þessar þjóðfélagslegu
breytingar hafa, eins og ég sagði í
upphafi haft áhrif á og breytt
félagslegri-, sálfræðilegri- og upp-
eldisfræðilegri stöðu unglinga auk
þess sem þær hafa skapað faraldur
vímuefna. Hvort sem við erum að
fást við vímuefnavandamál eða
eitthvert annað vandamál eins og
krabbamein, skiptir höfuðmáli að
ráðast gegn orsökinni eða orsökun-
um, ef takast á að komast fyrir það.
Hvað varðar vímuefnin hefur
hingað til fyrst og fremst verið ráð-
ist gegn þeirri orsökinni, sem ég
kallaði faraldursorsökina, þ.e. hert
er eftirlit með innflutningi, aukin
lög- og tollgæsla, lyf gerð eftirlits-
skyld, farið af stað með fræðslu og
fleira í þeim dúr. Allt þetta getur
haft áhrif á faraldurinn, þar sem
minna framboð á vímuefnum og
þekking á áhrifum þeirra getur
dregið úr faraldrinum, en hefur
engin áhrif á þá orsök, sem ég
nefndi að stafaði af þjóðfélagsleg-
um breytingum á stöðu unglinga.
Það breytir í engu hinum ópersónu-
legu tengslum milli fólks, það breyt-
ir í engu hinum harðneskjulega og
ómanneskjulega raunveruleika,
sem við nú búum við, það breytir í
engu tengslum unglinga við
foreldra og það breytir í engu von-
leysinu gagnvart framtíðinni hjá
unglingum. Til þess að hafa áhrif á
þessa þætti, þarf hugarfarsbreyt-
ingu og til þess að ná henni þarf
pólitíska stefnubreytingu. Stefnu-
breytingu, sem miðar að
manneskjulegra umhverfi, mildari
og tryggari tengslum milli einstakl-
inga, sem gerir þá aftur að mönnum
í stað þess að vera tennur í tannhjóli
efnahagskerfis. Þetta er því pólitísk
spurning um forgangsröð verkefna.
Hvaða möguleika gefum við okkur
til þess að geta snúið á rétta leið?
Hvort veljum við framyfir, að
styrkja fjármagnsaukninguna eða
aukin mannleg gæði? Þetta eru þær
spurningar, sem við verðum að tak-
ast á við, annars höfum við enga
möguleika á að ráða við vímuefna-
vandann. Annað er aðeins pólitísk
réttlæting og sýndarmennska á
hæsta stigi.
Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu SÁÁ og Heilsu-
verndarstöðvarinnar í Reykjavík í Norræna
húsinu 25/2 1984.