SÁÁ blaðið - apr 1984, Qupperneq 14

SÁÁ blaðið - apr 1984, Qupperneq 14
Starf SAA virðist hafa skilað árangri eftir Ólaf Ólafsson landlœkni Áfengismálastefna Hér á landi hefur lengi verið rekin meiri aðhaldsstefna í áfengismálum en víðast hvar í heiminum. 1. Ríkiseinkasala 2. Tiltölulega há álagning 3. Fáir útsölustaðir 4. Lágmarksaldur kaupenda 5. Sala á sterkum bjór bönnuð 6. Vissartakmarkanirásölu áfeng- is í veitingahúsum 7. Bann við áfengisauglýsingum. Þessari stefnu hefur verið haldið við m.a. fyrir tilstilli Áfengisvarnar- ráðs og Stórstúkunnar, en mörgum finnst hún einstrengingsleg. Afleið- ingar þessarar stefnu eru að minna er selt af áfengi á íslandi en meðal annarra þjóða og að sjúkdómar af völdum áfengis eru hlutfallslega færri hér en í öðrum löndum. Það er athyglisvert að Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur á síð- ustu árum lagt til að svipaðri áfeng- ismálastefnu skuli fylgt og sýnist mér því að ísland breyti ekki um stefnu frá því sem nú er. En við setjum markið hærra en aðrir. Á síðustu árum hefur með- ferðarstefnan tekið nokkrum breyt- ingum. Ekki er lengur litið svo á, að meðferð áfengismisnotenda og sjúklinga eigi að vera í höndum lækna einna, heldur hafa fleiri aðil- ar haslað sér völl á meðferðarsvið- inu eins og t.d. SÁÁ. Ég tel, að þessi breyting sé til góðs því að vanda- málið er margþætt og snertir all- flesta í þjóðfélaginu. Meðferð áfengissjúklinga Um árangur meðferðar áfengis- sjúkra hefur mjög verið deilt. í Quarterly Journal of Studies og Alcohol 1975 birtust niðurstöður 384 sjúkrastofnana um árangur meðferðar við áfengissýki. í 72 þessara rannsókna var stuðst við samanburðarhópa, þar sem annar hópurinn fékk læknismeðferð en hinn ekki. í fáum tiifellum reyndist meðferð vera árangursríkari en eng- in meðferð. Samskonar niðurstöð- ur voru birtar frá 8 stórum sjúkar- húsum í Bandaríkjunum 1976. í sumum tilfellum höfðu viðtöl við aðstandendur svipuð áhrif til úr- bóta og viðtöl sérfræðinga við sjúklinga. Þrátt fyrir þessar niður- stöður vilja menn ekki gefast upp og telja rétt að reyna til þrautar við hvern sjúkling og misnotanda. Á íslandi eru 2 meðferðarstefnur ráð- andi, þ.e.: 1. Vistun á geðsjúkrahúsi eða hæli fyrir áfengissjúka, þ.e. læknis- meðferð sem stjórnað er af geð- Iækni. 2. SÁÁ- og AA meðferðin. Síðari meðferðin byggist aðallega á leiðbeiningastarfi leikmanna sem eru „óvirkir alkóhólistar". Meðferðarstefna SÁÁ byggist m.a. á eftirfarandi: 1. Að breyta persónuleika, viðhorfi og hegðan áfengissjúklings/ misnotanda. Fá menn til að hverfa frá sjálfsblekkingum. Meðferðin beinist því að per- sónuleikanum — og þá aðal- Iega að óraunhæfri sjálfs- mynd sjúklings. Að virkja sjúklinga — sjúklingur er virkjaður daginn út og daginn inn og tekur sjálfur þátt í meðferðinni. Sjúklingur er miðpunktur og allt starfsfólkið vinnur að sama marki, að byggja sjúkling upp andlega, líkamlega og félagslega. Sumar geðdeildir hafa tekið upp sömu tækni og er það gott. í raun og veru er sama hvaðan gott kemur ef unnt er að losa fólk úr viðjum áfengis- misnotkunarinnar. Svo virðist sem mestur hluti „nýrra áfengissjúklinga og áfengis- misnotenda“ (yfir 80%) hafi á undanförnum árum leitað til SÁÁ meðferðarstofnunar. Heilbrigðis- yfirvöld hafa unnið að bættum tengslum lækna og SÁÁ en nú starfa læknar á allflestum SÁÁ- stofnana, ekki síst vegna þess að kannabisneytendum hefur fjölgað mjög á SÁÁ-stofnunum. Fyrir 4 árum reyndust um 11% sjúklinga vera kannabisneytendur ennú eru þeir um 30%. Þá er miðað við sjúkl- inga sem hafa neytt kannabis a.m.k. vikulega I a.m.k. hálft ár. Til geðlækna eru yfirleitt sendir þeir áfengissjúklingar, sem þjást jafnframt að geðtruflun, enda er ekki aðstaða til þess að sinna slík- um sjúklingum á SÁÁ-stofnunum. Slíkir sjúklingar eru oftast erfiðari í merferð, búa við verri félagslegar aðstæður og njóta minni stuðnings af hálfu samborgaranna en þeir sjúklingar sem leita til SÁÁ og ÁA- samtakanna. Ég ætla ekki að bera saman árangur geðlækna og SÁÁ við meðferð áfengissjúklinga/misnot- enda — enda er það ekki hægt. Ég tel þó að rétt sé að kanna möguleika á að skipta upp áfengissjúklingum og misnotendahópum milli SÁÁ- stofnana og geðdeilda á eftirfar- andi hátt: X. Að SÁÁ taki að mestu leyti við áfengissjúklingum og misnot- endum sem ekki þjást af geð- sjúkdómum eða þarfnist afeitr- unar. 2. Að gcðdeildir annist geðsjúka áfengissjúklinga og afcitrun. M.a. fyrir atbeina aðila eins og SÁÁ hafa íslendingar nú byggt mun fleiri vistunarrými fyrir áfengissjúklinga en nágrannalönd- in. Trúlega höfum við keyrt yfir markið í þeim efnum sem öðrum. Þetta er einfaldlega okkar lífsstlll. Við áætlanagerðir I heilbrigðismál- um sem og á öðrum sviðum í þjóð- félaginu ræður oft tilfinningasemi frekar en skynsemi og stjórnmála- menn hlusta frekar á „þrýstihópa" en sérfræðinga. Við verðum engu að siður að fara með gát í framtíð- inni og muna eftir, að líkt og sjúkl- ingur kallar á sjúkrarúm, getur rúmið krafist sjúklings. Mikil og góð þjónusta getur því bæði skapað þörf og eftirspurn fyrir meðferð á þessu sviði sem öðrum. Ég tel hins vegar að ekki verði framhjá því gengið, að starf SÁÁ virðist hafa skilað góðum árangri á undanförn- um árum. Það er því eðlilegt og rétt að opinberir aðilar styðji við bakið á SÁÁ og samtökin sjái um veruleg- an hluta af þjónustu við áfengis- sjúklinga og misnotendur. Ekki þarf að efast um að göngu- og dag- deildir geta í ríkari mæli sinnt mis- notendum áfengis án þess að dregið sé úr gæðum og þjónustu. Rekstur göngudeildar- og dagdeildarþjón- usta er líka mun ódýrari en stofn- anaþjónusta. Það verður að tryggja að eðlilegt jafnvægi ríki jafnan í þjónustu meðferðarstofnana og göngu- og dagdeilda. Ef við eflum eingöngu dýrasta þátt þjónustunnar þ.e. stofnanaþjónustu, beinum við aðalsjúklingastraumnum þangað og reikningurinn verður trúlega of hár. skaltu kynna þér JLbyggingalánin og JL vöruúrvalið Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum. kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. J.L. Byggingalánin kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- eru þannig í fram- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við-okkur ef þú ert að byggja.

x

SÁÁ blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.