SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 13

SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 13
13 Guðmundi á loftinu að þakka. Þegar við fórum að leita að húsnæði undir eftirmeð- ferð fréttum við mjög fljótlega af einhverju húsi Náttúrulækningafélagsins fyrir austan fjall sem rekið hafði verið sem barnaheimili. Hilmar og ég stukkum upp í bíl og keyrðum austur. Þegar við ókum upp afleggjarann að Sogni í Ölfusi, blasti við okkur nýtt og glæsilegt, tvílyft hús, uppsteypt upp í fjalls- hlíð í fallegu, skjólríku umhverfi og í hæfi- legri fjarlægð frá Reykjavík. Við stöðvuð- um bílinn, mállausir. Síðan sögðum við samtímis: „Guðmund- ur!“ Þetta var árið 1978 og skömmu síðar var húsið komið í gagnið" Tveim árum síðar opnuðu samtökin ann- að eftirmeðferðarheimili, að Staðarfelli í Dölum. Fjöldi manna hefur unnið að ráð- gjafaþjónustu á þessum tveimur stöðum síðan og margir þeirra hlotið menntun og þjálfun erlendis, sérstaklega í Bandaríkjun- um. Þegar Binni er spurður um árangurinn af þessu starfi svarar hann: „Ég er óskaplega lítið fyrir statistík; sjúkdómurinn alkóhó- lismi er einu sinni þannig að hann getur verkað á marga vegu. En ef við höldum okk- ur við tölfræðilegar niðurstöður getum við litið á AA-samtökin. Árið 1975 þegar ég hóf göngu mína í þeim samtökum voru fimm deildir í Reykjavík. Mín deild taldi innan við tíu manns. Alls voru haldnir fimm fundir á viku. í dag, níu árum síðar eru 90 fundir á viku. Starf SÁÁ varðandi meðferðarsjúklinga beinist einmitt að því að veita þeim inn í AA-samtökin. Hin mikla aukning AA-deildar og AA-funda er kannski áþreifanlegasta dæmið um árangur okkar I dag“ Binni hefur slökkt í sígarettunni tottar pípu sína hugsi nokkra stund, bætir síðan við: „Svo er það fyrirbyggjandi starf, það er ekki lítið. Við höfum verið með skóla- fræðslu, gefið út tímarit, skapað ómetan- lega umræðu í þjóðfélaginu og síðast en ekki síst breytt hugarfarinu í þjóðfélaginu þegar alkóhólismi er annars vegar. Mannstu eftir Hafnarstrætisrónunum? Þeir eru horfnir. Fangageymslur lögreglunar eru ekki lengur fullar af útigangsmönnum. Fleira hefur komið til. Nú eru starfrækt hús auk Ránargötunnar sem vista óvirka alkó- hólista eins og Risið, Verndarhúsið og fleiri. Er það ekki líka fyrirbyggjandi starf þegar ungt fólk með áfengisvandamál fer i með- ferð I stað þess að halda áfram að drekka og sökkva dýpra? Það má segja að botninn hafi flust upp, sjúkdómurinn er stöðvaður miklu fyrr en áður. Almenningsfræðslan um alkó- hól og alkóhólisma er einnig orðin mun meiri. Alhóhólisti er ekki lengur strætisrón- inn; þorri manna veit nú að áfengissýkin fer ekki í manngreinarálit. Nú, við getum hald- ið áfram að telja upp fyrirbyggjandi þætti. Þetta nýja blað samtakanna t.d.; gefið út í 40 þúsund eintökum. Hvenær heldur þú að borg eða ríki hefði dottið slíkt í hug eða framkvæmt það?“ Fyrirmynd erlendra þjóða Þegar Binni er spurður, hvort SÁÁ hafi ekki keyrt yfir markið stundum, farið of geyst, látið of mikið á sér bera, neitar hann því ekki að stundum hefðu samtökin mátt halda að sér höndum. Hann nefnir dæmi: „Auglýsingaherferðin fyrir gjafabréfunum var full hávaðasöm. Hún gekk fram af sum- um, sérstaklega að það var höfðað til sjúk- dómshugtaksins. Menn fengu miða senda i pósti og þegar þeir opnuðu umslagið sögðu þeir sem svo: Nu, það er ekki nóg að þessir menn betli, heldur segja þeir að ég sé fylli- bytta! Hins vegar var það skrýtið að á sama tíma var aldrei meiri eftirspurn eftir okkar þjónustu. Við megum náttúrlega ekki gleyma að þetta var stærsta peningasöfnun hérlendis. Og sjáðu til, við höfum kastað sprengju inn í áfengisumræðuna. Alkó- hólisminn hafði verið þaggaður niður og stimplaður á lítinn hóp manna. Það þorði enginn að segja að mestur hluti alkóhólista væri vinnandi menn, margir hverjir mæt- ustu menn þjóðarinnar. Þetta var og er mjög viðkvæmt mál. Kringum hvern alkóhólista eru um tíu aðstandendur, fjölskyldumeð- limir, samstarfsmenn o.s. frv. sem þjást vegna drykkju viðkomandi. Um fjögurþús- undíslendingar hafa farið í meðferð vegna áfengissýki. Það verða um 40 þúsund að- standendur. Og þá eigum við eftir allan kunningjahópinn. Það eru því fáir íslend- ingar sem ekki tengjast eða þekkja alkóhó- lista og hylma yfir með þeim, skammast sín fyrir þá eða þjást af sektarkennd vegna þeirra. Þetta eru erfið og viðkvæm mál. Þarna kom SÁÁ inn í og bauð þjónustu sína. Augu manna eru að opnast í auknum mæli fyrir starfi samtakanna og menn eru ófeimnari að koma til okkar með vandamál sín. SÁÁ hefur haslað sér völl hérlendis, og stendur nú á traustum grunni. Útlendingar sem hingað koma og kynnast starfsemi okk- ar segja að við höfum þróast á sjö árum sem tók þá þrjátíu ár. Og meira að segja komnir framúr. Þarna er ég aðallega að tala um Bandaríkjamenn. Á Norðurlöndum segja ábyrgir aðilar að þeir séu enn á steinöld. Við erum með öðrum orðum orðnir fyrirmynd erlendra þjóða!' Starfsmannaþjónusta Þótt endurminningarnar ylji er langt í frá að starf SÁÁ sé fullmótað. Binni segir um framtíðina: „Uppbyggingin er og hefur ver- ið ör. Nú er kominn tími til að við stöldrum aðeins við og fjárfestum nánar í okkar fólki. Við höfum margt og gott starfsfólk og því verðum við að hlúa að. Framtíðarverkefnin eru óþrjótandi. Við verðum að endurskapa forvarnarstarfið, skólafræðsluna, byggja upp foreldrafræðslu um áfengis- og fíkni- efnavandamál barna og unglinga. Ennfrem- ur hef ég persónulega mikinn áhuga á því að samtökin undirbúi dagskrá fyrir lækna og hjúkrunarfólk á heilsustöðvum. Þar á ég við greiningu alkóhólisma; við höfum reyndar rætt við landlækni í þessu sambandi. Ég held því að verkefnin í nánustu framtíð séu falin í tveimur orðum: Fræðslu og fyrir- byggjandi starfi. Ennfremur er verið að vinna að atvinnumálaprógrammi svo- nefndu og hefur SÁÁ verið í viðræðum við ASÍ/VSÍ þar að lútandi. Atvinnumálapró- gramm eða starfsmannaþjónusta byggist ekki á því að nú verður farið að elta uppi hverja einustu fyllibyttu í fyrirtækjum með haglabyssu. Hér er á ferðinni aðferð sem hjálpar atvinnurekendum og starfsmönnum að Ieysa vandamálin þegar viðkomandi starfsmaður sinnir ekki lengur vinnu sinni vegna drykkju eða annarra vandamála. Reynslan í Bandaríkjunum sýnir að pró- gram af þessu tagi hefur ekki aðeins bjargað mannslífum heldur sparað fyrirtækjum og einstaklingum stórfé!1 Jafnstutt frá glasinu og aðrir alkar Binni er sem sagt fullur af hugmyndum og starfsákafa varðandi verkefni SÁÁ fram- undan. Hann er ekki einn um það. Samtökin byggjast á þessari hugsun; mætti áhuga- mannanna. Spurningin er hvort að allur þessi eldmóður og linnulausa starf verði ekki þess valdandi að menn gleymi sjálfum sér, gleymi því að þeir eru alkóhólistar sem stöðugt þurfa að vera á verði gagnvart fyrsta sjússinum. Þegar Binni er spurður að þessu, hristir hann hægt rauðgráan hausinn: „Þeg- ar ég var búinn að vera edrú í nokkurn tíma fékk ég smám saman löngunina til að lifa á nýjan leik. Ég var eins og ég sagði áðan, lif- andi dauður, en nú lifnaði ég við aftur. Þessi nýja tilfinning skelfdi mig, ég fór að sjá sjálfan mig í speglinum og ég sá að ég Iifnaði með hverjum degi. Ég varð hræddum vegna þess að ég óttaðist að glata þessari tilfinn- ingu sem svo lengi hafði verið dauð. Egfyllt- ist óstjórnlegri löngun til að lifa vínlaus. Ég vissi að vandamálin biðu fyrir utan með- ferðarstöðina, allt hafði verið skilið eftir og ekkert breytt. Ég varð því að breyta liferni mínu og gerði það hægt og rólega til að bæta sjálfan mig og halda mér frá áfengi. Ég er ofstækisfullur AA-maður. Án AA-fund- anna er bardaginn við áfengið vonlaus fyrir mína parta. Starfið við SÁÁ er einnig aðhald fyrir mig og ég framkvæmi það einmitt til að minna mig á sjúkdóminn en ekki til að gleyma hon- um. Þau ár, mánuði, vikur og daga sem ég hef verið edrú hef ég aldrei sagt að ég sé hættur að drekka. Ég er alveg jafnstutt frá glasinu eins og aðrir alkar. En leiðir hinna ólýsanlegu AA-samtaka og starfið í SÁÁ hefur haldið mér við efnið. í dag er ég geysi- lega þakklátur maður. Ég er þakklátur að fá að lifa frá degi til dags. Og fá að lifa lífinu lifandi og eiga mína fjölskyldu og mitt starfþ segir Hendrik „Binni“ Berndsen. — IM.

x

SÁÁ blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.